Hún hélt sér í járnrörið til að detta ekki úr rólunni. Hann sat í slitnara dekkinu við hliðina á henni og hreyfðist ekki. Hún var með svo fíngerðar hreyfingar. “Réttu út hendina” “rétta út hendina?” “ég ætla að gefa þér svolítið” “ha?” “heiminn” “ætlaru að gefa mér heiminn?”. Hann leit á hendina á henni sem huldi lófa hennar. “Réttu út hendina”. Hún stóð upp og settist aftur í dekkið sem hafði svert kjólinn hennar. Hún rétti út hendina og horfði á hann. “Þetta er nú bara blá kúla”. Hún tók um kúluna báðum höndum. “Takk”. Hún færði kúluna nær sér. Hún horfði fast á hana og byrjaði að vagga sér aftur með því að rétta úr fótunum. Umhverfishljóðin urðu greinilegri. “Blá kúla” sagði hann lágt á meðan hann stóð upp. Hún horfði fast á kúluna og taktfastir fætur hennar færðu dekkið fram og til baka. Hann horfði á hana. “Sjáumst”. “Ókey”. Þegar hann leit til baka hreyfðust fætur hennar jafn taktfast og áður.
Fleiri smásögur á www.tramplin.tk