Dag einn var komið að þorpskosningum og velja átti leiðtoga þorpsins. Fyrrverandi leiðtogar þorpsins höfðu flestir verið fyrrverandi stríðshetjur þar sem Montþjóðin var mikið fyrir að blanda sér í stríð annarra, þótt svo að aðeins í örfá skipti hafi verið barist í Stóra-þorpi. Fram komu nokkrir frambjóðendur. Tveir af þeim voru fávitinn og vitringurinn. Fávitinn var sonur fyrrverandi þjóðhöfðingja landsins sem var mikils metinn. Fávitinn vildi að engin framför yrði, meiri vopn, fleiri stríð og betra varnarkerfi. Það hljómaði vel í eyrum Montþjóðarinnar. Vitringurinn vildi hins vegar frið og framför. Hann var mjög vitur. Þjóðin klofnaði á kosningardag. En á daginn kom að fávitinn hafði unnið. Montþjóðin var mjög ánægð með nýja höfðingjann sinn þar sem hann kom þeim strax í stríð og deilur við nærliggjandi þorp. Fávitinn fór með mörg fleyg orð og setningar. Hann vildi að bakararnir bökuðu svín og að slátrararnir slátruðu brauði. En svo gerðist það að Stóra-þorp blandaði sér í enn eitt stríðið sem varð til þess að mikið og langt stríð braust út með mjög hættulegum vopnum. Þessi vopn eyðilögðu gufuhvolf jarðar svo að það varð frost, mikið frost um heim allan og einungis hundrað manns lifðu af og bölvuðu fávitanum.
Við skulum nú bara vona að enginn fáviti fá völd framar. ;)
Just ask yourself: WWCD!