„Hæ,” heyrði ég hvíslað fyrir aftan mig. Ég kipptist við, ég hélt ég væri ein. Ég sneri mér við og sá Jónatan glottandi. „Brá þér?” Ég kinkaði kolli. Jónatan hafði sent mér SMS og beðið mig um að koma í skóginn sem var rétt fyrir utan hverfið okkar. Það var bjart úti en vindurinn hvein í trjánum og gerði allt drungalegra en ella.
„Hvað viltu?” spurði ég forvitin. Hann yppti öxlum og benti mér á að koma. Við fórum dýpra og dýpra inn í skóginn sem varða alltaf þéttari og þéttari. Ég leit í krningum mig og missti sjónar á Jónatan. Hvað var ég búin að láta plata mig útí? „Jónatan?” Ég heyrði brak í grein og sneri mér við. „Jónatan! Þetta er ekki fyndið lengur!” Hann birtist fyrir framan mig með hendur í vösum. „Nei, sorrý, komdu.” Hann tók í hendina á mér og leiddi mig í gengum runnana. Þegar við komum útúr runnunum blast við mér trjálundur með stóru vatni í miðjunni. Við vatnsbakkann sátu flestir vinir mínir, annað hvort fullklæddir eða í sundfötum, sötrandi áfenga drykki. „Ég og Palli fundum þennan stað um daginn. Við höldum að enginn annar komi hingað eða viti um staðinn.” Ég elti hann til vina okkar, Palli stóð upp og gekk til okkar þegar hann sá okkur nálgast, augu hans glönsuðu. „Ég hélt þið værum í einhverjum monkey buisness, skiluru,” hann gaf Jónatan olnbogaskot í magann og hló gríðarlega. Ég yfirgaf þá og settist hjá vinkonum mínum við vatnsbakkann, þær kepptust við að bjóða mér áfengi, vitandi það að ég drekk ekki. Jónatan kom svo færandi hendi með kók í gleri handa mér.
Palli stóð upp með látum og fór að rífa sig úr fötunum. „Síðastur ofaní er … grasasni!” Palli hljóp svo ofan í í rifinni skyrtu og með buxurnar á hælunum, allir þustu ofan í, misklæddir, nema ég og Jónatan. Það var mið nótt í Júlí, og það var ágætlega heitt miðað við tíma nætur. „Kemuru útí?” Ég leit á Jónatan sem hafði farið úr að ofan. “Ég er ekki með sundföt.” Hann fór úr buxunum og stóð aðeins á boxernærbuxum. „Ekki ég heldur.”Hann stökk út í vatnið. Ég sá að það var núna eða aldrei, dreif mig úr fötunum og útí vatnið sem var svo lítið kalt. Sem betur fer voru nærfötin mín dökklituð svo vatnið gerði þau ekki gangsæ.
Dísa synti til mín þegar ég kom ofan í. „Hvað er á milli þín og Jónatans?” Hún brosti. “Ekkert,” laug ég. Hún hló: „Flott, þá get ég fengið hann,” hún kastaði á mig kveðju og synti til Palla og Jónatans sem stóðu rétt hjá. Ég horfði á hana reyna árangurslaust að ná athygli Jónatans sem ýtti henni í burtu eins og pirrandi flugu. Ég synti í átt til þeirra en þegar ég ætlaði að standa á botninum sökk ég. Sterkar hendur Jónatans gripu í mig og hann dró mig að sér . „Botninn er dálítið misdjúpur hérna.” Hann brosti og bláu augun tindruðu. Staðreyndin var sú að á góðum degi náði ég Jónatan ekki nema upp á bringu en þar sem hann stóð náði vatni upp að öxlum. Hann hélt um mittið á mér og ég hvíldi aðra hendina á öxlunum á honum. Dísa setti upp svip og synti fúl í burtu. Palli hló, „greyið, hún er svo hrifin af þér!” Það hnussaði í Jónatan. “Einmitt! Hún fer svo í taugarnar á mér, alltaf í mér.” Ég flissaði og Jónatan leit á mig. “Ég á víst vissan þátt í því, ég sagði að þú værir á lausu og findist hún sæt.” Palli sprakk úr hlátri og Jónatan skvetti vatni á mig. “Slappaðu af, þetta er bara grín!” náði Palli að segja milli hláturkviðanna. Jónatan brosti og kyssti mig á nefið, “ég mun hefna mín!”
Í því heyrðum við óm af mannamáli og hundsgelt. “Allir uppúr!” kallaði Palli. Allir þustu upp á bakkann og gripu fötin sín í ofboði. Jónatan greið í mig og dró mig uppúr vatninu. “Sagðir þú ekki að það kæmi aldrei neinn hingað?” Við gripum fötin okkar. “Mér skjátlaðist.” Við hlupum í gengum skóginn í sömu átt og við komum. Um leið og sá síðasti hvarf inn í skóginn birtust tveir menn í trjálundinum og annar var með Rottweiler hund í bandi. “Allir heim til mín!” kallaði Palli og vinirnir fylgðu honum með fötin sín í fanginu. Ég stoppaði til að ná andanum og Jónatan beið eftir mér. „Eigum við ekki frekar að koma heim til mín. Það er styttra og það er enginn heima.” Ég kinkaði kolli og við röltum heim til hans. „Áður en við gerum eitthvað þarf ég að fara í sturtu.” Jónatan leit á mig og glotti. “Ég líka!”