Ástarkveðja
(: Hænsna Drama :)
Það ver einu sinni gamall maður í stóru húsi með rauðu þaki. Hann átti tvær hænur. Hænurnar hétu Ripp og Rassmussína. Maðurinn átti líka stól, bláan ruggustól. Maðurinn elskaði hænurnar og maðurinn elskaði stólinn. Hús mannsins var langt úti í skógi og þess vegna, og vegna þess að hann vara leiðinlegur með afbrigðum átti maðurinn enga vini. Maðurinn talaði við hænurnar og hænurnar töluðu við manninn, eða sko gögguðu því þær kunnu ekki að tala. Einn daginn í september var bankað á dyrnar hjá manninum. Maðurinn svaraði ekki því hann hugsaði með sér, það er enginn að heimsækja mig núna, það heimsækir mig aldrei neinn, ég á enga vini. En það var bankað aftur svo maðurinn ákvað að standa uppúr bláa stólnum, ekki til að fara til dyra heldur til að gá hvað væri að fjúka utan í hurðina. Maðurinn gekk í hægðum sínum í átt að dyrunum og opnaði þær, duttu honum þá allar dauðar lýs úr hári, eða ég tek nú bara svona til orða því maðurinn var sköllóttur. Ef manninum skjátlaðist ekki var þetta einmitt manneskja, eitthvað sem maðurinn hafði ekki séð síðan hann fór og keypti hveiti í bænum þarna um árið. En það var ekki um að villast fyrir utan hurðina stóð kona. Maðurinn vissi ekki hvort hún var ung eða gömul, hann var hættur að geta ályktað svoleiðis, nema hann gat séð nokkuð greinilega hve gamlar hænur voru svo ekki skeikaði nema viku í mesta lagi. Kona sagði hæ, maðurinn var ekki alveg viss hvað það þýddi og hugleiddi hvort hann ætti að svara, komst að þeirri niðurstöðu að það væri óþarfa ómak en opnaði hurðina uppá gátt og steig frá til merkis um að konan ætti að ganga inn. Konan ræskti sig og sagði góðan daginn maðurinn tók sér í þetta skipti enn lengri tíma til að hugleiða gott svar en afréð á endanum að vinka í staðinn. Sennilega ályktaði konan þá að hann væri annaðhvort heyrnalaus eða mállaus en hún benti á sjálfa sig og sagði Sigríður, maðurinn ætlaði að kynna sig en eftir langa, langa, langa umhugsun komst hann að því að hann mundi ekki sitt eigið nafn, hann benti á hænurnar og sagði Ripp og Rassmussína. Maðurinn læsti hurðinni og fékk sér að borða. Konan fylgdist með manninum og hann hugsaði með sér að kannski væri hún svöng, hann stráði þá korni í kringum hana og hélt áfram að borða. Konan fékk sér ekkert korn og maðurinn skildi það ekki. Maðurinn ákvað að þögnin væri vandræðaleg og reyndi að hefja áhugavert samtal. Honum tókst það ekki. Aðeins eitt komst að í huga mannsins, eitt sem maður getur fengið hjá hænum og Rassmussína var hreinn snillingur í, en konan var af sömu tegund, það hafði maðurinn aldrei prófað. Hann stakk uppá holdlegu samræði. Þegar þau höfðu lokið sér af borðaði konan allt kornið og hvarf síðan á braut.