Sumarást- kafli 4
Ég vakna um hádegi við símann. Það er systir mín. Hún er að spyrja hvort ég nenni koma á rúntinn eða eitthvað. Ég segi henni að ég sé ennþá sofandi og ég hringi seinna. Skelli á.
Ég horfi á Gísla þar sem hann liggur þarna sofandi. Rosalega er hann sætur þegar hann sefur, það er eins og það sé friður yfir öllum andlitssvipnum. Yndislegt, ég skil samt ekki hvað er að mér, ég ætla ekki að fara að vera neitt alltof hrifin af honum eða ástfangin eða neitt, ég hef mikið betra að gera við tímann og lífið. Ég get samt ekki komist hjá því að spurja sjálfa mig hvort honum sé virkilega einhver alvara, eða hvort hann sé bara að leika sér að mér. Nei, ég vil ekki vita það. Ekki ætla ég að fara að spyrja hann, þá myndi hann bara svara því sem hann héldi að ég vildi heyra, og ég ætla sko ekki að fara að hlusta á eitthvað svoleiðis kjaftæði.
Ég fer í sturtu, og nýt þess að finna vatnið skella á líkamann og renna svo niður eftir honum. Það er ekki til neitt, sem að góð sturta getur ekki lagað, eða hjálpað þér að hugsa skýrt. Eftir að ég var búin að þvo hárið og líkamann, slekk ég á sturtunni og byrja að þurrka mér. Klæði mig svo í fötin, greiði hárið og fer fram. Gísli er vaknaður og situr inní eldhúsi og er að reykja.
-Góðan daginn, segir hann og brosir til mín.
-Góðan daginn. svara ég, hvernig svafstu?
-Bara ágætlega, helvíti þægilegt rúm sem þú átt.
-Ja, rúmið verður að vera þægilegt ef það á að vera hægt að sofa í því, ekki satt?
-Jú, jú, kannski svo, en ætti það ekki að duga í eitthvað annað líka?
-Eins og hvað? Ég sef bara þarna og ekkert annað…
-Nú, viltu ekki prófa að leika þér aðeins í rúminu segir hann og brosir til mín.
-hmmm, jú en ekki akkúrat núna….
-Afhverju ekki?
-Af því að það er enginn tiltækur á svæðinu, ekki fer ég að ríða þér, ég þekki þig voða lítið sem ekkert, og svo er ég ekki ein af þeim sem ríður öllu sem hreyfist. Ég vil fá tíma til að kynnast manneskjunni aðeins áður en ég sef hjá henni.
-Já,já, við höfum nógan tíma til þess að kynnast ekki satt.
-Jú, mikið rétt,en ég er að fara út í sjoppu að kaupa mér eitthvað að borða. Viltu koma með eða ætlaru að bíða eftir?
Ég geng út í bíl, með Gísla á eftir mér og fer út á Aðalstöð og kaupi 2 samlokur og kók. Við rúntum aðeins um í svona hálftíma og svo skutla ég honum upp í bát. Fyrir utan bátinn, þá sitjum við og tölum saman. Hann er að segja mér að hann sé að fara til Spánar í næstu viku og verður alveg fram yfir verslunarmannahelgina. Og hann fer með fyrrverandi kellunni, börnunum og einhverju öðru liði. Svo ég reikna út að þau eru nýhætt saman. Eftir smá stund, þá kyssi ég hann bless og fer svo til systir minnar. Við tölum saman um allt og ekkert og förum eitthvað á rúntinn líka.
Ég segi henni frá Gísla, og hún segir mér að fara varlega, annars yrði ég bara særð. Ha ha, ég særð? Nei, aldrei ég læt það ekki koma fyrir mig, það kemst enginn svo nálægt mér :)
Næstu daga þá er ég að vinna og hitti Gísla þegar ég er ekki að vinna. Það er frí á bátnum hans í einhverja daga, og svo er hann að fara í frí líka þar sem hann fer til Spánar eftir 2 daga. Það er Laugardagskvöld, og ég er í einhverju partýi í bænum með einhverjum vinum hans. Svo förum við heim til mín. Við löbbum innum dyrnar og förum inní stofu og ég kveikji á sjónvarpinu.
-Olga, segir hann þar sem kúrum inn í stofu, viltu ekki koma með mér inn í herbergi?
-Nei, helst ekki, ég er ekki þreytt og ekki neitt. svara ég
-Við þurfum nú ekkert að fara að sofa strax þótt við förum inn í herbergi…
-Ég veit það alveg, en ekki núna, ok? Þegar þú kemur aftur heim frá Spáni eða eitthvað….
-Hvað er eiginlega að þér? Það mætti halda að þú værir hrein mey eða eitthvað.
-Já, kannski er ég það…
-HA…ertu hrein mey?
-Já, er eitthvað að því?
-Nei, alls ekki, bara ef ég hefði vitað það þá hefði ég aldrei verið að reyna svona mikið að fá þig í rúmið…..
-Þetta er alltí lagi sko,
-Mér datt ekki til hugar að þú væri hrein mey, þú ert bara alltof falleg,flott og skemmtileg til þess að vera það.
-Ég brosi. Takk, en ég er samt hrein mey, ég meina slappaðu af þetta er ekkert BIG DEAL.
Ég og Gísli tölum saman í einhvern smá tíma og sofnum svo bæði inní stofu. Daginn eftir, þá fer hann aftur upp í bát, við hittumst ekki fyrr en eftir 4 vikur. Jæja, það er kannski alltílagi hugsa ég með mér, um leið og ég kyssi hann bless og hann fer út úr bílnum. Þá hef ég tíma til þess að venja mig af honum, og missa áhugann líka. Ég hef ekki tíma fyrir svona….
-Þetta er endir á 4 kafla-
spotta/01