Kafli 1.
Ég opna hurðina, ég er svolítið ruglaður á ástandinu og velti fyrir mér hvað ég sé eiginlega að gera hérna, áður en ég get hugsað meira um það rek ég upp sársaukaóp, það er eins og hnífi sé stungið í bakið á mér, þvílíkur sársauki. Ung kona gengur í áttina til mín, herbergið er hvítt, það er ekkert hérna inni, bara hvítt tómt herbergi, þangað til hún kom gangandi inn til mín, hún var það fallegasta sem ég hafði nokkurntímann séð. Ég reyni að koma upp orðum þegar hún gengur nær en ég þjáist svo mikið að eina sem ég næ að koma uppúr mér er “ehhh áii” Konan lítur á mig með sínum skæru bláu augum og brosir til mín fallegu brosi, eins og hún skilji mig. Síðan gengur hún alveg upp að mér og tekur í höndina á mér og segir-“góðan daginn herra forseti” og um leið hverfur sársaukinn. Og ég um leið man alltsaman, auðvitað ég er forsetinn.
-“Sársaukinn sem þú fannst áðan var alveg eðlilegur, við vorum að setja í þig staðsetningarkubb svo við getum fylgst með þér”
- “jájá, alveg rétt, fylgjast með mér, já”
- “já þegar þú ferð inní nýju víddina”
- “að sjálfsögðu, vissi það, nýja lífið mitt, nýji heimurinn”
- “já herra, við getum lofað þér að….adam, adam, adam, adam”
Mamma er að kalla inní drauminn að vekja mig.
- “Adam, adam, adam, vaknaðu, Adam minn, þú verður að drífa þig, annars verður þú of seinn í skólann”
- “já allt í læ”
Skóli, ef það er eitthvað sem drepur mann er það skóli.
Kafli 2.
Ég klæði mig í fötin, fötin klæða sig í mig, eða þannig lít ég á það, þetta eru nokkurs konar ósjálfráðar hreyfingar. Húfa og vettlingar, Ísland er kalt land, ég er kuldaskræfa, lífið er kalt. Það er langt að labba í skólann, 20 mínútna ganga, ég mæti hörðum vindi og regni á nánast hverjum morgni, stundum er það snjór, í dag er það extra vont, haglél, alveg hreint út sagt frábært. Það er ekkert djók að fá haglél í andlitið á sér í þessum skítakulda. Það eru örruglega 20 gráða frost eða eitthvað. Ég mæti gömlum manni á leiðinni í skólann, hann er úti að ganga, bara á bolnum, hvað er í gangi? heldur hann að hann sé á flórída eða, andskotans gamlingjar.
Skólinn er annað líf, annar heimur, maður þarf að ganga langan veg til að skipta um líf, ég skipti um líf 2svar á dag. Í og heim úr skóla. Vegurinn er oftast mjög óþægilegur, maður mætir mótlæti frá veðrinu, manni líður illa, með kvíða í maganum því maður gleymdi að læra heima eða er hræddur um að lenda í einhverju veseni í skólanum. Skólinn er helvíti, þetta líf er helvíti.
Ég er loksins komin, smá hlýja inní skólanum allavega, fyrsti tími, leikfimi, ó shit ég gleymdi leikfimisdótinu.
Kafli 3.
Jæja, ég fer inní leikfimishús, Ég mæti Gumma baðverði í anddyrinu, hann gefur mér kalt augnaráð leið og ég geng inní leikfimisklefann. Hann virðist ennþá vera fúll úti mig, síðan ég og Fannar hentum snjóbóltum í bílínn hans. Hann elti okkur alla leið upp að tjörn. Ég man að hann var brjálaður, Gummi baðvörður er mjög ófríður maður og þegar ljótur maður æsir sig verður það stundum fyndið, Fannar skellihló og það æsti hann bara meira.
7:57, 3 mínútúr í tímann, 3 mínútur til að finna afsökun fyrir að gleyma leikfimisdótinu. Jón Gunnar leikfimiskennari er klikkaður í skapinu, ég hræðist hann, það er hrein kvöl að þurfa fá skammir frá honum. Tóti, Fannar, Binni, Hilmar, Ómar og allir hinir eru mættir, nema Ísak, Ísak er alltaf seinn. Tóti og Ómar eru að slást ínní klefanum, gannislag og flestir virðast vera að fíflast nema auðvitað Binni og Siggi. Ég tek upp blautt tissjú af gólfinu og þruma því í andlitið á Binna, mér fannst vera einhver pressa á mér, fannst ég þurfa að gera eitthvað, svo ég kastaði tissjú í Binna, bara til að gera eitthvað. Binni gerir ekkert en ég sé að honum fannst þetta ekki fyndið, kannski var þetta ekki sniðugt, Ómar flissar að þessu, Ómar flissar að öllum, Ómar nærist á því að gera grín af öllum og gera grín af mömmum manns og svona. Það er þreytandi.
Gummi baðvörður kemur inn, skammar okkur og öskrar á okkur að hætta þessum fíflaskap undir eins. Fannar kallar á eftir Gumma “Hey Gummi, ég var að fá útborgað, á ég ekki bara að splæsa lýtaraðgerð á þig”
Þetta vekur kátínu, Ómar flissar sem aldrei fyrr, Fannar er fyndinn gaur. Gummi gengur út og lætur eins og hann hafði ekki heyrt neitt. Leið og Gummi labbar út úr klefanum kemur Ísak inn, 8:01, of seinn.
Kafli 4.
Jón Gunnar hleypur okkur inn, Ísak er seinastur inn, en samt nógu snöggur inn til að vera ekki of seinn. Jón Gunnar spyr mig afhverju ég sé ekki með dót, ég skálda einhverja fáranlega lygasögu um bilaða þvottavél og eitthvað bull. Hann er ekki sáttur en af einhverjum völdum gleypir hann þetta, eða lætur sem hann gleypi þetta og skipar mér að setjast útí horn og horfa á.
Ísak er í stuði eins og vanalega, hann segir hvern laddan af öðrum og er langbestur í fótbolta, skorar öll mörkin. Hann tæklar Jóa Feita niður, Jói dettur í jörðina og það er brjálaður skellur sem kemur leið og hann dettur. Í svona 5 sekúndur eftir skellin hjá Jóa ríkir grafarþögn, og þessar 5 sekúndur eru eftirá í minningunni mjög gott móment, algjör þögn og ekkert í gangi. Ómar er fljótur að rífa þögnina með því að flissa af þessu atviki, Jón Gunnar öskrar áfram með þetta og Jói stendur upp. Ég lít á Ísak og ég sé að hann glottir, hann var örruglega að reyna þetta, hann blikkar líka augunum í gríð og erg, hann er með kæk, blikkar augunum endalaust. Ómar stríddi honum einu sinni á þessu en Ísak sló hann og síðan þá hefur enginn strítt Ísaki og allra síst Ómar.
Fótboltinn er búinn og við förum inní klefa. Ég er að ganga útúr klefanum þegar Ísak öskrar á eftir mér “Adam aumingi” og þá flissa allir og sérstaklega Ómar. Á þessu augnabliki líður mér eins og Gumma baðverði, mér finnst ég skilja hann, að ég sé í hans sporum, að ég sé í sömu sporum og hann var áðan þegar Fannar öskraði á hann. Ég myndi yfirleitt ekki gera neitt en ég var brjálaður. Ísak var óþolandi, ég var farinn að hata hann og Ómar var ekkert skárri. Svo ég sný við og ræðst á Ísak.
Kafli 5.
Ég sit inni á skrifstofu Guðlaugs skólastjóra. Guðlaugur situr á móti mér og við hliðina á mér situr Ísak. Það eru 10 mínútur síðan Gummi baðvörður stoppaði mig og Ísak af í slag. Ég var kominn með hálstak á Ísaki. Guðlaugur horfir á okkur til skiptis, Ísak er ennþá í leikfimisfötunum. Ísak segir ekkert frekar en ég, hann blikkar bara augunum eins og asni. Ísak er asni með kæk. Hann blikkaði meira segja augunum meðan ég var með hálstak á honum. Ómar flissaði allan tímann meðan slagurinn stóð yfir.
Guðlaugur eða Laugi grautur eins og hann er kallaður masaði yfir okkur í 5 mínútur. Ég og Ísak vorum báðir vanir að sitja þarna, við vissum hvernig þetta gekk fyrir sig, við kinkuðum kolli þegar það átti við og svo var þetta búið. Hann lét okkur takast í hönd í hönd og síðan gengum út. 9:17, ég er í frímínútum, 3 mínútur eftir, ömurlegt að eyða frímínútunum inni hjá gömlum og leiðinlegum skólastjóra. Ómar stendur fyrir framan okkur, hann er enn flissandi, hvað er að þessum bölvaða krakka, þessi gaur!
Hann stekkur á okkur, vill fá að vita allt hvað gerðist hjá Lauga Graut, ég segi honum að ekkert spes hafi gerst, eða jú segi honum að hann sé með merkilegar myndir uppá vegg og geng í burtu. Ísak setur upp viðbjóðslegt glott og fer að segja Ómari og blóðsugunum sem elta Ómar útum allt lygasögur um hvað hann hafi sagt við Guðlaug og fleira. Ég er ekki í andlegu ástandi til að leiðrétta þessar bull lygar.
Ég klára kleinu og kókómjólk á mettíma - átti auðvelt með það, ég gleymdi að fá mér morgunmat og var hrikalega svangur. Ég fer í stærðfræði, sest við hliðiná Hilmari, hann er fínn vinur minn, við spjöllum um Bowie og lífið er aftur stabílt.
Kafli 6.
Klukkan er 3 og ég er búinn í skólanum. Þvílík leiðindi. Ómar og félagar koma flissandi og hlaupandi inn ganginn, ég spyr þá hvaðsé svona fyndið, og ein af blóðsugunum kallar til mín að Ómar hafi kastað fullt af 1 krónum í Bryndísi gangavörð er hún gekk upp stigann.
-“Þessir gaurar” segir Binni við mig og Sigga. Binni og Siggi hafa ekki húmor fyrir svona fíflaskap, þeir spila líka bara counter-strike og tala um sagnfræði. Ómar stríðir þeim mikið. Stelpurnar eru að reykja fyrir utan skúrinn og Hilmar er með þeim að reykja. Ég er á leið heim, Hilmar kastar frá sér sígarettuni og ákveður að ganga samferða með mér heim. Stelpurnar kalla bless á eftir honum, þær eru allar mjög skotnar í honum. Veðrið hefur skánað frá því í morgun, það eru engin haglél eða snjór, samt geðveikt kalt. Ég er á milli heima. Hilmar er alltaf hress, hann segir mér á leiðinni um nýjan snilling sem hann var að uppgvötva. -“Sage Francis heitir hann og hann er frábær” segir Hilli. Hilli er alltaf með eitthvað nýtt úr tónlistarheiminum, hann veit mikið um tónlist og er með góðan tónlistarsmekk, ég veit um engan sem er með betri smekk.Við göngum og svo er komið að kveðjustund í bili, ég kasta bless á Hilmar, Hilmar segir að við sjáumst síðar eins og það hafi einhverja sérstaka merkingu í sér.
Kafli 7.
Ég opna hurðina að nýju lífi, ég kem inn í hlýjuna. Þetta er mitt gamla líf, gott líf, jess, kominn heim og ég klæði mig úr úlpunni og rifja upp í huganum þegar ég mætti gamla manninum á leiðinni í skólann, hvað ætli hann hafi verið að gera svona snemma dags, svona illa klæddur? Síminn hringir. Andskotans. Ég virðist vera einn heima, enginn svarar, ég hendi mér úr fötunum og reima mig úr skónum, hleyp upp stigann eins hratt og ég get og dett næstum því, gríp í símann og svara.
Ég-“halló”
-“Adam, mamma þín er feit og asnaleg”
Skellt á.
Þetta fær maður þegar maður heldur að maður sé kominn heim í eitthvað skemmtilegt, síma-at, þetta var Ómar, hann breytti röddina, sagði þetta með asnalegri skrækri rödd en ég þekkti hann á flissinu sem kom áður en hann skellti á.
Kafli 8.
Ég kveiki á sjónvarpinu og hlamma mér í sófann, klukkan er 4:10, barnaefni, það verður að duga. Ég er rólegur í fyrsta skipti í allan dag. Ég finn fyrir létti og á ákveðnum tímapunkti finnst mér ég svífa inní sjónvarpið og taka mér kjölfestu þar, og þar líður mér vel, þar er ég óhultur fyrir öllu vondu í þessum heimi. Hér er ég óhultur fyrir flissandi fíflum og haglélum í andlitið, hér er ég bara ég. Og áður en ég hverf inní sjónvarpið finnst mér ég vera leiðinlegur, að ég sé inní sjónvarpi, sjónvarpsefni, en eitthvað leiðinlegt, ekki fyndin gamanþáttur eða spennandi bíomynd, ég er eitthver svona norskur fræðsluþáttur á Rúv og enginn vill horfa á mig.
Mamma kemur inn, og slekkur á sjónvarpinu. Ég ranka við mér, mamma segir mér að ná í systur mína útá leikskóla. Ég segi já okei og stend upp.
…..
Takk fyri