(sendi inn þessa sögu eitt sinn, en þetta er breitt útgáfa)


Svo hvað gerði þú þá? Spurði Hafsteinn vin sinn Jón þegar þeir voru að labba í elliðadalnum, strákannir voru á leiðinni til Magga, sem átti heima þarna rétt hjá, og Jón var að segja Hafsteini eitt af sínum fjölmörgu djammsögum. Og var þessi um það þegar hann hafði náð sér í einhverja geggjaða gellu, en hafði síðan fattað, rétt áður en þau ætluðu sér að gera það, að hún væri undir lögaldri, og ekki nóg með það heldur alveg 4 árum yngri en Jón.

Ég drullaði mér bara út af sjálfsögðu, sagði Jón með glotti. Hvað annað átti ég að gera, hún var 4 árum yngri en ég, mér fannst það nú einum of sko.

Já reyndar, en var hún flott? Spurði Hafsteinn hlæjandi.
Mér var alveg sama um það, en þú veist að ég næ mér alltaf í flottar kellingar.
Konur jón, maður seigir konur ekki kellingar.
Hehehe já það er rétt, konur meinti ég.

Það var kalt í veðri þegar Jón og Hafsteinn löbbuðu í gegnum skógin í elliðadalnum. Sól en samt ísjökul kalt. En þeir létu það ekkert á sig fá, löbbuðu bara rösklega og töluðu ofan í hvorn annan.
Það var sunnudagur, 14 janúar. Og það var nú gaman að seiga frá því að Hafsteinn átti 18 ára afmæli á þessum degi.

Hvað er þetta? Heyrðist í Jóni allt í einu, og sást greinilega að honum var brugðið.
Hvað, hvað sérðu eiginlega?
Sérðu þetta ekki? Það liggur þarna í grasinu. Ekki er það, nei það getur ekki verið? Sagði jón og byrjaði að hlaupa að því sem hann sá.
Hafstein leit á jón og horfði í kringum sig til að reyna að fatta hvað Jón sá, en ekki sá hann neitt.
Jón nam staðar, og Hafstein hljóp til hans, og sá hann þá hvað Jón hafði séð.

Hafstein kjökraði yfir því sem hann sá. Það sem lá í grasinu var (sem þeim sýndist) lík að ungum manni. Jón labbaði að því sem þeir töldu vera lík, og snéri því við og uppljóstraði um leið því að þetta væri raunverulegt lík. Strákurinn var á þeirra aldri.

Hringdu á lögregluna öskraði Jón.
Hafsteinn tók upp síman sinn og hringdi í lögregluna.

–Neyðarlínan góðan dag.
–Já góðan daginn, hafsteinn heiti ég, heyrðu þú verður að koma strax.
–Hvað meinar þú?
– Það er…

Allt í einu var Hafsteinn alveg rosalega flökurt, hann ældi á jörðina.
Jón reif af honum síman.

 Já það er lík hérna, við stöndum, við fundum það í skóginum.
 Ha, fundið þið það í skóginum. Hvar?
 Það er hér, það er hér í elliðadalnum.
 Standið þar sem þið eruð, við komum eins og skot.
 Já okey.

Konan sem var í símanum skellti á, og strákannir stóðu þarna fölir.
Komdu hlaupum upp á veg, svo þeir sjá okkur. Jón tók í hendinna á hafsteini
Já gerum það sagði hafsteinn og lét Jón leiða sig upp að veg.

Hey stattu hérna á veginum, ég ætla að standa við líkið, sagði Jón við Hafstein. En jón leiddi Hafstein aðalega upp á veg út af því að hann vissi að Hafsteinn mundi ekki þola að horfa upp á líkið mikið lengur.

Jón hljóp niður að göngustígnum sem þeir fundu líkið.
Hann stóð þarna alveg agndofa af skelfingu yfir því sem hann sá núna, eða yfir því sem hann ekki sá, því að líkið var ekki þarna lengur, það var horfið. Hann öskraði eins og hann gat á Hafstein. Hafsteinn kom hlaupandi og var alveg jafn brugðið og Jón. Þeir stóðu þarna í svolitla stund, eða þangað til að þeir heyrðu í lögguvælinu.

Drullum okkur í burtu sagði Jón allt í einu.
Af hverju? Spurði Hafsteinn.
Því að ef að löggan mundi ekki sjá neitt lík mundu þeir halda að við værum bara að hrekkja þá, svo við förum í fangelsi.
Ha, hvað meinar þú?
Æ komdu bara, drullum okkur í burtu.

Á endanum hlýddi Hafsteinn honum, og þeir hlupu í burtu.

Þegar þeir voru komnir svolítið í burtu, voru þeir of þreyttir til að hlaupa svo þeir settust niður á gangstéttar kantinn í götunni sem Magnús vinur þeirra átti heima. Magnús sem þeir ætluðu upprunalega að heimsækja.

Þú sást það? Spurði jón.
Jú ég sá það jón, ég sá líkið, það var þarna, við erum ekki að missa vitið.
En hvernig? Hvernig gat það bara horfið, maðurinn var augljóslega dáinn. Varinnar á honum voru bláhvítar og allt, sagði Hafsteinn frekar gáttaður á þessu öllu saman.
Það er einhver að fuckast í okkur, hreytti Jón út úr sér. Ég veit að það er frekar sjúkt en ég held að einhver sé að plata okkur. Það gæti ekki annað verið. Það er ekki eins og lík getur bara horfið allt í einu.

Strákannir sátu þarna í rúman klukkutíma, þangað til að Jón stóð allt í einu upp.
Eigum við ekki að heimsækja Magga? Reyna að dreifa hugann aðeins?
Jú gerum það. Hafsteinn stóð upp og þeir gengu upp að húsinu sem Maggi bjó.

Þeir dingluðu á bjölluna, á þessu frekar stóra einbýlis húsi sem hann Magnús átti heima í ásamt bróðir sínum, systir, mömmu og pabba.
Bróðir hans kom til dyra í þetta skiptið frekar úrillur á svip, horfði á þá í smá stund og skellti svo hurðinni. Jón og Hafsteinn stóðu þarna og heyrðu í bróðir hans Magga öskra á móðir sína. Strákannir löbbuðu bara í burtu, upp götuna sem Magnús átti heima.
Tóku sér stóran hring í kringum elliðadalinn, því ekki vildu þeir að löggan sjái þá labba þarna í kring, svo voru þeir líka frekar hræddir við þennan stað á þessu augnabliki.
Nú voru þeir komnir í kópavoginn, og þarna lágu leiðir þeirra í sitt hvoru leiðina.

Jæja, andvarpaði Jón, við segjum engum frá þessu sem gerðist hér í dag.
Nei alveg rétt, við förum bara heim, horfum á sjónvarpið, förum í bað, og förum síðan bara að sofa. Tökum því bara rólega í kvöld og reinum að dreifa hugann frá þessu skringilega atburð sem gerðist hér í dag, sagði Hafsteinn alvarlega.

Já sjáumst seinna Hafsteinn
Já gerum það.

Hafsteinn laug eiginlega að Jóni, því að þegar hann byrjaði að labba að stað heim til sín, hugsaði hann ekki um neitt annað en það sem gerðist í dag. Hvert fór líkið, tók einhver líkið, eða eins og Jón sagði, er einhver að fuckast í þeim.

Hvað er þetta?
Tveir löggubílar voru lagðir við húsið hans Hafstein, þegar Hafsteinn labbaði að húsinu sínu.
Hjartað á Hafsteini tók allt í einu kipp. Þeir hafa fattað þetta, hugsaði hann. Þeir hafa fattað að hann hringdi í þá, og núna ætla þeir að taka hann fastan fyrir að plata lögregluna.

Hafsteinn stóð þarna í svolítinn tíma, fyrir utan húsið og hugsaði lengi hvort að hann ætti örugglega að fara inn í húsið, eða hvort að hann ætti bara að hlaupa í burtu, hlaupa í burtu frá þessu öllu saman. En svo ákvað hann loksins að taka afleiðingunum og fara bara inn.

Þegar Hafsteinn fór inn biðu hans tveir lögreglumenn. Þeir báðu Hafstein að koma inn í herbergið hans, þeir ætluðu að tala við hann.

Við fundum líkið Hafsteinn.
Hafsteinn horfði á þá meðan hann sat í rúminu sínu.
Hvað meinið þið, funduð þið líkið? Hvar var það? Ég hringdi, ég hringdi og sagði ykkur hvar það væri.
Lögreglumennirnir horfðu á hann alvarlega, eins og hann hafði gert eitthvað að sér.

Þú drapst hann Hafsteinn, þú drapst Magnús.

Hafsteinn fékk kipp í hjartað. Hann horfði á Lögreglumennina, vissi ekki um hvað þeir væru að tala.

Við fundum hann liggjandi á göngustígnum í elliðadalnum.

Ha? Sagði Hafsteinn skelkaður, hvað meinið þið..

En þegar lögreglumennirnir ætluðu að svara, þá var bankað á hurðina, lögreglumennirnir opnuðu hurðina, og þarna stóð hann, þarna stóð strákur, sem fékk Hafstein til að hætta að anda í smá stund, hann var svo hissa á þessu öllu. Vissi ekki hvað var í gangi. Þarna stóð Magnús, fölur.
Þetta er skrítið, sögðu lögreglumennirnir og brostu. Hvað ert þú að gera hér, við héldum að þú værir dáinn.
Nei ég var ekki dáinn, sagði Magnús.. Ég var bara að hvíla mig í elliðadalnum og þið hélduð að ég væri dáinn.
Já það er skrítið sagði einn af lögreglumönnum. Þeir byrjuðu báðir að skelli hlæja, báðir lögreglumennirnir, og svo byrjaði Magnús að hlæja líka.

Hafsteinn horfði þarna á þá alla gáttaður. Svo stóð hann upp en hélt bara áfram að horfa á þessa tvo lögreglumenn og Magnús, allir skelli hlæjandi.

Hvað er í gangi hér, sagði hann loksins. Þetta er algjört kjaftæði hérna. Lögreglumennirnir og Magnús hættu að hlæja og horfðu bara á hann.

Fyrst fann ég og jón lík, en svo var það horfði, og svo sögðu þið að ég hafði drepið Magnús, og núna er hann hér og þið eruð allir saman skellihlæjandi að þessu öllu saman.

Þeir horfðu á hann í smá stund, svo sagði Magnús ‘ ég veit hvað við eigum að gera, við skulum dansa’.

Ha sagði hafsteinn, dansa hvað meinar þú?
En svo byrjuðu lögreglumennirnir að dansa, og Magnús líka.
Og allt í einu var jón kominn þarna, og hann var líka byrjaður að dansa, og ekki nóg með það þá voru foreldrar Hafsteins líka komnir þarna og þau voru líka dansandi.

Hafsteinn stóð þarna í miðju herberginu, og allir sem hann þekti voru byrjuð að dansa í kringum hann…..
Hann horfði bara á gáttaður.

Svo labbaði móðir Hafsteins að honum og sagði við hann, dansaðu Hafsteinn, dansaðu eins og þú hefur aldrei dansað áður..

Hafsteinn horfði á móðir sína, stóð upp og dansaði……