Nóttin var komin. Tunglið var fullt og lýsti eins og blátt kerti yfir skóginn og ánna. Allt var hljótt. Enginn vindur barðist við trén né feikti ánni þangað sem hann vildi. Engin dýr voru á ferð um skógin í leit að mat. Ekkert tré hreyfði sig né teygði í átt að næsta tré. Grasið lá kyrrt og hljótt á jörðinni líkt og það væri dautt. Það var eins og allt úti væri að gæta sín á að gefa ekki frá sér hljóð til að vekja ekki neitt eða neinn. Það mátti halda að tunglið væri að fylgjast með öllu sem í náttúrunni var. Gæta þess að allt svæfi vært og rótt.
Anna lá á túninu og horfði upp til stjarnanna. Hún var í sínum eigin draumaheimi þegar hún horfði á þær. Henni leið eins og hún gæti flogið hvert sem hana langaði til og séð það sem hún vildi sjá. Hana langaði til þess að vera eins og örninn, frjáls. Frjáls frá heimi hennar, frjáls frá öllu sem því fylgdi. Hún stóð upp og þurrkaði grasið af buxunum sínum og peysu. Hún gekk að einu tré sem stóð þarna rétt hjá henni. Tréð var stórt og fallegt. Laufin voru græn og fögur og börkurinn fallega brúnn. Hrukkurnar í trénu sýndu hversu gamalt tréð var en einnig hversu sterkt það var. Anna lagði vinstri hendina varlega á tréð og skoðaði það vel og vandlega. Hún hugsaði með sjálfri sér hver sagan með þessu tré væri. Hvað það hefði séð, hvað það hefði upplifað, hvaða leyndarmál það hefði með sér.
Hún lokaði augunum. Það var eins og að tréð hafi lesið hugsanir hennar og væri að fara að svara spurningum hennar. Hún sá að umhverfið í kringum tréð var allt öðruvísi en það var nú. Túnið sem Anna hafði legið í var þakið trjám og lækurinn náði að smeygja sér milli trjánna og gefa þeim að drekka. Sólin var hátt á lofti og brosti yfir allt. Það var sem sólin hafði hendur og væri að teygja sig í skóginn svo hún gæti haldið utan um hann eins og henni þótti mjög vænt um hann, líkt og móðir gerir við barn sitt. Allt í einu hvarf sólin með hraði og settist. Það var eins og að skýjin væru að hlaupa yfir himininn, eins og þau væru að flýta sér í burtu frá einhverju. Fagri blái liturinn á himninum byrjaði að hverfa, í staðinn komu rauðir, gulir og fjólubláir litir en þeir litir hurfu einnig mjög fljótt. Himininn varð sífellt dekkri og þyngri. Tunglið byrjaði að koma upp og skýin hættu að hlaupa yfir himininn og byrjuðu að safna sér saman. Þau höfðu lokað fyrir stjörnurnar en haft smá op fyrir tunglið svo það gæti notið sín. Tunglið leit yfir skóginn og fylgdist vel með því og gætti þess að allt væri hljótt og friðsælt. Skýjin byrjuðu að hverfa og leyfðu loks stjörnunum að njóta sín og skína fallega með tunglinu.
En svo hvarf þessi sjón eins og dögg fyrir sólu. Það var rigning og kalt úti. Laufin teygðu sig í loftið og reyndu að ná sér í dropa til að drekka. Grasið var blautt og gaf frá sér indæla lykt. En andrúmsloftið og tilfiningin í skóginum var ekki jafn friðsæl og góð og hún var þegar sólin var á lofti. Ein grein fikraði sig að hægri hendi hennar Önnu og leiddi hana að næsta tré. Næsta tré gerði hitt það sama. Það var eins og að skógurinn væri að segja henni að elta sig, eins og hann vildi sýna henni eitthvað. Anna gekk frá tré til trés. Allar greinarnar sem leiddu hana voru full af sorg og hræðslu. Greinarnar urðu ákafar og tóku hraðar í Önnu og hún byrjaði að hlaupa til þess að halda við greinarnar. Hún var orðin móð og var orðið heitt. Hún fann að hún byrjaði að svitna og þurkaði ennið sitt með erminni á peysunni sinni. Hún hljóp sífell hraðar og hraðar og fann fyrir spennunni magnast. Hvað var skógurinn að fara að sýna henni? Afhverju var hann svona hræddur og sorgmæddur? Hún var kominn á mikinn hraða og hélt áfram að hlaupa þar til að hún fann grein grípa í hendina hennar og stoppa hana. Anna missti jafnvægið og datt aftur fyrir sig.
Anna opnaði augun sín og stóð upp. Hún var ekki lengur við tréð sem hún var hjá. Hún stóð uppi á háum hól, og horfði niður á borgina sem hún átti heima í.
Megið endilega segja mér svo hvað ykkur finnst vanta í hana og ef ég er að gera einhverja villu :) takk fyrir mig.
- Fibbl