Ég hef ekki skrifað í langan tíma en svo missti ég góðan skólafélaga og vin, Helga Fannar Helgason, seinustu helgi í hræðilegu bílslysi, og mig langar að tileinka honum þessa fyrstu sögu mína efir tveggja ára hlé.

„Mannskepnan þykist vera svo klár og segist vera æðsta vera jarðarinnar á meðan örninn, fálkinn og litli þrastarunginn fljúga yfir höfði hennar og hlæja að henni kaldhæðnisleg. Ef hún er eins klár og hún segist vera, hví nær hún þá ekki að binda enda á stríðin og eymdina í heiminum? Af hverju getur hún þá ekki svarað hinum óendanlegu spurningum um dauðann og lífið sem bíður okkar fyrir handan? Hvað þarf til þess að sanna fyrir mannskepnunni að hún er engu betri en ljónið eða örninn? Það er mannskepnan sem er völd af hægum dauða jarðarinnar, ekki neitt annað dýr er að því. Mannskepnuna má með réttu kalla krabbamein jarðarinnar. Ég vil ekki tilheyra mannkyninu, ég skammast mín fyrir það!“
Hann leit upp úr reiðinni og tár rann niður slétta og mjúka kinn hans. Hún reyndi að róa hann niður, tók utan um kinnar hans og horfði djúpt inn í augu hans sem að nú einkenndust aðallega af reiði. „Ekki segja þessa hluti. Við erum kannski æðsta veran þrátt fyrir allt en mannkynið er samt ekki neitt til að skammast sín fyrir.“ Hann lokaði augunum. „Anton, horfðu á mig, “ hann opnaði þau á ný og var farinn að mildast, „Ég tilheyri mannkyninu, vonandi skammast þú þín ekki fyrir mig, er það nokkuð? “
„Auðvitað ekki, Lilja.“ Hann stóð upp og rétti úr sér. Af hverju óskaði hann sér alltaf einhvers sem hann gat ekki fengið eða orðið? Hví var hann ekki sáttur við það sem að hann hafði nú þegar? Hann hafði svo ótal sinnum velt fyrir sér þessum spurningum en aldrei fundið svörin sem hann leitaði að. Hann hafði heyrt að svörin lægju hjá Guði og að Guð myndi ekki svara fyrr en maður væri kominn inn í ríki hans. Anton var engan veginn sáttur við það í augnablikinu. Hann leit upp til sólar, uppsprettu alls lífs á jörðu, og bað hana um svör en hún brosti bara kaldhæðnislega til hans. Hann leit spurnaraugum til skýjanna en þau hlógu bara af fávisku hans. Hann leit að lokum á kirkjuna út í túnjaðrinum en hún þagði og benti upp til himins. Hann leit upp og skrítinn fiðringur fór um hann og hann sagði við kirkjuna: „Þú, sem ert yngst af þeim veraldlegu hlutum sem ég hef spurt, kemur með vitsmunalegasta svarið.“ Kirkjan sagði ekkert á móti en brosti til hans í þakklætisskyni.
Lilja sat enn í sófanum og horfði í átt til hans þegar hann sneri sér snögglega við og horfðist í augu við hana. „Ég er kannski ekki stoltur af kyninu sem að ég tilheyri en það þýðir ekki að ég geti ekki látið gott af mér leiða. Þá er ég að minnsta kosti sáttur við sjálfan mig.“ Lilja svaraði engu, rétt eins og kirkjan, heldur brosti yfir þessu rétta svari og leit til kirkjunnar og þakkaði henni.


Vonandi hefur þú, Helgi, fundið svörin við spurningum þínum hjá Guði og megi hann varðveita að eilífu minningu þína. Þín verður sárt saknað. Guð blessi þig.