Ég hef sent þessa smásögu áður hér á huga, en ég er búinn að setja hana í öðruvísi búning, búinn að breyta henni.. Gaman að segja frá því að ég vann smásögukeppni innan mk (menntaskóla kópavogs) með þessari ágætu sögu..
Ég finn hlýja goluna leika við hárið á mér þegar ég stend hér, ég stend og horfi á flugvélina. Ég hugsa með mér hvort ég ætti að gera þetta, er ég ruglaður, að stökkva út úr flugvél, í nokkur þúsund feta hæð. Ég er örugglega ekki alveg skír í kollinum.
Ég glotti, horfi niður á fallhlífina mína, eða bakpokann sem ég er búinn að troða fallhlífinni ofan í svo rosalega skipulega. Ég sé hina kallana sem ætla að stökkva með mér, þeir eru að spjalla saman um daginn og vegin.
Þetta er fyrsta stökkið mitt, fyrsta stökkið sem ég fer algjörlega á eigin vegu, engin til að hjálpa mér, ef eitthvað fer úrskeiðis.
‘´Jæja´´ segir eldri maður, sem er í alveg fáránlegum galla, gömlum og sundur tættum.
Hann var að segja okkur að nú væri komin tími til að fara í flugvélina.
Ég fann hvernig hjartað á mér stoppaði, ég var orðin meira en stressaður, ég var orðin hræddur.
Ég fer inn í þessa flugvél, þar sem við sitjum allir þétt að hvor öðrum. Ég sé að mennirnir sem fara með mér voru en þá að spjalla saman. Ég settist niður og fór að hugsa hvort að þeir séu eitthvað stressaðir, svona rosalega stressaðir eins og ég er nú.
Nei það getur ekki verið, þeir hafa stokkið svo oft. Það getur ekki verið að þeir séu stressaðir fyrir hvert stökk. Það er einn maður sem er búinn að stökkva oftar en þúsund sinnum. Það getur ekki verið að hann sé stressaður núna, hann er örugglega bara að spá í hvað hann ætti að elda í matinn í kvöld.
En áður en ég vissi af vorum við komnir á loft, og flugvélin hátt frá jörðu.
Ég fann hjartað hamast, ég var rosalega sveittur í lófanum, og ég skalf rosalega.
Ég held að ég hef aldrei verið svona stressaður á æfi minni.
Og núna var komið að því, hurðin opnaðist á flugvélinni, og við stóðum upp. Ég fann hvernig þetta nálgaðist. Ég gerði mér grein fyrir að nú gat ég ekki hægt við.Hjartað hamaðist og hendurnar á mér skulfu. Það var alveg að koma að mér. Þrír á undan mér, svo tveir, svo einn, og núna er komið að mér.
Ég stóð þarna og horfði niður, þetta var rosalegt.
En svo læt ég bara vaða, ég stekk út og finn hvernig ég svíf, ég fæ rosalegan fiðring í magann, andlitið á mér klessist við loftið og ég finn adrenalínið svoleiðis flæða um líkaman. Þetta er gaman, svo rosalega gaman. Allur stress er farið.
En svo ætla ég að toga í spottann sem virkar þannig að fallhlífin opnast og maður svífur til jarðar. En þegar ég toga í spottann þá kemur engin fallhlíf út. Nú er ég virkilega hræddur, ég reyni að toga í spottann sem hleypur varafallhlífinni út en hún kemur ekki heldur út. Ég reyni hvað sem er en ekkert gerist.
Nú er ég hæddur, alveg rosalega hæddur, ég horfi á hina í kringum mig og sé að ég er komin allt of langt frá þeim, svo þeir geta ekki hjálpað mér. Ég er einn, aleinn.
Ég fer að hugsa af hverju ég gerði þetta, af hverju valdi ég svona hættulega íþrótt.
Ég meina, ég fjölskildu, konu og litla stelpu. Fallega stelpan mín, hún á eftir að alast upp án pabba síns. Ég bara trúi því ekki hversu sjálfs elskur ég er.
Ég man að kona mín hún Guðrún hafði sagt mér að gera þetta ekki, að þessi íþrótt væri hættulega og ég gætti meiðst. En ég bullaði eitthvað um að það hefur næstum enginn dáið í þessari íþrótt, og að það hafa fleiri dáið af völdum handbolta en fallhlífa stökks. Sem er einfaldlega rugl, fallhlífa stökk er hættuleg íþrótt, og ef ég lifi þetta af þá ætla ég aldrei að stunda svona íþrótt aftur. Ég vill bara vera með fjölskildu minni, og vera í þessari frábæru vinnu sem ég er í.og lifa bara einföldu lífi.
En núna er ég hér, er að nálgast jörðina, og það er ekkert sem ég get gert, það er ekki eins og ég get spólað til baka og setið við matarborðið og sagt konunni minn hvernig dagurinn minn var. Ég loka augunum og reyni að róa mig niður, ég verð bara að sætta mig við það að líf mitt á eftir að vera styttra en ég ætlaði mér, og ég get ekki kennt neinum um nema mér. Ég er svo heimskur svo rosalega heimskur.
Það er svo margt ljótt sem ég hef gert í lífinu, og ég hef ekkert farið í guðshús og beðið um fyrirgefningu. Ég man eitt laugardags kvöldið þegar konan mín var í útlöndum. Reyndar vorum við ekki gift þá en það skiptir engu máli.
Ég fór út með félaga mínum í bæinn. Og ég drakk svolítið mikið, þá hitti ég þessa konu, þessa ungu og fögru konu. Ég byrja að tala við hana og það næsta sem ég man eftir var að við vorum bara byrjuð að hamast á hvor öðrum á klósettinu á þessum subbulega bar.
Þetta var svo ljótt, svo svakalega ljót, ég skil ekki í mér hvað ég var að gera. Ég hélt framhjá konunni minni, og var svo huglaus að seiga henni aldrei frá þessu.
Jæja nú er komið að þessu, ég er svona hundrað metra frá jörðinni og nú veit ég að það er ekki nema svona 20 sek eftir af lífinu mínu. Ég bið til guðs. Bið hann að fyrirgefa mér og öllu því hræðilega sem ég hef gert. Ég vona bara að hann sé að hlusta því að þetta er svona bæn sem kemur beint frá hjartanu.
Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja, ég endur tek þetta þangað til að ég er alveg að koma að jörðinni. Ég loka augunum og finn hvernig hörð jörðin tekur svona rosalega harkalega á móti mér.