,,Hver ertu?” ávarpar bláókunnugur drengur mig þegar ég er á minni vanaföstu leið að pósthúsinu í morgunsárið.
,,Ég hef séð þig ganga hérna framhjá á svipuðum tíma í rúmt ár, alltaf einn í sömu ullarpeysunni, með þessa snjáðu tösku og í gúmmítúttum.”
Ég lít á hann með óræðum svip þar sem hann hallar sér kæruleysilega að húsveggnum og starir óhugnalega á mig.
,,Ég er margt” ansa ég svona til að segja eitthvað.
,,Hvað heitir þú?”
,,Ég heiti Móri, ég verð að halda áfram, annars verð ég seinn” segi ég og strunsa í burtu, lít ekki einu sinni til baka þegar hann kallar á eftir mér…
Næturnar líða hjá, hausinn á mér er stúttfullur af hugmyndum, enda fullt tungl og þar með margir vættir sem veita mér innblástur, ég verð bráðum komin með nóg efni í bókina.
Ég rumska, við það að sólin stingst í augun á mér, það hefur eitthver vogað sér að draga frá gardínurnar, ég sem var rétt að festa svefn.
,,Þú” rymur í mér þar sem ég sé móta fyrir drengnum í dyragættinni.
,,Hvernig dettur þér í hug að sofa á besta tíma dagsins?” glymur í skrattakollinum.
,,Hefuru heyrt talað um náttfara?” ,,Þeir vaka á nóttunni og sofa á daginn, það geri ég líka og líkar það einkar vel” ,,Nú þætti mér ósköp vænt um ef þú myndir láta þig hverfa og leyfa mér að njóta míns réttláta svefns í friði” hreytti ég í hann og sný mér á hina hliðina.
Þegar ég loksins vakna, í seinni kantinum, situr hann steinsofandi í stólnum óskaplega friðlátum svefni, ég tippla á tánum yfir í eldhúskrókinn og útbý morgunmat. Lyktin berst um allan kofann og þá loks rumskar hann, líklegast glorhungraður.
Góðan daginn, ávarpa ég hann þar sem hann lítur í kringum sig ruglaður.
,,Hvar geymir þú tölvuna þína?”
,,Tölvu?”
,,Ekki segja mér að þú vitir ekki hvað tölva sé”
,,Jú ég veit hvað tölva er, en afhverju ætti ég að eiga tölvu, ekki á ég síma”
,,Ég tók mér það bessaleyfi að skoða kofan á meðan þú varst sofnandi, snotur ljóðabók, hún snerti mann svo djúpt að eina stundina var ég hlæjandi og þá næstu vælandi, eftir hvern er hún?”
,,Mig” segi ég og finn roðan færast uppí kinnarnar.
,,Mér finnst eitthvað svo dimmt hérna, get ég ekki kveikt ljósið?”
,,Ég skal kveikja á kertum, Kári sýnir það í verki að hann sé kominn”
,,Kári?”
,,Veturinn, ég sit svo oft á tali við hann að ég ákvað að gefa honum þetta nafn, fer honum líka einkar vel”
,,Talandi um nöfn, hvernig datt foreldrum þínum í hug að skíra þig Móra?”
,,Ég er ekki skírður, svo datt þeim ekkert í hug, ég nefndi mig sjálfur.”
Um tíma var ég ekki viss um hvort grey drengurinn fengi hjartstopp eða blóðtappa, tungan lak niður á bringu, augun stóðu út og andlitið kríthvítnaði.
,,Hvurslags foreldrahneiksli átt þú?”
,,Þau eru ágæt, eiga 10 börn svo mér finnst miklu þægilegra að vera minn eigin herra og hafa pláss útaf fyrir mig, ég sé þau sjaldan en eyði hjá þeim jólum og páskum.
,,Hvernig lifir þú af, ertu ekki svipað gamall og ég, í skóla og svona”
,,Ég byrjaði aldrei í framhaldskóla, ég ber út póstinn rétt fyrir svefninn, er með kartöflu- og grænmetisgarð fyrir utan og á nokkrar ær og kýr, veiði fisk af og til.
Mér líður vel og hef alveg nóg til brúks, og nógan tíma til að lifa, hugsa og semja.”
,,Afhverju valdiru að nota nóttina til að vera til?”
,,Nóttin er að mörgu leiti mun hentugri til að lifa, það er allt miklu rólegra, loftið mun tærar og ferskara og allt svo miklu hreinna og betra, svo fær maður miklu oftar innblástur á nóttinni heldur en á daginn.”
Tíminn hefur aldrei liðið eins fljótt og þessa nótt, ég hafði verið búin að gleyma hversu upplífgandi og hresst það er að hafa jafnaldra til að spjalla við, um allt og ekkert, við erum orðnir mjög nánir þennan mánuð sem við erum búnir að þekkjast og eigum meira sameiginlegt en margur myndi halda.
Ljóðabókin er næstum búin og ég hef fengið útgefendur, skruddan sem ég hef nú fyllt er hjá fyrirtækinu sem sér um þetta og að minni ósk verður hún fjölfölduð nákvæmlega eins og hún er.
Ég er sáttur.
Kveðja Valkyrjan
Helvíti er ekki staður heldur hugarástand.