Þetta byrjaði allt á engu og endaði á engu. Hvernig gat heimurinn orðið til ef ekkert var til og hvernig getur eitthvað orðið til úr engu? Sigurður var búinn að velta sér upp úr þessari spurningu allan daginn og var byrjaður að halda að hann væri með vetrarþunglyndi eftir alla þessa íhugsun. Eina niðurstaðan sem hann fékk að það hlaut að vera einhver kveikir, einhver orsök og afleiðing, en yfirleitt er einhver valdur af orsök, ekki rétt? Hlutir gerast ekki bara að sjálfu sér nema einhver byrjun hafi skapað hringrás, hringrás lífsins. Sigurður vissi ekki hvort hann ætti að vera glaður eða leiður yfir þessari uppgötvun sinni sem var ekki einu sinni uppgötvun eftir allt saman, bara eitthvað sem hver annar Jón gæti fundið upp á, meira að segja meðaljón.

Sigurður hætti að velta sér upp úr þessu og byrjaði að íhuga prófið á morgun, þetta var mikið próf og þetta próf mundi sjá til þess að hann gæti aflað sér meiri menntunar í lífinu, prófið um hvort hann mundi ná eða ekki. Það skipti ekki máli hvort aðrir mundu ná eða ekki, það var bara Sigurður sem þurfti að ná, bara hann. En það var einn galli, gallinn við Sigurð, það var eins og þegar Sigurður var skapaður í himnaríki að hann hefði getað valið hvað hann yrði góður í, svo Sigurður valdi auðvitað að verða eins góður í öllu eins og hægt er. En hlutu þá ekki einhverjir gallar að koma á móti, hafði hann ekki kynnt sér það?

Hingað til hafði Sigurður ekki haft vitundar þroska til að uppgötva þennan galla sinn, ef hann var þá nokkur. En það sem Sigurður hélt um sjálfan sig var rétt að því leiti að hann hélt það og staðreyndin var sú að Sigurður, hvað sem hann gerði, hann lenti alltaf í öðru sæti. Eins og flestir vita er annað sæti enginn sigur, annað sæti er bara tap, góð leið til að tapa. Þegar Sigurður pældi í þessu var hann búinn að fara svona gegnum allt lífið, það var alltaf einhver einn sem var betri en hann, og ef hann lenti í fyrsta sæti þá var hann ekki einn í fyrsta sæti heldur deildi hann því með einhverjum öðrum. Sigurður hugsaði meira og meira um þessa kenningu sína og var orðinn sannfærður um að þetta hlyti að vera satt! Allt í einu var klukkan orðin átta og prófið var á morgun, það skipti ekki máli, hann var búinn að læra hvort eð er, enda fyrirbyggjandi að vera búinn að læra. Samt ákvað hann að læra aðeins meira fyrir prófið núna. Hann las yfir textann og sá að hann kunni þetta allt.

Næsta dag mætti hann í prófið, hann gat svarað öllum spurningunum, hann gat svarað öllu rétt og eftir prófið fanns honum hann hafa fengið 10. Eftir viku af eftirvæntingu fékk hann úr prófinu, hann leit á blaðið, hann fékk 9,9, hann fylltist smá örvæntingu og reyndi að finna villuna, hann hafði gleymt að nefna eitt atriði og síðan var einn strákur sem var hærri en hann. Allir klöppuðu fyrir stráknum sem var hærri en hann og þetta úrskurðaði það sem Sigurður hafði óttast, hinn strákurinn fengi styrk í virðulegum háskóla í útlöndum og gæti þess vegna ekki þurft að hafa áhyggjur af peningum það sem eftir væri lífsins.

-Þankar-

Sigurður var í rúst allan daginn, hann var ekki ánægður með að hafa fengið 9,9 þó að flestir hefðu verið ánægðir með það, smátt og smátt varð Sigurður vesælli og vesælli og kennarinn í skólanum hafði áhyggjur af því að hann væri að verslast upp. Einn daginn eftir enn eitt prófið trúði Sigurður ekki á sjálfan sig, eftir prófið fannst hann honum hafa gengið svo illa því þetta var erfiðasta próf sem sett hafði verið í skólanum. Sigurður var svo niðurdreginn og þreyttur, hann fann ekki aðra lausn, fyrst hann mundi alltaf tapa af hverju þá ekki að ljúka þessu af, þetta tók fljótt af, Sigurður fannst í snörunni morguninn eftir og var grafinn nokkru síðar, enginn vissi orsök þess að hann hefði gert sér þetta.

Það seinasta sem foreldrar Sigurð fengu að vita um son sinn var að um daginn var haldið erfiðasta próf sem skólinn hefur haldið… og Sigurður var sá eini sem fékk 10.