hér hef ég fyrir ykkur sögu sem ég og þrír aðrir einstaklingar skrifuðum í fyrra sem íslenskuverkefni og fengum 9 fyrir. Hún kann að vera leiðinleg, steikt og illa orðuð en mér finnst hún góð og málfarið er með ágætum í henni.
Gjörið þið svo vel: Ævintýri Abdullah
Það var dimmt kvöld og Hafliði var á leið heim frá vini sínum. Vindurinn hvein í trjánum. Skyndilega stökk skuggalegur maður fram úr trjánum með framhlaðning í hönd.
En nóg um það. Snúum okkur nú að sögunni. Dr. Abdullah Al Rassjaf sat ásamt hinum kínverska lærisveini sínum Bó-Nus og snæddi hádegisverð er innihélt tikkamasala kjúkling og kaffi. Skyndilega barst honum rafpóstur þar sem í stóð: Varúð! Allir ísbirnir eru að koma á land. Skeytið var frá Magnúsi, taugaveiklaða frænda hans í Nuuk á Grænlandi. En svo bárust honum smáskilaboð í símann sinn um að innrás hafi verið gerð í sendiráð araba í Malasíu. Smáskilaboðin voru frá Achmed Shabban sem oftast var kallaður ,,Muhammed” og var upplýsingabrunnur Abdullah. Þar sem Abdullah er frækinn ferðalangur stekkur hann upp á töfrateppið sitt og flýgur beinustu leið til Kuala Lumpuur höfuðborgar Malasíu ásmat lærisveini sínum Bó-nus og apanum Jónasi. Þegar þangað er komið undirbýr hann fylgsni sitt fyrir umsátur. Í fylgsninu bíður Muhammed með öll nújustu tæki og tól til umsáturs. ,,Það fysta sem við gerum” segir Abdullah ,,er að senda apann Jónas inn til að njósna á meðan ég brugga mjöð til að yfirbuga innrásarmennina”. Þeir ljáðu Jónasi nýjasta myndatökubúnaðinn og Jónas hélt af stað í hættuför. Hann braust inn um kjallaragluggann en er hann komst inn biðu hans óprúttnir fantar sem réðust á hann. Næsta morgun er Abdullah hugðist sækja Morgunblaðið beið hans mikill hryllingur. ,,Jónas!” Hrópaði Abdullah. Hann hafði verið keflaður við póstkassann! Er betur var að gáð höfðu verið rakaðir tveir stafir á enni Jónasar. Þar var letrað FS!
Fagurhærðu svíarnir höfðu verið að verki; í bræði sinni réðst Abdullah inn í sendiráðið en þar beið hans hrikaleg sjón!
En snúum okkur aftur að Hafliða. Morðinginn stökk fram úr trjánum en viti menn þetta var ekki morðingi þetta var bara Jón vinur hans sem vildi skjóta honum skelk í bringu.
“Hver er þetta” Sagði Jón. Skuggalegur maður læddist aftan að þeim með hníf.
Hann smurði brauðið sitt.Rosalega þótti Abdullah brauð með smjöri gott. Hann var kominn inn í sendiráðið en það var enginn þar svo að hann nýtti tækifærið til að smyrja sér brauð og snæða morgunverð í sendiráðshúsinu. Þar sem hann sat þarna hugsandi um þessa fölsku gíslatöku varð honum litið á upplýsingaskjáinn sem hékk í mötuneytinu og blasti þar við honum skelfileg sjón!
Hafliði og Jón sneru sér rólega við, Fjúff! Hafliði varpaði öndinni léttar. Það kom í ljós að þetta var aðeins faðir Hafliða sem bað hann að koma heim að snæða kvöldverð.
En aftur að Abdullah. Abdullah las skilaboðin. Þar stóð: ,,Hittumst í Búrkína Fasó”. Þetta var mjög dularfullt. Abdullah var í miklum ham og flaug umsvifalaust á teppinu sínu ásamt kínverska lærisveini sínum Bó-Nus og apanum Jónasi til Búrkína Fasó með það að markmiði að uppræta þessi illu samtök fagurhærðu Svíanna. ,,Ég skal hefna fyrir Jónas”, mælti Abdullah. Þegar Abdullah kom á leiðarenda í fylgsni sitt í Búrkína Fasó beið Muhammed hans þar með nýjustu græjur fyrir aðgerðina. Nýjasta viðbótin var Svíaskanni B-17 sem gat numið hreyfingar svía í 30 km radíus. ,,Þetta mun koma í góðar þarfir” sagði Abdullah. Hann kveikti á svíaskannanum og lagði af stað með nesti og nýja skó. Þegar hann flaug yfir Múskat, lítinn bæ í Búrkína Fasó, tók svíaskanninn við sér og nam hreyfingar fimm svía í rammgerðri byggingu skammt undan. Hann tók snögga dýfu á töfrateppinu og lenti mjúklega á þaki rammgerðu byggingarinnar.Hann dró upp seiðpottinn sinn og hófst handa við að brugga sterkasta svefnmjöð sem til er. Þegar því var lokið réðst Abdullah til inngöngu. Hann bræddi gat á háþróaða öryggisvegginn með leyservædda túrbaninum sínum. Hann gekk inn drungalegan ganginn. flöktandi ljósið varpaði óhugnalegum skugga á vegginn en þegar á enda gangsins var komið blasti við hurð. Abdullah opnaði hana og fékk sjokk er hann leit inn.
Á meðan var Hafliði að borða fisk með kartöflum þegar hann fattaði að fiskurinn var eitraður og dó.
En aftur að Abdullah. á bakvið hurðina var hljómsveitin ABBA. Það er bara eitt til ráða; Varpa svefnlyfinu! Það gerði hann, en fyrir undarlega tilviljun virkaði það ekki! Auðvitað! allir vita að hljómsveitin ABBA er ónæm fyrir svefnlyfi. Nú voru góð ráð dýr. En Abdullah dó ekki ekki ráðalaus. Hann byrjaði að syngja einn af mestu smellum ABBA: ,,The dancing Queen”. Við þessa fögru tóna byrjuðu hljómsveitarmeðlimirnir að dansa. Eins og þeir væru dáleiddir. Abdullah kveikti strax á perunni. Hljómsveitin ABBA hafði verið undir áhrifum hugarstjórnunnar. Og viti menn þarna var Sonny Eriksson. Hann sat í hægindastól og stjórnaði ABBA meðlimum með fjarstýringu!. Abdullah kastaði umsvifalaust svefnsprengju í Sonny Eriksson og það undarlegasta gerðist. Hann sofnaði! Abdullah keflaði Sonny Eriksson og færði hann í hendur lögreglunnar í Búrkína Fasó. ABBA meðlimirnir vöknuðu þá úr transinum og þökkuðu Abdullah fyrir björgunina. Honum hafði tekist að uppræta Faguhærðu svíana, hann hélt að lokum heim á leið. Til að fagna afrekum sínum skellti hann sér á kjötkveðjuhátíðina í Rio de janero en hver var þetta? Abdullah kom auga á kunnuglegt andlit. Það var Sonny Eriksson!