Búkka brúsa sagan
Endursögn
2005-05-12 Eftir minni frá 1947
(Fyrirmyndina er að finna á dönsku í Kennslubók í dönsku eftir Ágúst Sigurðsson).
Sveipur stílfærir eftir Afa sinn Óla Edvald Björnsson. 12 maí 2005
Einusinni voru þrír Konungar. Þeir voru bræður og hétu allir samanafninu Búkki Brúsi.
Þeir lögðu af stað í samband landa til að auka sinn hag og verða stærri og sterkari.
Þeir komu að djúpum læk með brú yfir. Undir brúnni bjó grimmur skatta álfur. Litli- Búkki brúsi trítlaði fyrstur upp á brúnna. „Hver er að trítla yfir mína brú“ Kallaði álfurinn. „Það er ég Litli Búkki brúsi Konungur ,“svaraði hann. „Nú kem ég og tek þig allan í skatt og hirði auð þinn og þjóðar þinnar og et þig“ „Nei, þú skalt ekki taka mig í skatt eða hirða af mér auð minn, Mið Búkki brúsi kemur bráðum, hann er miklu stærri, þú skalt bara taka hann.“ „Jæja þá, farðu þá sagði skatta álfurinn. Og litli Búkki Brúsi trítlaði yfir lækinn. Þá kom Mið-Búkki brúsi labbaði létt upp á brúnna. „Hver er að labba létt á minni brú?“ urraði álfurinn. „Það er ég Mið-Búkki brúsi Konungur. „Þá kem ég og tek þig allan í skatt og borða þig,“ urraði álfurinn. „Nei þú skalt ekki taka mig í skatt né eta, stóri Búkki brúsi kemur bráðum, hann er miklu ríkari og stærri. Þú skalt bara taka hann í skatt og eta„ „Jæja, farðu þá, en ég man þig. Og Mið-Búkki brúsi labbaði enn léttar yfir brúnna inn í stóran veislu sal til Litla Búkka brúsa.
Þá kom Stóri-Búkki Brúsi og þrammaði upp á brúnna. „Hvur er að þramma á minni brú?
„Það er ég, Stóri Búkki Brúsi, Konungur“. Nú, þá kem ég og tek þig í skatt og et þig.„
„Já, komdu bara ég er ekkert hræddur við þig.„ Svo kýldi hann grimma álfinn á bólakaf í lækinn, svo hann kom ekki upp aftur. Síðan þrammaði Stóri Búkki brúsi yfir lækinn inn í sal til bræðra sinna og héldu þeir upp á landvinningana. Þar til þeir urðu allir stórir og feitir.