Mér leiddist í líffræðitíma um daginn og þetta kom útúr því….


Ég labbaði inn á kaffihúsið en hún var ekki þar. Ég settist niður, las blaðið og beið.
Hún var sein þennan morgun, hún sem var aldrei sein.
Ég sat og hugsaði um hana, ljóst háið, brún augun…
Hún kom á hverjum morgni, hún var aldrei sein. Líklega var hún á leiðini í vinnuna, ég sat og fylgdist með henni, talaði aldrei, fylgdist bara með

Fólk labbaði framhjá, fólk án andlits, en ekki hún.

Hvar ætli hún sé?
Ég var orðinn stressaður.
Hvar er hún?
Ég þurfti að finna hana.

Hvað hét hún?
Hvar átti hún heima?
Hver var hún?

En þá koma það… nei ekki hún, það.
Ég gerði mér loksins grein fyrir því að hún átti líf, og ég var ekki hluti af því.
Ég var ekki hluti af hennar lífi eins og hún var hluti af mínu.

Hún koma aldrei þennann morgun, seinasta gráa fimmtudagsmorguninn sem ég sat á kaffihúsinu og beið.