Upp í stærstu eikinni sar eitt sinn lítill drengur, varla nema níu eða tíu. Hann hafði nýlega uppgvötað svolítið. Eitthvað sem fáir uppgvöta fyrir nírætt, eða oftast yfir höfuð ekki. Á sínum níu árum hafði hann upplifað margt. Fæstir þrítugir karlmenn bjuggu yfir jafn mikill visku um lífið og litli drengurinn. Það sem hann hafði þurft að ganga í gegnum; ást, sorg, líf, dauða, tár og bros, sitthvað af öllu.

Á yfirborðinu virtist litli drengurinn samt ekkert vera frábrugðinn öðrum 9 ára drengjum. En augun. Djúp, blá og skínandi virtust ekki vera augu hans, heldur augu gamals sjómanns sem hafði lífsreynslu á við tvo.

Lítill drengurinn horfði yfir borgina. Svo stór, svo há, svo grá. Svo einmanna. Vitandi tilgang lífsins, aðeins níu ára gamall. Tilgangur lífsins svo einfaldur, en samt svo fjarrænn, svo langt í burtu frá hans lífi… Tilgangur lífisins, sem allir heimspekingar hafa keppst um að finna, er hamingjan. Það að vera hamingjusamur er það að sem hvern og einn dreymir um. En drengurinn uppgvötaði líka það að of mikil leit af hamingju gerir illt verr. Það að reyna endalaust að skilja hamingjuna og öðlast hana með pening og valdi…

Drengurinn gerði sér grein fyrir því að hamingjan kemur af sjálfu. Hún er dýrmætari en allir gersemar heimsins en ódýrari en kossinn. Hún er ekki alltaf til sataðar og aldrei þegar maður þarf á hamingjunni mest að halda. En hamingjan er til.. Þess vegna lifum við. Því að tilgangur lífsins er til. Tilgangur sem okkur er ekki ætlað að skilja eða leita af, heldur njóta.

Níu ára gamall drengur horfði yfir borgina úr hæstu eikinni. Hann sá langt yfir húsin, yfir trén, yfir bílana. Hann sá það sem aðrir sáu ekki. Hann sá hamingjuna.


Þessi saga er stutt, en hún er sönn. Reyndar ekki alveg hvernig hún er sett upp, en það var lítill drengur sem fann tilgang lífsins fyrir löngu, aðeins níu ára gamall og þessi litla saga er tileinkuð honum.

Vonandi kemst þessi saga inn sem grein:S

Fantasia