-Hvað ert þú að hugsa um einhverja steindauða konu lengst út í heimi, sagði Beringer með fullan munninn af frönskum gráðaosti.
-Hún var svo hrædd við jarðskjálfta. Allar þessar fréttir um að tugi manna lokist inni í rústum og nærast á eigin úrgang. Hún var skíthrædd við það. Hún bjó á annarri hæð.
Ég var byrjaður að öskra svo þeir heyrðu í mér.
-Svo kom skjálfti þar sem hún bjó á tólftu hæð. Þetta hefur greinilega verið mjög ákveðin kona. Því á einu augnabliki ákvað hún að byggingin myndi hrynja og hún ætlaði sko ekki að festast inni í rústunum og nærast á eigin þvagi. Þess vegna tók hún á rás úr eldhúsinu, ennþá með hrísgrjónin á suðu. Hleypur í gegnum stofuna, að opnum svaladyrunum og kastar sér eins og hástökkvari yfir svalahandriðið.
-Stökk hún fram af tólftu hæð, spurði Beringer áhugasamur.
-Hún stökk og á leiðinni niður á svona fimmtu hæð hefur hún horft upp og séð að byggingin er ekkert á leiðinni að hrynja. Svo brotnaði hún í þúsund mola.
-Þú lýgur, sagði Vilfred og snéri sér undan.
-Nei, sagði ég og var mjög reiður.
-Víst auminginn þinn.
-Nei, svaraði ég ákveðið og hélt utan um skaftið á hnífnum. Ég gæti skutlað honum yfir borðið í andlitið á Vilfred. Hann lá með annan lófann flatann á borðinu og barði fingrunum upp og niður. Í fyrstu heyrði ég ekkert hljóð í þeim en smám saman fóru dynkirnir að heyrast hærra og hærra. Lætin í fólkinu og tónlistin dofnaði og dynkirnir urðu hærri og hærri.
Ég greip í haldfangið á hnífnum til þess að höggva fingur hans af en missti áhugann þegar ung kona með stinn brjóst datt í fangið á mér. Ég ákvað að bjóða henni upp á glas. Þegar ég horfði á hana sötra Grand Mariner blindfull og vaggandi eins og á skipi, gleymdi ég hnífnum í vasanum og hugsaði um lífið.
-Finnst þér ekki lífið yndislegt, spurði ég hana og brosti.
Hún horfði á mig með augun pírð og greip um háslinn á mér.
-Veistu hvað Símon.
-Hvað?
-Það er bara ekkert áfengisbragð af þessu.
.
.
.Endir
.
P.s.
(Þetta var svo löng smásaga að ég varð að hafa hana í fjórum hlutum)