kókið sem dó!
Einu sinni var flaska sem hét kók. Kók átti heima í Bónus og kostaði 128 krónur. Í Bónus þar sem kók átti heima voru margar aðrar flöskur eins og t.d. sprite, fanta, appelsín og fávitinn diet kók. Diet kók var ekki skemmtilegur því hann var alltaf að stríða kók. Kók grét þá.
Eitt sinn þegar kók sat í hillunni sinni byrjaði hann að hugsa um vin sinn kók sem var kók eins og kók, fyrir nokkrum dögum kom kona og tók besta vin kók, setti hann ofan í kerru og labbaði í burtu án þess að segja kók hvað hún væri að gera, konan labbaði bara áfram og tók líka sprite og appelsín!
Þá varð kók brjálaður og sagði við hinar flöskurnar að þeir skildu fara og ná vini kóks. ”Nei” sögðu allir, ”ha? Afhverju ekki” spyr kók. ”Því hann var fáviti” segja allir í kór. Þá segir kók: ”ok”. En hann var hræddur um sjálfan sig núna, kannski myndi einhvern tímann koma útúrdópaður maður og setja hann ofan í kerru! Og kannski með diet kók! Við þessa tilhugsun grét kók, hann grét og grét þangað til hann sofnaði.
Þegar hann vaknaði loks var hann ennþá grenjandi síðan dó hann.