Kvöldsólin speglast í glerjunum er verja innviði híbýlanna. Næst okkur er þó græn víðáttan, tiltölulega ósnert og þó.
“NEI, ÉG VIL EKKI!!” og orðin rjúfa kyrrðina sem lá yfir fallegri náttúrunni. Hávaðaseggurinn er telpa á fjórða aldursári.
Hún telur sig vera eldri en ár sín og heimtar að ráða sér sjálf. Foreldrarnir fá venjulega litlu við ráðið en í dag er þetta öðruvísi.
Í dag er fyrsti dagur páskafrísins, 5 daga helginnar sem svo margir hafa beðið með gífurlegri eftirvæntingu. Nýbakaður fjölskyldufaðirinn hefur lagt mikið á herðar sér
í tilraun til að fá daginn til að heppnast vel. Ef allt gengur að óskum þá er lítið sem kemur í veg fyrir að fríið í heild sinni verði vel lukkað.
Ef frá eru talin hávaðadýrið og stressboltinn þá telur fjölskyldan 2 manns. Það er móðirin sem hefur undanfarin ár þurft að líða fyrir ákvarðanir fortíðar og lifað einmana lífi með 2 börn á handleggnum.
Seggur hávaðans er annað þeirra en hitt er öllu hljóðlegra, drengur sem nýverið átti sinn sjötta afmælisdag.
Fjölskyldan á sér góðan dag en það þó á kostnað annarra. Þau uppgötva, eins og aðrar manneskjur, að lauf trjánna í kring eru afar skemmtileg viðkomu.
Trén líða fyrir ágang manneskjanna sem rífa af þeim laufin. Þetta er verknaður sem veldur trjánum miklum sársauka.
Þetta er verknaður sem aðeins tekur sekúndubrot að framkvæma en heilt ár að gróa sárum sínum.
Sum þeirra ákveða að losa sig við öll lauf til að koma í veg fyrir þennan verknað. Það er skammtímalausn sem skapar aðeins kvalir.
Án laufanna geta trén nefnilega ekki lifað, og án lífs verða ekki til ný lauf. Visna þau því upp og deyja.
Það sem trén þurfa að gera er að vaxa, þroskast og dafna þar til manneskjurnar ekki ná til laufanna til að skemma þau.
Þá myndu aðeins nokkrar manneskjur leggja á sig klifurferðina upp í trén. Harla fáar manneskjur myndu leggja það á sig til þess eins að skemma.
Fjölskyldan snýr sátt heim, faðirinn ánægður með að hafa þjónað hlutverki sínu.
Kv. apinn.
PS.
Himinn hefur klær.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.