Ákvað að skrifa eitthvað á íslensku til tilbreytingar, þar sem ég hef ekki gert það í langann langann tíma. Þetta er baksaga fyrir eina af aðalpersónunum úr sögu sem ég er að skrifa í augnablikinu, the Fallen. Enn ekki fullkláruð uppá uppbyggingu og orðaval, en mun líklega vera á engilsaxnesku í loka útgáfu. Njótið vel.
Aaron S. Higgins opnaði vasan hjá sér og leit á myndina af konunni sinni, hún var fegursta kona sem hann hafði nokkru sinni litið. Hann vissi enn ekki hvað hann hafði gert rétt til þess að verðskulda hana. Hann hafði í það minnsta ekki gert neitt til þess að eiga hana ekki skilið. Hann strauk magann á myndinni og hugsaði heim. Hann fengi líklega ekki að vera viðstaddur fæðingunnar eins og útlitið var í þessum svitapitti sem hann var fastur í, en þetta var ekki hans val. Hann var herlæknir í einhverju landi sem að hann kunni ekki einu sinni nafnið á almennilega að aðstoða hermenn hins gamla heims traðka niður fjandmenn sína. Til að halda uppi frelsi og öðrum málstöðum sem að hann skildi engann veginn hvernig tengdist þessu. Það eina sem hann hafði komist að var það að helvíti var langt frá Ölpunum. Hann hafði séð of mikið af fólki deyja fyrir framan sig á þessum mánuðum sem höfðu liðið, borgarar sem voru mögulegar ógnir eða voru einfaldlega fyrir öflum hins illa samlandar hans. Það var óþægileg tilfinning, hræðileg jafnvel. Það eina sem hann hafði til að hugga sig upp við var að nýtt líf beið hans eftir túrinn hans, aðeins tveir mánuðir eftir og þá kæmist hann heim aftur og hann gæti hafið störf við spítalann aftur. Bara tveir mánuðir.
Hann kyssti ljósmyndina og setti hana aftur í vasann áður en hann fór á fætur. Liðþjálfinn hans gekk inn í braggann og æpti blótsyrði á hann, hlýðni fæst ekki frá fólki með sjálfsvirðingu. Hann var samt ekki reiður honum, hann vissi að þetta var bara vinnan hans og að hún sé líklega mjög ábyrgðarmikil. Aaron líkaði illa við að setja út á fólk, hann var ekki alinn þannig upp og það var einhvernveginn bara dónalegt. Hann ýtti því bara af sér og kallaði “já herra!” á móti. Um leið og hann losnaði frá honum gekk hann út með bros á vör. Við morgunverðar borðið sat hann hjá hersveitinni sinni og hlustaði á þá skiptast á klúrum bröndurum, móðgunum og hlátrasköllum. Hann hló með, en hann gerðist ekki meira virkur í svona félagslífi. Þrátt fyrir það höfðu sterk bönd myndast milli þeirra allra, eitthvað sem gerist þegar að unnið er svo náið með dauðann. Dagurinn leið hratt eins og ávallt, enginn varð fyrir skoti þennann dag þannig að mestur tíminn fór í að hlúa að þeim særðum og halda þeim í góðu skapi. Einfalt og auðvelt, hélt skapinu hans í lagi og kom honum í nógu gott skap til þess að skrifa konunni sinni bréf, án þess að kvarta einu sinni yfir því hversu langt væri í það að sjá hana. Hann setti það í umslag og geymdi undir koddanum sínum, hann mundi þurfa að senda það daginn eftir, ef hann hefði tækifæri. Kvöldmaturinn var hljóðari en morgunmaturinn, en annars alveg nákvæmlega eins nema hvað slefinu hafði verið skipt út fyrir mat. Einum klukkutíma síðar hvíldi Aaron augun og rak inn í draumheima.
Vængjuð vera með ljósa lokka kom að honum og bauð hönd sína. Í fyrstu hikaði draum sjálfið, en loks tók það í hendurnar á vængjuðu verunni. Vængir spruttu úr baki sjálfsins og hóf hann sig á flug með verunni. Yfir barrakana sem að hersveitin hans hafði hinn vafasama heiður að búa í. Veran hóf að gefa frá sér blindandi skært ljós, lýsandi upp alllann himininn. Samt var enn skuggi yfir bröggunum. Aaron leit á veruna sem að brosti aðeins. “Ekki láta þér verða of heitt” sagði veran og teygði úr sér. Birtan skar í augun á Aaron og hann kypptist við og vaknaði.
Augun flugu upp opin og hann leit út um glugga. Tvær ljótar flugvélar sem ættu að vera löngu hættar í framleiðslu flugu fyrir utan að bröggunum. Hann hugsaði ekki frekar út í það og gekk að salerninu þar sem að hann skilaði af sér vökvum. Hann hafði ekki rennt upp buxnaklaufinni þegar að hár hvellur heyrðist. Hann kyppti upp hurðinni og hljóp út með brækurnar á hælunum, í þann mynd sem risatunna féll á braggann og sprakk. Eldur flaut og flaug út um allt. Napalm slepja skvettist yfir hann og sló hann í jörðina. Hann fann ekki fyrir logunum heldur stóð bara upp aftur, í ljósum logum og hljóp inní braggann. Hann iðaði af lífi, allir félagar hans gerðu hvað þeir gátu til að komast út, en flugvélarnar létu eldinn flæða yfir allt og alla.
Einhverja hluta vegna, sama hversu mikið félagar hans veinuðu og brunnu, lét eldurinn hann í friði. Eini sársaukinn var reykurinn sem skar í augun. Hann reyndi að flýja og dróg upp myndina af konunni sinni. Hún mundi veita honum griðastað, laug hann að sjálfum sér. Hann horfði á logana éta hana upp líkt og alla braggana. Augun hans lokuðust og hann grét, í gegnum nóttina. Alveg þangað til að þyrla kom og sótti hann úr öskustónni. Þar beið hans ungur og myndarlegur maður með ljósalokka, eitthvað í fari hans var afar kunnuglegt. Hann kynnti sig, “sæll herra Higgins, ég er Ljósgjafi og ég er hérna til þess að færa þér tilboð til að fara yfir með fjölskyldunni þinni.”
Aaron leit á manninnn, tárin búin að grafa augljósa leið í gegnum sótina á andlitinu hans. “Hefurðu hugmynd um hvað ég er búinn að ganga í gegnum í nótt?”
“Hef grófa hugmynd um það, dauði annara er alls ekkert stórmál, gerist á hverri sekúndu, meðan ég sagði þetta ók líklega einhver yfir barn hinum megin á hnettinum.” Ljósgjafi brosti, ekki líkt og það sem hann hafði sagt hefði verið sniðugt, heldur til þess að gefa til kynna að hann vildi Aaroni vel. “Og meðan við tölum um börn, ef þú samþykkir núna mun ég persónulega tryggja það að þú verðir viðstaddur fæðingu dóttur þinnar.”
“Hvað? Og hvernig í fjandanum vissirðu um konuna mína?”
“Ég vinn hjá voldugum manni Higgins, og þegar þú ert í þeirri stöðu sem ég er í og er að bjóða þér þá er ekkert auðveldara en að vita svona smávægilega hluti.”
“Þetta er innrás á einkalíf mitt.”
“Ekki vera hálfvit, það varð almenn vitneskja að hún var ólétt um leið og þið hentuð óléttuprófinu.”
Aaron leit lengi á Ljósgjafa, en að reyna að mynda sér skoðun á honum sem að innihélt ekki orðin sjálfumglöð skepna. “Hvað ertu þá að bjóða mér.”
Ljósgjafi teygði sig inn í blóðrauð jakkafötin sín og dró framm nafnspjald., á því stóð einfaldlega.
“Ljósgjafi
Ráðgjafi
Theo & Mono Inc.”
“Þitt gæti litið eins út nema með öðru nafni.”
“Engin hætta í starfi?” Spurði Aaron, fingurnir hans leikandi sér að kortinu, þrýstandi og sláandi á það til skiptis. Rödd djúpt úr hjartanu hans sögðu honum að kveikja í því.
“Öllum störfum fylgir hætta, hversu mikil hætta getur þetta starf leitt af sér?”
Þrem dögum seinna varð hann að einu manneskjunni með nafnspjald.