Já lífið! Er það eitthvað í þessu lífi sem ég á ekki að grenja útaf?

“Náðu í klútinn!!!” Var öskrað úr hinu herberginu. Þegar ég var að færa mömmu þennan ómerkilega eldhúsklút sem er svo gamall að hann hlýtur að hafa fylgt þessu húsi frá því það var byggt var ég að pæla hvort ég fengi einhverntíman frið til að hugsa. Mamma og ég erum ekkert nánar, ég þori ekki að segja henni neitt og geri yfirleitt allt sem hún segjir mér að gera… Nema stundum, ég meina manneskjan gerir lítið annað en að skipa mér fyrir á daginn og mér finnst ekkert skrítið að ég rífist við hana af og til. Mamma er veik, hún er ekki bókstaflega veik hún hefur verið svona í 2 ár, alveg síðan pabbi yfirgaf okkur, bara sömu mínútu og hann skellti hurðinni á eftir sér í síðasta skiftið lippaðist hún niður. Hún liggur alltaf uppí rúmi og vælir og skipar mér fyrir… kanski ég sé að gera of mikið úr þessu?

Áður en pabbi yfirgaf okkur átti ég allt, ég var vinsæl og vinir mínir voru oft heima hjá mér, mér gekk vel í skólanum og ég átti allt, auðvitað naut ég þess ekki til fulls, ég sé það bara núna hvað ég var vanþakklát! Síðan stuttu eftir að pabbi fór frá okkur byrjuðu martraðirnar. Ég verð hrifin af strákum, alveg eins og aðrar stelpur. En ég verð alltaf notuð, fyrir ári misnotaði strákur mig sem er með mér í bekk, svokallaði besti vinur minn. Ég vellti mér uppúr þessu á hverjum degi, stundum fékk ég kast og langaði að kála stráknum og kenndi sjálfri mér um þetta. Svo fyrir stuttu fyrirgaf ég stráknum.. án þess að hann hafi nokkurntíman sagt fyrirgefðu eða eitthvað slíkt.. Ég veit að þetta er góður strákur og ég vissi líka að ef ég myndi ekki fyrirgefa honum þetta myndi þetta naga mig að innan.

“þurkaðu svitann” sagði mamma við mig þegar ég kom inn með klútinn, ég kúgaðist. Hún var oftast uppí rúmi emjaði, byllti sér í rúminu, stynjaði og eftir það var yfirleitt kallað á mig til að þurka svitann af enninu á henni. Mér fannst það ekkert geðslegt enn ég gerði þetta alltaf því ég vissi að hún var aldrei búin að jafna sig eftir að pabbi fór, enn í þetta skiftið gafst ég upp ég hennti klútnum í andlitið á henni “þú getur þurkað þetta sjálf!!!” svo hljóp ég út, ég hafði ekkert til að fara, en það var ágætt að komast útúr húsinu af og til, þótt að það væri bara til þess að hugsa.

Stuttu eftir að ég fyrirgaf stráknum, fékk ég þennan fyrsta koss, frá stráknum sem ég var búin að vera hrifin af svo lengi.. spenningurinn! Hann sagði við mig eftir þetta að hann elskaði mig og ég varð svo heilluð af þessum góða dreng sem ég var byrjuð að elska að ég sagði þetta líka. En já, nú þarf ég að líða fyrir þetta.. því hann er hættur að tala við mig. Ég pæli í því oftast afhverju ég kemst ekki yfirþetta, hann gat ekki einu sinni bara sagt mér upp eða eitthvað í staðinn að skilja mig eftir ráðalausa!

Ég hljóp fyrstu mínúturnar eftir að ég skellti útidyrunum, svo þegar mér fannst ég hafa hlaupið í marga klukkutíma fór ég að hugsa, hvað er málið? Manneskjan mun ekki standa upp og hlaupa á eftir mér. Ég hægði á mér og setti hendurnar í vasann og var frekar niður sokkinn í mínum hugsunum og brá frekar mikið þegar það var sagt “Hæ, er þetta ekki Sara?”.. Ég leit upp og sá að þetta var fyrrverandi besta vinkona hennar mömmu “ha?… jú, þetta er Sara” svaraði ég “hvernig líður mömmu þinni, er hægt að heimsækja hana?” spurði hún og horfði á mig, mér fannst það frekar óþægilegt “nei.. hún er í sama standi eins og alltaf, fer ekki úr rúminu” Ég sagði þetta frekar hranalega og ég sá það á henni að hún hafi tekið eftir því “jæja, ef þig vanntar eitthvað.. þá veistu hvar ég á heima, þú getur alltaf komið til mín!” sagði hún, brosti og faðmaði mig. Ég tók þessum faðmi vel, en ég var svo hissa að ég faðmaði ekki til baka heldur sagði eins og ég væri hrædd “Já… takk, bæ!”

Ég settist niður á túnið þar sem ræðurnar á 17.júní eru alltaf haldnar, lagðist í frekar vott grasið og hugsaði… Það var svo langt síðan ég fékk almennilegt faðmlag, ég hafði aldrei áttað mig á því hvað ég saknaði þess mikið að vera föðmuð. Ég veit ekki hvað ég lá í grasinu lengi en klukkan eitt um nóttina fattaði ég að ég ætti líklega að fara heim. Þegar ég var komin fyrir utan húsið mitt heyrði ég að mamma mín var að öskra og það var kveikt í setustofunni. Ég heyrði það líka að mamma var ekki ein, það var einhver þarna hjá henni. Ég hljóp inn, alveg viss um það að þetta væri einhver ókunnugur sem mamma væri að öskra á. En þegar ég opnaði útidyrahurðinni og hljóp inní setstofu sem ég vildi óska að ég hefði ekki gert hafði ég greint hljóðin almennilega, mamma var ekki að öskra á einhvern.. hún var að veina, þetta var óþægilegt vein og það heyrðist í karlmanni líka.. ekki karlmanni heldur stráki. Og þá sá ég þessa mynd sem mun aldrei fara úr minni mínu, ég stóð þarna sem frosin og þau tóku ekki eftir mér strax en þarna var mamma með stráknum sem gaf mér fyrsta kossin.. Strákurinn sem ég var ástfangin af, svo leit hún við og sagði “hvað?” ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, svo ég byrjaði að hágráta og hljóp út í rigninguna.. Ég hljóp lengst hinum megin í enda bæjarins, til fyrrverandi bestu vinkonu hennar mömmu. Þegar hún kom að dyrum og sá mig með mascara og augnliner útum allt andlit og blautt, rautt hárið, tók hún mig í faðm sér og í þetta skiftið faðmaði ég til baka!