Þegar ég sleit mig í gegnum mannfjöldan, sá illgjörnu andlitin á fólkinu og varð alveg viti mínu fjær, það vissi ekkert í hvernig ástandi ég var í, hvernig voguðu þau þá að ýta við mér og hrinda? Afhverju litu þau einu sinni á mig og litu svo aftur snöggt í burtu, sögðu síðan “hvurn andskotinn, dópisti?!?!” Geta þau dæmt mig útaf því ég er ekki með ljóst hár, heiðblá augu og bleikan varalit?… Þarf ég að vera svoleiðis útlítandi til þess að vera dópisti?
Uppskrift a fullkomnari manneskju
Stofnar til góðgerða stofnanna
Er vinsæl
Lítur niður á folk sem skemmtir sér öðruvísi en hún, eins og allir aðrir
Gengur í flottustu og dýrustu fötunum
Á ríka foreldra
Allir “elska” hana
Hún á kærasta sem er sá sætasti í skólanum, en heldur framhjá honum, stundum og þegar hann kemst að því og skilur við hana, segja allir hvað kærasti hennar var vondur við hana!
Vill heimurinn að við séum ein Barbie dúkka? Of mjóar til þess að geta eignast born og brosum við öll tækifæri okkar colgate brosi?.. Ég skil þetta ekki, enn svona vill heimurinn hafa mig, ekki bara mig, fólk eins og mig.. Fólk sem er með nærrum því svart hár kanski, sumt með eye liner alveg niður að bringu, sumir gothic og aðrir sem lýta á lífið eins og það eigi eftir að detta ofan á mann, folk sem heldur að heimurinn sé á móti sér bara útaf því það hefur tilfinnangar, þunglynt folk.. Og svo ég!
Ég er mjög dökkhærð, á vini, ekki vinkonur, strákar geta sagt mér all tog ég get líka farið í sleik við einn þeirra og farið síðan að tala um .. Sjónvarp strax á eftir. Þetta er eðlilegt ég er vinur þeirra, alveg sæt stelpa, en stelpur þola mig ekki, ég er þessi sem gæti kanski stokkið uppá framhjáhöldin þeirra að kærasta þeirra og kysst þá.. Ég hlusta ekki á píkupopp, þoli ekki rapp og klæðist ekki bleiku! Ég er eins og vampíra, ég elska nóttina, allt sem er bjart og glaðlegt lætur mig frá hroll, ekki misskilja mig, ég skemmti mér, bara ekki á gelgjulegan hátt, ég drekk en ég reyki ekki, ólíkt mínum vinum, en hvað með það? Ég vil ekki deyja 40!
Þessi dagur var búinn að vera erfiður, ekki bara dagurinn heldur nóttin líka, það er erfitt að vera misnotuð, það reynir svo rosalega á líkamanann, ég er hrædd, og ég græt þegar e´g er komin heim, inní horni, ef ég segji vinum mínum, þá munu þeir eflaust drepa manneskjuna, en ætli mér líði ekki betur ef ég kemst hjá því að fara í fangelsi?
Ég er ekki fullkomin!