Þetta er saga sem að ég er búinn að vera að vinna lengi að og ég held að hún sé tilbúinn..


-Hannes, hannes opnaðu augun…
-hvað.
-sérðu, við erum að hægja ferðina

Hannes reisti sig við og skreið að brúninni á risastóra fluggítarnum sem hafði borið þá í háloftunum síðan þeir voru 4 ára. Fluggítarinn hafði séð þeim fyrir mat og vatni, haldið á þeim
hita og skemmt þeim með tónlist í 8 ár.
-Hvað er að gerast Hannes
-Ég veit það ekki Dragon
-heldurðu….heldurðu að gítarinn sé kannski að hleypa okkur heim?
-Heim?
-Heim.
-Ég er búinn að missa merkinguna á orðinu heim Dragon, við erum búnir að segja það svo oft í röð.
-Hahaha en í alvöru Hannes.

Hannes var djúpt hugsi þeir höfðu vaknað eina nóttina upp á þessum fljúgandi gítar, tveir ókunnir 4 ára strákar. Þeir vissu ekki afhverju eða hvernig en eitt var víst. Þeir voru búnir að vera á flugi í 8 ár. í 8 ár án þess að stoppa. 8 ár án þess að gítarinn hægði á sér. En nú var eitthvað að gerast.

-Ég er ekki viss um að ég vilji fara heim Dragon
-HA!!!
-Ég meina hvað eigum við að gera, bara fara heim án þess að ekkert hafi í skorist.
-Já.
-Það man örugglega enginn eftir okkur.
-Auðvitað muna þau eftir okkur. Þetta eru foreldrar okkar þau gleyma okkur ekki.
-Ertu viss?
-Handviss.
-Allt í lagi Dragon ég vil fara heim.

Strákarnir tveir brostu hvor að öðrum eftirvæntingarfullir, fullir af tilhlökkun um að loksins komast aftur heim.
Gítarinn hægði ferðina hægt og bítandi og stöðvaðist loks yfir húsi Dragons. Dragon var með tárin í augunum þegar gítarinn sprakk….

FACE….en í alvöru segið mér hvað ykkur finnst. þessi saga tók mig svona 4-5 tíma að skrifa. Persónusköpun þú veist.
Takk fyrir vasann maður, hann er fallegur. Svo get ég geynt blóm í honum líka.