Hvað var ég að hugsa?? Hún var vinkona mín, maður má ekki verða ástfanginn af vinum sínum, það er þessi óskráða regla sem heldur alheiminum gangandi.
Það var ekki eins og ég vildi það, hún var bara svo falleg allt í einu, dagarnir liðu og hún var það eina sem ég gat hugsað um. Brosið, augun, spékopparnir.
Hún var fullkomin, ég var ástfanginn. Þú veist, fiðrildin í maganum, allt í gúddí, tralalala. Mér fannst ég vera á tindi alheimsins, þess alheims er svo eyðilagði líf mitt með einni reglu, einni grundvallarreglu.
Við urðum ótrúlega góðir vinir á stuttum tíma, og hún trúði mér fyrir öllu, og bað mig meirasegja um hjálp. Hjálp við að næla sér í vin minn. Hún var ástfanginn…en af vitlausum manni.
Hvað gat ég annað gert??
Ef ég gat ekki orðið ánægður með henni, þá átti hún samt skilið að vera ánægð!
Jú, auðvitað gerði ég mitt besta og kom þeim saman, ástin virtist blómstra, meðan sálin mín brann upp til agna. Eins og óstöðvandi brjóstsviði, fiðrildin dóu hvert á fætur öðru.
Ég hafði aldrei séð hana svona ánægða, þótt það stóð ekki lengi. Örfáa mánuði, mánuði sem hún blómstraði, mánuði sem ég rotnaði.
Ég held að mér hafi aldrei liðið jafn illa og þegar ég sá þau dansa og haldast í hendur þetta kvöld sem þau byrjuðu saman. Ég brosti til hennar og þóttist vera svo ánægður.
Vinur minn var enn vinur minn, hún var enn vinur minn.
Ég var enn vinur þeirra, held ég, vona ég.
Kvöldið leið, og ég sat einn við tölvuna þetta kvöld, hugsandi um brosið hennar, augun hennar, spékoppana hennar. Alheimurinn hrundi.
Hvað liðu margir mánuðir? Ég talaði við hana daglega, við hlógum saman.
Ég talaði við hann daglega, við hlógum saman. Í öllu þessu var ég aldrei reiður út í vin minn. Hann er góður strákur og þau áttu hvort annað alveg skilið.
En þetta átti ég ekki skilið.
Nú er orðið eitt ár síðan ég fell fyrir henni, eitt kvalarfullt ár þar sem ég hef reynt að segja henni tilfinningar mínar mörgum sinnum en fæ alltaf sama svarið. Svarið sem heldur aheiminum gangandi.
Ég er búinn að gleyma tilgangi lífsins, ég sit einn og vorkenni sjálfum mér, græt og reyni að finna svarið. Afhverju er ég svona misheppnaður. Get ég aldrei átt í gallalausu sambandi??
Ég veit að ég er ekkert verri en hver annar, samt get ég ekki annað en kennt sjálfum mér um óheppni mína.
Já, ég er einmanna. Hvað get ég annað gert.
Hún vill vera vinur minn, ég vill frekar ekki vera vinur hennar ef ég get ekki elskað hana. Hún veit að ég er leiður, hún veit að ég er sár.
Ég hef ekki heyrt frá henni í marga daga, að einhverju leyti líður mér betur.
Bráðum þarf ég ekki að sjá hana daglega, bráðum skilja leiðir okkar.
Sem betur fer? Eða hvað.
Ainar/01