Stuttu síðar rankar Pétur aftur við sér. Hann sér Stefán, hann er í kufli, nærru því eins kufli og hinir mennirnir voru í. Komdu með mér, segir Stefán. Þeir fara út í bíl og keyra eitthvað í burtu. Allt í einu keyrir Stefán út af. Pétur öskrar. Þetta er allt í lagi, segir Stefán fljótt, ég veit hvað ég er að gera. Pétur horfir sjóveikum augum á hann. Þeir keyrðu inn í einhvern skóg. Allt í einu stoppaði bíllin. Þeir labba út. Pétur sér altar. Stefán labbar að því. Stefán segir: saralamo elspalo desmeno. Allt í einu kemur maður aftan að þeim og slær Pétur í bakið. Stefán snýr sér við og skýtur eldingu á mannin og hann skýst í burtu. Pétur stamar. Er þetta það sem ég á að læra? spyr Pétur.
Ef þú hefur viljann, styrkinn, þolinmæðina, úthaldið og nefið á sínum stað, svarar Stefán. Stefán labbar upp að altarinu setur hendina fyrir ofan það og byrjar að raula: saralemo elspalo desmeno. Hann endurtekur þetta þangað til altarið byrjar að glóa. Hann byrjar að raula þetta hraðar og hraðar og allt í einu springur altarið og stafur skýst út. Stefán stekkur upp og nær í hann. Hann réttir Pétri hann. Stafurinn er ca. 1.30 metrar á lengd og er úr gulli, litlar gullhendur koma úr sitthvoti endanum og það er lítill rúbíni í miðjunni. Hvað er þetta? spyr Pétur. Þetta er Örlagastafurinn svarar Stefán, hann er göldrum gæddur og er góður í bardaga. Nú? spyr Pétur. Hann er óbrjótanlegur. Eru til fleiri svona? spyr Pétur. Bara einn segir Stefán. Hann heitir Dauðdómastafurinn og er alveg eins bara það að hann er svartur og er með klær. Stefán fer inn í bíl og tekur upp leðurpoka.
Í leðurpokanum er bók úr skinni. Eigðu þessa bók segir Stefán. Lestu hana vel og lærðu galdrana sem eru í henni. Þeir fara aftur heim til. Snemma um kvöldið fer hann Pétur að sofa. Um nóttina dreymir hann afa sinn. Hann stendur á grasvelli. Hann brosir til Péturs en allt í einu breytist hann í mann í kufli. Pétur hrekkur við það og vaknar. Hann hleypur inn í herbergi til Stefáns og vekur hann. Hvað er að? spyr Stefán. Ég fékk draum um afa minn. Nú já, segir Stefán. Og hvernig var hann. Það skiptir ekki máli en hann breyttist í mann eins og þig. Hvernig þá? spyr Stefán. Hann var í kufli, segir Pétur.
Stefán horfir á hann og segir: Pétur minn, afi þinn var líka galdrakarl, hann var góður galdrakarl þangað hann afsagði sér galdramáttin og hætti. Um nóttina heyrir Pétur eitthvað þursk. Hann fer fram og sér að Stefán stendur þarna. Allt í einu dettur hann með hníf í bakinu. Pétur fær áfall og tekur hnífinn úr honum. Hann er alblóðugur. Hann heyrði í útidyrahurðinni lokast. Hann hleypur og horfir út um gluggan og sér mann í kufli hlaupa í burtu. Hann hringir á lögguna.
Tveimur mánuðum seinna í dómshúsi. Þar sest niður dómari. Niðurskurður þessarar dómnefndar er sú að Pétur Hafsteinsson hefur verið dæmdur sekur um morð af gáleysi. Hann er dæmdur í unglingahús í 2 ár svo í fangelsi til tuttugu og eins árs. Pétur var dreginn úr dómshúsinu og settur inn í löggubíl. Eina sem hann hafði með sér er ein bók. Galdrabókin sem Stefán gaf honum. Hann táraðist. Hann sá allt í einu Stefán á gangstéttinni labbandi.