Þegar Gunnar lokaði dyrunum tók hann eftir einhverju. Putta. Putta af manneskju. Manneskju sem lifir. Ja, kannski ekki lengur þar sem það er kannski bara puttinn eftir. Það sem fór í gegnum huga Gunnar á þessu augnabliki var ekki neitt. Hann var í of miklu sjokki til að átta sig á neinu. Putti af manneskju. En af hverju að senda honum hann. Ja, hann var varla borinn út svo það hlaut að vera að einhver hefði sett hann inn í lúgu sjálfur.
Sjokkið sem hann var í var svo svakalegt að hann stóð á gólfinu stjarfur. Eftir 30 mínútur rankaði hann loks við sér og náði að hringja í lögregluna. Hún sagðist koma innan tíðar, sem urðu að 45 mínútum.
‘ Fyrir gefðu töfina, en það var vont færi úti, og við lentum á eftir plóg,’ sagði lögregluþjónninn og hóstaði mikið í gegnu það setningu. ‘ hvað er svo það sem hringdir útaf’ Gunnar rétti honum putta, og um leið og lögregluþjónninn sá puttann stökk hann upp í fangið á hinni löggunni sem hafði komið líka, en fyrst þetta er raunveruleikinn ekki sjónvarp það gat hann ekki haldið á dauðskelkuðum manninum sem leið svo loks útaf. Sá síðar nefndi tók fingur upp og grand skoðaði hann. Hugsaði sig vel um, tók upp síma og hringdi.
‘ Já, þetta er Friðþjón hér. Ég held að þið verðið að senda mann hingað. Það er eitthvað fishy við þetta allt saman.’ Hann leit á þjóninn sem lið hafði yfir og svo á Gunnar og sagði ‘ Þetta er eitthvað sem ég veit ekki hvað er. ’
' Þetta er putti! ‘ sagði Gunnar og var með svona dö hjóm í röddinni.
’ Ég veit að þetta er putti, enn ekki af hverjum, ‘ sagði hann og á eftir fylgdi mjög langt hmmm.
Eftir svona 50 mín. kom maður, að nafni Sigþór, sem sagðist var ein rannsóknarlögreglan í fjórðungnum.
’ Jæja, hvað höfum við svo hér, ‘ sagði hann og tók af sér hanskana.
’ Ég hel að þetta sé grjón, ‘ hvíslaði Friðþjón í eyrað á Sigþóri.
’ Grjón! ‘
’ Já, grjón ‘
’ Hvernig grjón þá. Hrís eða …? ‘ spurði Gunnar
’ Neibb. Putti af tælendingi.
' Af tælendingi? ‘ sagði Gunnar hissa. Þegar meinað hissa hér þá er meinað hissa.
’ Jebb, þetta er mjög grunsamlegt þar sem enginn tælendingur eða –ar eru í bænum. Ja, þú þarft ekki að haf áhyggjur lengur. Þið sjáum um þetta. En af hverju ætti einhver að senda þér putta af tælendingi. Það á eftir að koma í ljós. Hey hvað er hann að gera þarna æi gólfinu, ‘ sagði Sigþór og benti á manninn á gólfinu.
’ Leið yfir hann, ‘ svaraði Friðþjónn.
’ OK, við skulum koma okkur. Við hringjum ef við komust af einhverju, ‘ sagði Sigþór um leið og hann hjálpaði Friðþjóni að bera þann nafnlausa út.
Tveim dögum síðar, þegar Gunnar er loksins kominn úr sjokkinu, hringir síminn og Sigþór hinu megin.
’ Blessaður. Ehh, við komust að nokkru eftir tveggja streitu lausra rannsókna. Þetta er ekki mennskur fingur. Hann er keyptur í einhverskonar hrekkjabúð og ekki af neinu. Algjörlega gerður úr grónum. Þá hrís. Okkur fannst þetta mjög skrýtið þar sem engir Asíubúar er á þessu slóðum bara austurblokkin. En við vonum að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum. Vertu sæll, að sinni.
Þetta var léttir, fyrir Gunnar. Og hann hélt að ekkert spenandi kæmi fyrir hann í þessum litla bæ betur þekkt sem Hvammsfjörður.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.