Ég finn að ég er að veslast upp, ég er máttlaus að innan, máttlaus andlega. Ég finn hvernig uppgjöfin streymir um líkama minn. Þessi uppgjöf sem að byrjar í huga fólks, dreifir sér svo um allt eins og krabbamein, því að henni fylgir líkamlegur sársauki einnig.
Líkami minn er uppgefinn og eftir situr þessi tómleiki sem að gerir mig svo einmana. Þessi einmanaleiki sem að útskúfar mig frá öðrum og gerir mann svo utanvelta því að ég get ekki útskýrt hvernig mér líður. Þar af leiðandi getur enginn skilið mig.
Aðrir útiloka mig því að þeir komast ekki að mér og ég útiloka aðra með því að hleypa þeim ekki að mér.
Ég er ein, alein þótt að í kringum mig sitji allskonar fólk, gott fólk, skemmtilegt fólk. Ég er þessi skrítna. Þessi skrítna sem að lifir í sínum eiginn heimi. Aðhlátursefni margra, aðhlátursefni þitt.
En það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að þetta er allt mér að kenna. Allt mér að kenna fyrir að hleypa þér ekki að mér, ég treysti þér svo vel. Hjá þér var ég örugg. En nú ertu farinn og ég horfi á eftir þér labba út í rigninguna.
Ég er aleinni en nokkru sinni fyrr.