Við erum að keyra framhjá Hveragerði núna. Týra er byrjuð að ýlfra í skottinu og Heiðar vill stoppa í Eden og fá sér að borða. Ég persónulega þoli ekki matinn þar, svo ég þegi bara og tek upp mp3 spilarann minn. Honum tekst alltaf að drepa tímann…ég er í miðju ‘Wake me up when september ends’ þegar við ökum í gegnum Selfoss. Heiðar hafði ekki verið bænheyrður þegar hann bað guð um að leyfa þeim að stoppa í Eden (Hann elskar pizzurnar þar), svo núna situr hann í fýlu við hliðina á mér. Mér gæti ekki verið meira sama…hann er búinn að krossleggja hendurnar og setja upp skeifu eins og 7 ára útgáfa af tánings gelgju. Ég glotti bara með sjálfri mér. Hann er svo misheppnaður, aumingja krakkinn.
Um það leiti sem ‘Mr. Brightside’ klárast erum við að keyra upp innkeyrsluna á Torfhvalastöðum. Ég slekk á spilaranum og sting honum í vasann áður en ég stíg út úr bílnum.
Bærinn er ekki lítill. Hvítur með svörtu þaki. Þriggja hæða auk háalofts, hver hæð með einu baðherbergi, fimm svefnherbergi, eldhús, þvottaherbergi,risastór stofa, sjónvarpsherbergi, fjölskylduherbergi og svo framvegis.
Hesthúsin eru rétt hjá sjálfu húsinu. Í tveggja mínútna göngufæri. Ég stefni beint að þeim. Ég hef ekki séð blessuð dýrin yfir allan veturinn, og er farin að sakna þeirra.
Ég opna dyrnar og geng in í myrkrað hesthúsið. Ég kveiki ljósið og litast um. Hestarnir standa í stíunum sínum. Tíu tveggja hesta stíur. Merin mín og hesturinn minn eru saman í stíu í enda hússins. Ég geng rakleiðis að þeim og klappa þeim.
Léttir er níu vetra, bleikur. Hann er hesturinn minn. Með mikið fax og tagl, góða hófa en aðeins of langt bak (eins og mér sé ekki sama, en byggingardómararnir þurftu að dæma hann niður…). Frægð er fimm vetra, í miðri tamningu. Frænka mín sér um að temja hana á meðan ég er í borginni. Frægð er jörp, með mjótt andlit og langt bak. Hún er dóttir hálfbróður Léttis, sem heitir Frami. Ég skýrði hana Frægð því þá hétu þau feðgin ‘Frægð og Frami’. Frami er bleikálóttur, stutt bak og stuttur háls…hann er ekki lengur stóðhestur…gat ekki brokkað og var geldur útaf því. Við eigum hann líka.
Ég næ mér í beisli og beisla Frægð. Hún er ofboðslega gæf, greyið. Ég kembi henni og set á hana hnakkinn, áður en ég teymi hana út úr hesthúsinu og sest á bak.
Ég hafði verið í reiðbuxunum þegar ég kom. Ég nennti ekki að hafa fyrir því að fara inn og tala við Heiðdísi eða Óla áður en ég fór á bak. Ég hef haft það þannig síðustu fimm árin, alveg frá því ég var tíu ára.
Fyrsti reiðtúr sumarsins er alltaf nákvæmlega eins, þá meina ég sama leiðin ár eftir ár. Í kringum vatnið. Feta að fyrstu brekkunni, setja þar á brokk og hleypa svo upp hana, setja hestinn á tölt og tölta niður brekkuna hinum megin, brokka í einstiginu og hleypa svo yfir móann. Þá er ég komin að vatninu…tölti alla leið í kringum það, fyrir utan það að ég stekk upp örfáar brekkur og hvíli hestinn þegar leiðin er hálfnuð. Þegar ég er komin í kringum vatnið brokka ég smá, tölti svo og feta loks síðustu 100 metrana heim.
Og það var þannig sem ég fór á Frægð.
Þegar ég kom svo til baka fór ég nákvæmlega eins á Létti, áður en ég fór inn í hádegismat. Við mætum alltaf um tíu leitið um morguninn, og ég er komin úr hesthúsinu um tólfleitið. Matur, aftur upp í hesthúsin, leika veið Heiðar, matur, spil eða eitthvað í þá áttina, svefn. Þannig gengur þetta fyrir sig hjá mér í sveitinni. Þannig hefur þetta alltaf gengið fyrir sig og þannig mun þetta alltaf ganga fyrir sig.
Ég geng inn í eldhús í skítugum hestabuxunum og með hjálminn í hendinni. Auðvitað grettir mamma sig og skipar mér að fara og skipta um buxur…hún gerir það alltaf.
Ég hlíði auðvitað, fer inn í herbergið mitt sem er á efstu hæðinni og skipti um buxur. Töskurnar mínar eru þegar komnar upp í herbergi, mamma eða pabbi bera þær alltaf upp fyrir mig…skil ekki afhverju þau hafa fyrir því, ef ég ætti krakka myndi ég segja honum að ganga frá sínu eigin dóti sjálfur. En mamma og pabbi eru ekki þannig, þau ofdekra okkur Heiðar. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því persónulega, en Guð veit að ég myndi ekki dekra svona mikið við krakkana mína.
Þegar ég kem aftur niður í eldhús er búið að setja pönukökur á disk þar sem ég sit venjulega. Við byrjum alltaf sumarið á pönnukökunum hennar Heiðdísar frænku og níkreistum appelsínusafa. Heiðdís og Óli kaupa alltaf fullt af appelsínum svo við getum drukkið eins mikið og við viljum, þau kaupa jafnvel heilu kassana! Gallinn við þessa appelsínudrykkjar drykkju okkar er sú, að hvorki mér né Heiðari finnast appelsínur góðar.
Maturinn tekur alltaf um klukkutíma. Svo förum við öll (nema mamma sem nennir aldrei með) upp í hesthús. Við förum á bak, kembum öllum tuttugu hestunum og gefum svo heyið. Það tekur ansi langan tíma, sérstaklega þar sem við þurfum alltaf að fara hálftíma reiðtúra með Heiðari þar sem við erum bara á feti! Maður verður bara hræddur um að aumingja hestarnir drepist úr leiðindum eða fari að rjúka með mann, skvetta, prjóna o.s.frv.
Þegar við komum úr hesthúsunum aftur (um fimm leitið) er mamma búin að elda kvöldmat. Það er kjúklingur. Kjúklingur er uppáhalds maturinn minn, en við höfum hann mjög sjaldan. Það tekur mömmu alltaf svo langan tíma að elda kjúkling, en þar sem við vorum í fjóra klukkutíma uppi í hesthúsi þá hafði hún ansi mikinn tíma.
Við setjumst öll niður og förum með borðbæn áður en við borðum (sem mér finnst fáránlegt því ég trúi ekki á Guð, en Heiðdís og Óli krefjst þess alltaf).
Þegar við erum öll búin að borða stöndum við upp og förum inn í sjónvarpsherbergi. Þar heimtar Heiðar að fá að horfa á einhverja spólu með fljúgandi fíl sem hann tók með…eins og fílar geti flogið á eyrunum! Ég mótmæli, en mamma sendir mér bara hættulegt augnaráð og segir að ég eigi að leyfa honum að horfa á það sem hann vill. Hann brosir þá alltaf þessu muhahaha-ég-hef-mömmu-vafða-um-litlafingurinn-á-mér glotti, sem lætur mig alltaf verða svo reiða að mig langar helst að gera eitthvað ólöglegt við hann (ég myndi auðvitað aldrei ganga það langt…vona ég).
Þrem klukkutímum seinna, þegar Heiðar er búin að horfa á myndina og allir eru búnir að tala saman og allt það, þá er ég rekin í rúmið ásamt Heiðari. Það er ótrúlega pirrandi að vera látin fara að sofa á sama tíma og átta árum yngri bróðir þinn! Ég hleyp upp stigann til að vera á undan honum á baðherbergið (af þessum 5 baðherbergjum sem eru í húsinu virðist það alltaf vera að við verðum bæði að nota sama herbergið) og tekst það. Þá gerir hann auðvitað það sem ég þoli ALLS ekki; grenjar krókódílatárum á meðan hann kallar niður til mömmu að ég hafi ýtt honum útaf baðherberginu. Það lætur mömmu kalla upp til okkar eitthvað í þá áttina að ég sé eitthvað skrítin og spurningar eins og afhverju ég hafi hent honum útaf baðherberginu þegar ég vissi að það væru fjögur önnur baðherbergi í húsinu o.s.frv., þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það er pirrandi, en ég nenni ekki að rífast við mömmu svo ég fer á næsta baðherbergi, bursta tennurnar og allt það, fer svo inn í herbergið mitt og les. Ég er alltaf jafn ákveðin í því að ég meigi ekki sofna minna en klukkutíma eftir að Heiðar sofnar, svo ég les alltaf og les þar til augun eru orðin skraufþurr. Þá legg ég frá mér bókina og sofna.
Ég ætla að segja ykkur að ég á hest sem er nákvæmlega eins og Léttir í sögunni (nema hann heitir ekki Léttir), og sá hestur á hálfbróðir sem heitir Frami, en Frami á dóttur sem er nákvæmlega eins og Frægð, nema hún heitir öðru nafni (ég vildi skýra hana Frægð en pabbi vildi það ekki, tsh…). Nú, Heiðar er ýkt útgáfa af litla bróður mínum (ekki mjög ýkt, bara smá) og nafnið Torfhvalastaðir fann ég því að þegar í fór í hestaferð í hitt í fyrra þá gistum við í einhverjum gömlum kofa sem hét Torfhvalastaðir…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*