Þetta er fyrsta smásagan mín
Konan í glugganum
Hún hét Snjólaug Ásgrímsdóttir. Tveimur mánuðum eftir að hún fæddist lést pabbi hennar er hann datt úr stiga. Fyrsta endurminning hennar var þegar amma hennar lést úr lungnabólgu þegar snjólaug var 5 ára.
Það voru sældartímar hjá Snjólaugu og mömmu hennar næstu þrjú árin eða þangað til mamma hennar varð geðveik og var send á hæli. Þá fór Snjólaug í fóstur hjá þeim sem keyptu húsið. Fósturmamma hennar lamdi hana þannig að hún strauk að heiman þegar hún var tólf ára. Þá var henni stolið af Arabískum þrælahaldara sem seldi hana í ánauð til Þýskalands þar sem henni var skipað að týna bómull allann daginn. Uppúr 1940 var hún send í þýskar útrýmingabúðir þar sem hún var gyðingur. Hún barðist við veikindi í fjögur ár og var hún frelsuð úr prísundunni nær dauða en lífi. Þegar hún var á leið til Svíþjóðar með rauðakross bíl þá datt hún af vagninum og gleymdist. Hún var ein eftir í auðninni. Hún gekk í fimm daga og þá komst hún í þýskan smábæ. Þar lifði hún á því að tína matarleifar og flöskur úr ruslafötum. Nokkrum árum síðar vann hún 30.000 kr á happdrætismiða sem hún fann í ruslinu og notaði hún vinninginn til þess að kaupa sér flugmiða til Íslands. Þegar hún komst loksins til Íslands átti hún ekki vegabréf og þurfti hún því að dúsa í fangelsi 2 næstu daga. þegar hún hafði farið í langar yfirheyrslur til lögreglunnar fékk hún íbúð sem ríkið átti í Breiðholti.
Nú sat hún þarna í glugganum orðin áttatíuogsjö ára og hugsaði um lífið.