Dagný Pétursdóttir , 15 ára lávaxin ljóska labbaði um kringluna. Henni var orðið slatta heitt þegar hún kom auga á ísbarinn. Hún valdi sér kúluís með jarðaberja, súkkulaði og sítrónubragði. Hún borgaði konunni 350kall og labbaði af stað með risavaxna ísinn sinn. Framundan voru helling af áhugaverðum búðum sem Dagný var fastagestur í. Hún gekk um kringluna og sleikti ísinn sinn. Dagný leit í kringum sig og kom auga á Ingu, bestu vinkonu Dagnýjar, Elvu, sem var einnig besta vinkona hennar og svo Þórð strákinn sem Dagný var skotin í. Hún ætlaði að labba til þeirra en hún rakst utn í mann á leiðinni og hellti öllum ísnum yfir sig.
Maðurinn gekk í burtu en Dagný stóð eftir og vissi ekki sitt rjúkandi ráð.Hún lokaði augunum, það var eins og heimurinn hafði frosnað.,,Ef ég opna augun”hugsaði hún,,Er útum mig, þá sjá stelpurnar mig og Þórður. En ég get ekki bara beðið hér með lokuð augun!”Dagný opnaði augun, það var enginn að horfa á hana. Hún sneri sér við og ætlaði að fara að labba í burtu þegar hún heyrði kallað ,,Dagný!” Hún snarstoppaði en hljóp svo af stað. Hún hljóp upp allann rúllustigann, fram hjá Hagkaup og út. Það hljóp hún alla leið niður að strætóskýli. Þar náði hún loksins andanum. Hún settist á bekkinn og uppgvötaði afar ömurlega og sorglega staðreynd:hún var öll út í ís. En það jákvæða við þetta var að stelpurnar sáu hana ekki og þarna var heldur enginn Þórður.
Meðan hún beið eftir strætónum sönglaði hún lag og reyndi að plokka einhvað af ísnum framan af NIKE-peysunni sinni. Strætóinn kom og Dagný steig upp í hann. Tja, Þórður sá mig þó ekki hugsaði Dagný á meðan hún hlammaði sér niður í sætið. ,,Hæ sæta!” Maginn á henni herptist saman, hún þekkti þessa rödd allt of vel! ,,Hæ Þórður” taði hún og stillti sig um að verða jafn rauð og tómatur í framan.
Hún sneri sér rjóð í vöngum aftur svo að hún gæti séð Þórð.,,Wow!hvað kom fyrir peysuna þína?”spurði Þórður og augnabrýrnar hans lyftust. ,,Æj ég miss…skiptir eki máli..Hvað segis þú gott?”flýtti Dagný sér að segja.,,Bara fínt, ég var að koma úr kringlunni með Ingu og Elvu. Við sáum stelpu sem við héldum að væri þú nema þegar að við kölluðum hana hljóp hún í burtu”. Dagný ætlaði að fara að segja honum satt en hætti við og brosti bara ,,Já..skrítið”. Strætóinn stöðvaðist og hurin opnaðist. ,,Jæja ég fer út hér!”sagði Þórður og labbaði af stað útúr strætónnum. ,,Bæjó!” kallaði Dagný á eftir honum. Þórður veifaði henni og hvarf æur augnsýn.,,jæja, þetta fékk þó góðann endir eftir allt saman” Hugsaði Dagný á meðan hávaðasamur strætóinn hélt heim á leið.
Ingalóa