Veturinn gekk í garð og þar með var úti um fleiri fótboltaleiki úti í sólinni. Lára eyddi mörgum dögum í skólanum hugsandi til hversu gaman hefði verið um sumarið. Hún og besta vinkona hennar Gróa höfðu farið með foreldrum Gróu upp í sumarbústað. Þar höfðu þær eytt lunganu af sumrinu, veiðandi, labbandi upp fjöllin sem voru nálægt, svamlandi í pottinum og spilandi fótobolta.
Afgangnum af sumrinu eyddu þær spilandi fótbolta með Haukum en þær höfðu spilað vörn saman frá því þær voru sex ára og voru býsna vel staddar í liðinu.
Vetrarfríið var í nánd og það var eins og því nær sem fríið væri því lengri væri skólinn.
Gróa hafði boðið Láru aftur upp í bústaðinn og þar ætluðu þær að eyða vetrarfríinu.
Fjölskylda Láru var oft fremur pirruð hversu litlum tíma hún eyddi með þeim, en þau skildu að Lára og Gróa voru mestu samlokur sem sést höfðu lengi í Hafnarfirðinum.
Lára fleygði miða í Gróu og heyrði varla höstuga rödd kennarans sem að hafði svo sem engan augastað á þeim stöllunum fyrir.

Lára sneri boltanum og fleygði upp í loftið. Gróa svaf með andlitið klesst upp að bílrúðunni. Líkami Láru var þreyttur en hugurinn ekki. Hún gat ekki beðið eftir að komast upp í bústaðinn. Hún og Gróa ætluðu að gera það sama og þær voru vanar að gera á hverju kvöldi þegar þær gistu saman. Tala þangað til það kæmi morgun og sofa svo til hádegis.
Lára hallaði hausnum upp að kaldri bílrúðunni. Rosalega hlakkaði hún til.

Ískur í hemlum, öskur, hátt brothljóð.

Lára opnaði augun. Glerbrot lágu út um allt. Hún lág á hægri hliðinni, boltinn lág sprunginn við hliðina á henni. Skyndilega stoppaði hjartað í henni. Einhver hreyfði sig við hliðina á henni og svo heyrðist lág sársaukastuna.
Gróa lág þarna. Andlit hennar sem var vanalega rjótt og fullt af lífi var snjóhvítt og svitinn perlaði af því.
Foreldrar Gróu lágu þarna skammt frá, þau voru ekki dáin því Lára sá brjóstkassa þeirra hreyfast ótt og títt.
Henni sveið í hvern einasta líkamspart en hún beit engu á síður á jaxlinn og skreið til Gróu.
“Það var keyrt á okkur,” stamaði Gróa og Lára tók eftir hlut sem að vakti jafnvel meiri óhug en snjóhvítt andlit hennar. Lítill blóðtaumur var niður á höku Gróu og það blæddi úr enn hennar.
“Ég veit en það verður allt í lagi,” sagði Lára, fór úr peysunni og notaði hana til að þurrka enni Gróu.
Einhver sturmaði yfir þeim, greinilega fullur og talaði í síma.
“Mamma og pabbi eru meidd. Það verður einhver að hjálpa þeim,” sagði Gróa og gnísti tönnum.
“Vertu alveg róleg,” sagði Lára þótt að hjarta hennar slægi svo kröftuglega að hún var viss um að það væri á góðri leið með að skoppa upp í háls. “Það kemur hjálp bráðum. Ekki æsa þig, það verður allt í lagi með okkur.”
Satt að segja grunaði Láru hinsvegar ákkúrat hið andstæða.
“Heldurðu að ég fái að sleppa við skólann út af þessu?” sagði Gróa og brosti.
“Já örugglega,” sagði Lára til að leiða huga þeirra beggja að einhverju. “Notum þetta sem afsökun til að sleppa við sund í heila eilífð.”
“Er þér ekki illt?” sagði Gróa og benti á stóran og ljótan marblett sem hafði tekið að myndast á handleggi Láru.
“Nei þetta er allt í lagi, finnur þú ekkert til?” sagði Lára þótt henni liði sjálfri líkt og hún brynni á vítisteinum helvítis.
“Ég finn ekki neitt, ég er bara dofin. Það er reyndar talsvert gott,” sagði Gróa og brosti.
Hjarta Láru stoppaði algjörlega og dó á staðnum.
“Nei Gróa það er ekki gott Gróa horfðu á mig!” sagði Lára höstug og greip um andlit Gróu og lét hana mæta augum sínum.
En það var ekki til neins. Gróa starði út í bláin með stjörnur í augunum.
“Allt svo bjart. Lára ég held að mig sé bara að dreyma. Svo vakna ég við að vekjaraklukkan hringir og fer í skólan. Og þetta gerðist aldrei,” sagði Gróa og Lára gat fundið að andardráttur hennar styttist í sífellu.
“Nei Gróa skiluru ekki þú ert að deyja! Horfðu á mig! Þú getur ekki dáiiiið!” harka Láru var á bak og brott og hún byrjaði að gráta.
“Ekki hafa áhyggjur af mér Lára, þú verður að halda áfram. Bara ekki hafa neinar áhyggjur af mér.”

Nokkrum mínútum seinna kom lögreglan á staðinn. Þeir fundu eitt drykkjudautt ungmenni, tvo fullorðna, karl og konu sem voru ekki með meðvitund og tvær stúlkur. Ein var úrskurðuð látin en hin sat með vinkonu sína í fanginu skjálfandi af ekka.

Lára var mállaus í fjóra daga eftir dauða Gróu. Þegar fólk kom inn til hennar þá þóttist hún vanalega vera sofandi eða sneri andlitinu í vegginn.
Hún fór í skólann tveimur vikum seinna en þeim hafði hún þurft að eyða á sjúkrahúsinu því hún fékk heilahristing og handleggsbrotnaði í bílslysinu. Hún fékk að heyra hvernig þetta gerðist seinna. Drukkinn maður keyrði á þau og þau þeyttust út af veginum og bíllinn valt. Maðurinn keyrði á bílinn þar sem að Gróa sat en það var ástæðan fyrir því að hún lést, miklar innvortis blæðingar og talsvert höfuðhögg.
Minningarathöfn var haldin í skólanum og fullt af krökkum grétu, meira að segja þau litlu sem vissu varla hver Gróa var.
Skólastjórinn talaði heil ósköð um hversu gáfuð og indæl stelpa hafði verið. Þessi gamli feiti karl! Hvað vissi hann? Hann sem var vanur að kalla þær tvær ábyrgðarlausa vandræðagemlinga.
Krakkarnir spurðu næstum ekkert en einn heimskur bekkjarbróðir hennar spurði daginn sem hún kom: “Er það satt að þú sást Gróu deyja?”
Lára ætlaði ekki að brjálast, hún gat bara ekki þolað þetta lengur.
“JÁ ÉG HORFÐI Á HANA DREPAST ÓKEI! HELDURU AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ GAMAN EÐA?”
Strákurinn hrökklaðist til baka og restin af krökkunum lét eins og hún væri ósýnileg eða þá horfði á hana eins og dýr í sirkus.
VARÚÐ BRJÁLAÐA STELPAN SEM HORFÐI Á VINKONU SÍNA DEYJA. Láru leið stöðugt líkt og það væri brennimerkt á ennið á sér.
Kistulagningin var ekki fjölmenn. Gróa átti engin systkini og fremur fáa ættingja.
Þarna lág hún, perluhvít með augun lokuð. Það átti að brenna hana.
Gróa hafði verið vön að tala um hversu ógeðslegt henni þætti að vera grafin og að hún vildi ekki vera étin af einhverjum ógeðslegum ormum.
Láru fannst Gróa ekki eiga heima þarna, liggjandi svona hvít og líflaus í kistu í sparifötunum sínum með fullt af grátandi fólki í kringum sig.
Hún átti heima á fótboltavellinum á heitum sumardegi í stuttbuxum og stuttermabol, full að lífi með hlátur og fíflagang og Láru nokkrum metrum frá tilbúna að taka við sendingu.
Jarðarförin var fjölmenn og erfisdrykkjan var haldin heima hjá Gróu. Lára læddist inn í herbergið hennar Gróu, hún var þreytt á því að sjá fólk sem þekkti Gróu varla segjandi hversu góð stelpa hún hafi verið.
Þarna var það, ákkúrat eins og Gróa hafði skilið við það seinast. Skólataskan hékk á stólnum og teikningar voru í hrúgu blandaðar saman við nokkrar myndasögur á skrifborðinu.
Warhammer-karlarnir hennar voru snyrtilega upp raðaðir í gluggakistunni (Gróa og Lára höfðu oft verið uppnefndir nördar).
Fótboltabúningurinn hennar var hengdur upp á vegg og fótboltaskórnir voru í efstu hillunni ásamt hinum ýmsu verðlaunum fyrir fótbolta.
Bækur og geisladiskar lágu í óreiðu í hinum hillunum ásamt geislaspilara, nokkrum pennum, blýöntum, strokleðrum og blöðum.
Lára lagðist í rúmið og grét.
Allt herbergið öskraði bókstaflega á hana:
GRÓA PÉTURSDÓTTIR!
Það voru svo venjulegir hlutir þarna en engu að síður voru þeir svo Gróulegir.
En Gróa var farin og hún átti aldrei eftir að koma aftur.

Næstu mánuðir voru erfiðir. Lára bjóst í sífellu við því að Gróa myndi hringja í hana einn daginn. Í hvert skipti sem að síminn hringdi hjá henni reif hún hann upp og bjóst við að heyra hlátursmilda rödd Gróu.
Í hvert skipti sem að dyrnar á skólastofunni opnuðust bjóst hún við því að það væri Gróa, afsakandi hversu seint hún kæmi.
Í hvert skipti sem hún kom í skólann bjóst við því að Gróa sæti þarna á borðinu lengst frá henni (kennarinn var vanur að flytja þær í sitthvorann part stofunnar út af því hversu mikið þær töluðu).
Sumarið kom og þjálfarinn flutti Láru úr A liði niður í B.
Það hafði komið ný stelpa í stað Gróu og henni og Láru var ekki að takast að vinna saman.
Hugsunarháttur Láru og Gróu var vanalega samstilltur í fótboltanum. Þær þurftu ekki að kalla fram og til baka, þær þekktu hvernig hin spilaði og vissu hvar og hvenær þær fengju sendingar.
Lára hafði sleppt því að fermast. Hún trúði ekki lengur á guð. Og ef hann var til þá var hann ljótur og heimskur kalkaður karl. Enginn annar myndi gera svona lagað. Að taka skemmtilega stelpu í blóma lífsins frá þeim hún elskaði.
Hún ætlaði að heimsækja kirkjugarðinn í dag en var ekki ennþá búin að safna nógu miklum kjarki til þess.
Hún stóð þarna í einu portinu í skólanum og sparkaði boltanum hugsunarlaust í vegg.
Skyndilega sprakk hann.
“Helvítis tuðra,” tautaði Lára og hljóp heim til að finna aðra.
Skyndilega fann hún svolítið sem hún bjóst ekki við að finna.
Gamla boltann hennar Gróu sem hún hafði lánað henni þegar hún týndi sínum eigin í fyrrasumar. Og svitabandið sem hún hafði einnig lánað henni á Esso-mótinu. Gróa hafði munað hversu mikið Lára hataði að keppa með svitann lekandi niður ennið og hafði því tekið tvö með.
Lára faðmaði hlutina fast að sér. Partur af Gróu.

Kirkjugarðurinn var friðsæll og leiði Gróu var fallegt. Gróa hafði alla tíð haft andstyggð á því að blómum væri kippt upp til að gefa og því var ekkert svoleiðis nálægt gröfinni hennar. Við krukkunu var beð af dásamlegum túlípönum sem að Gróa hafði alla tíð elskað og lítið kerti var þarna líka.
“Hérna,” sagði Lára og lagði boltann og svitabandið við hliðina á krukkunni. “Ég veit að fólkið þarna uppi getur örugglega útvegað þér stuttbuxur og stuttermabol en þú getur ekki verið án svitabandsins og lukkuboltans þíns, það er ég viss um.”
Lára stóð upp. Hana langaði að segja einhvað fleira.
“Ég er viss um að það er ástæða fyrir því að þú fórst. Guð vantaði nýjan engil. Bíddu bara þangað til að ég kem þangað upp. Þá munum við bursta alla hina englana.”
Lára labbaði í burtu. Henni fannst líkt og eitt skýið á bláum himninum myndaði andlit Gróu.
Lára hoppaði yfir grindverkið og tók nokkra kollnísa í grænu, nýslegnu grasinu.
Henni hafði ekki liðið svona lengi.
Hún var sátt.