Formáli:
Mark Rodney, var búinn að vera týndur árum saman og engan grunaði að hann væri á lífi.
Fjölskylduerjur hefðu átt sér stað og hann hafði ákveðið að hlaupast frá heimahúsi sínu.
Mark var 15 ára þegar hann flúði árið ’99. Nú var 2005 eins og flestir vita.

Sagan :
Síminn hjá Tony hringdi og þetta var einn undirmanna hans “Við erum með fíflið hérna, villtu að við komum með hann svo þú getir kálað honum ?”. “Já helst, ég sit bara hérna heima, komiði”.
Þegar Tony heyrði bjölluna hringja fór hann í frakkann og setti vindil í kjaftinn, steig út fyrir og settist inní þessa glæsikerru. Hann heyrði hvernig auminginn vældi þarna aftur í því hann vissi að við ætluðum að stúta honum út fyrir borgarmúrana.
Þeir keyrðu dágóðan spöl út í sveit og stigu útúr bílnum í niðamyrkrinu.
Það voru há grös allt í kring, og þeir löbbuðu þau niður með aumingjann í eftirdragi.
Alltíeinu heyrðu þeir þessi hvæs, mjög hávær hvæs.
Tony lét einn undirmann sinn fara á undan inn þangað sem hvæsið var og sjálfur beið Tony aftar. Þegar maðurinn var komin dálitinn spöl snarstoppaði hann og varð allveg stjarfur fyrstu sekúndurnar en snéri sér svo við og hljóp í burtu.
”Það, það er-er-u slöngur, stó-ó-rar slöngur í stó-stórum hóp þarna !”.
Rétt í þessu kom maður úr stráunum, veiklegur að sjá og datt niður og skreið aðeins áfram áður en það leið yfir hann. 2 risa slöngur löfðu úr bakinu á honum og leit út fyrir að það hefði liðið yfir þær líka. Undirmenn Tonys hlupu burt en Tony öskraði “KOMIÐI AFTUR RÆFLAR !”. Þeir komu skelkaðir til baka með mjög mikilli varkárni.
”takið hann strákar, takið hann” sagði Tony.
Svo tók Tony hinn manninn og skaut hann beint í hausinn og henti inní stráin.
Þeir settu manninn í skottið, keyrðu heim og stungu manninum í fangaklefann sem var í húsinu.

Daginn eftir fór Tony að kíkja á manninn.
”Ertu svangur?” spurði Tony.
Mjög skrítin, eins og fryst rödd svaraði köldum tónum
”Kjöt ? Safaríkt ? Blóðugt ?”
”hvernig kjöt ?” spurði Tony.
Í þessu kom undirmaður Tonys og stóð hjá klefanum eins og Tony.
”Jæja af hverju varstu að taka þetta skrípi hi…”.
Áður en hann klaraði var hann bitinn af annarri slöngunni sem beit hann í hálsinn og lamdi honum í rimlana eins og hún væri að reyna koma honum í gegnum rimlana, sem á endanum tókst eftir að hafa að vísu brotið nokkur bein.
”Svona kjöt” svaraði maðurinn þá.
Tony horfði á þetta gjörsamlega orðlaus.
”Étur þú menn ?”
”Besta sem ég fæ, en ekki vera hræddur, ég heyrði að þú hefðir bjargað mér, ég hefði verið étinn ef þú hefðir ekki tekið mig þaðan”.
”Af hverju?” spurði Tony.
”Því samkomulag var í ríki slanganna, enginn mátti verða máttugri en æðsta slangan, en ég gegn mínum vilja varð það, og þess vegna átti að drepa mig þetta kvöld, það var búið að eitra mig svo ég hefði sofnað og verið étinn á meðan”.

Parti 1 lokið