Ekki búast við miklu. Þessi saga er ekkert sérstök. En ég hef mér til varnar að ég skrifaði hana í gærkvöldi, þegar ég var að bíða eftir baðherberginu, áður en ég fór að sofa. Ég var grútsyfjuð, og skrifaði þetta á 20 mínútum (baðið losnaði samt fyrr…ekki misskylja mig…)




Ég sit og horfi yfir snæviþakkt landið. Jöklarnir stækkuðu, eftir að bílarnir voru teknir rúr umferð. Nú var Ísland bara snjór. Einn íslmoli á miðjum Atlandshafshryggnum.
Það gæti samt verið að það sé bull hjá mér, að landið sé nær á kafi í snjó. Ég fæ trúlega aldrei að vita það.
Skýin hylja allt. Þau eru hvít. Snjórinn er hvítur. Hvað af þessu er bara skýið sem ég sit á, að birgja mér sín?
Ég sit og stari. Ég hef gert mikið af því síðan ég dó. Sitjað og starað. Það er svo róandi.
Ég er hundur – Scheffer, hreinræktaður – ég heiti Tito. Fáránlegt nafn, hugsa trúlega margir núna, en það er ítalskt. Þessi saga er æviágrip mitt. Stutt útgáfa.
Njótið vel.

Ég blikka augunum ótt og títt. Ég sé ekkert.
Afhverju ekki?
Nú, auðvitað út af því að ég er tíu mínútna gamall og veit ekki einu sinni hvað sjón er.
Ég náði samt að rata á spenann.
Hvernig vitum við hvað spenar eru? Hvernig vitum við, að við þurfum að drekka mjólk úr þeim, til að lifa af?
Ég veit það ekki. Örugglega bara einhver eðlishvöt.
Kannski.
Kannski ekki.

Ég stend og stari.
Á ég að þora?
Það er nú ekki svo langt…bara hálfur metri…það er nú samt dálítið langt,. Ég er nú bara um 15cm langur.
En systkyni mín þora! Afhverju ætti ég ekki að þora líka?
Ég ákveð að taka af skarið. Ég tek eins langt tilhlaup og pallurinn leyfir, áður en ég hleyp af stað og stekk.
Upp!
Upp!
Niður!
Splash!
Ég dreif ekki. Ég ligg endilangur í pollinum og sleiki á mér loppurnar til að ná drullinni af, árangurslaust.
Ég væli lágt og næ með miklum erfiðleikum að tosa mig upp úr pollinum.
Við 2 vikna hvolparnir getum verið svo vitlausir.

Hvert var ég að fara?
Konan - eigandi minn - tók mig upp og rétti litlum strák mig. Strákurinn skríkti bara og hélt mér á sársaukafullan hátt. Svo talaði einhver stór maður við eiganda minn, áður en hann og strákurinn gengu út.
Og tóku mig með sér.

Tommi var fínn. Hann kunni að leika sér.
Annað mátti segja um fantanna, strákana sem komu oft og fóru eitthvað með mig.
Stundum skildu þeir mig bara eftir úti á víðavangi, en stundum gerðu þeir meira.
Þeir lömdu mig stundum.
Einn þeirra kom oft með stórt járnprik og lamdi mig í fæturna.
Ég fótbrotnaði.
Einu sinni skáriu þeir af mér hluta af hægra eyranu. Það var hræðilegt.
Tommi sagði pabba sínum frá þessu, en hann gerði aldrei neitt.
Hann var drykkfelldur.
Hann lamdi stundum konuna sína, mömmu Tomma.
Hann lamdi Tomma aldrei, en hann svelti mig stundum.
Ég hataði hann.
Ég elskaði Tomma.
En ég hataði Byttuna.
Byttuna.
Byttuna.
Byttuna.
Köllum hann:
Byttuna.
1 árs hundur skaddast á sál við svona aðstærpu.

Hann var farinn.
Ég var 5 ára þegar hann dó.
Nei, ekki Tommi.
Byttan.
Tommi, strákurinn sem hafði tekið mig frá systkynum mínum, strákurinn sem mér þóti vænt um, var enn á lífi.
En byttan var það ekki.
Byttan var dauð.
Ég syrgði ekki.
Byttan var dauð.
Ofdrykkja…hún dó af ofdrykkju.
Byttan.
Ég sæi byttuna aldrei aftur.

Ég var tíu ára þegar ég sá ljósið.
Fyst kom blái bíllinn.
Hann keyrði á mig.
Ég dó.
Þá sá ég ljósið.
Svo skært…
Svo fallegt.
Englarnir hýfðu mig upp til sín.
Ég var dáinn.
Ég var í himnaríki.
Ég var dáinn, og ég fór til Guðs.
Guð blessi Tomma, líka.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*