þetta er fyrsta sagan mín.


Að skoða íbúðir er hrikalega leiðinlegt. En ef ég ætla einhvern tímann að vera frjáls þarf ég íbúð. Mig dreymir um að búa ein og ekkert vesen.
ég fer að skoða eina eftir skóla. Vá hvað mig hlakkar til. Hún er í kjallara á einbýli Og er með sérgirt fyrir gluggana svo kettir komist ekki inn því það er víst rosalega mikið af kisum þarna.
Já ég held að það sé best að ég kynni mig ég heiti Alda og ég er 18 ára Reykjavíkurmær. Ég bý eins og er ennþá hjá mömmu og pabba því er nú ver og miður. Ég er yngst og ég á 4 eldri systkini og við búum öll saman heima hjá mömmu og pabba Lilja, Arna, Aron og Garðar. Og svo auðvitað kærusturnar og kærastarnir þeirra. Já ég er sú eina á lausu eins og er.
Já og allur þessi skari býr hér eða ellefu mans. Er virkilega skrýtið að ég vilji burt. Vera frjáls geta farið á klósettið þegar ég vil ekki þurfa að bíða meðan allir eru í röð og einhver í baði.
Jæja þá er komið að því ég á að skoða íbúðina eftir 20 mínútur.
Stressið hellist yfir mig þegar ég skokka upp tröppurnar til að hringja dyrabjöllunni. Dyrnar opnast og á móti mér stendur eldri maður. Get ég hjálpað þér vinan. Já ég heiti Alda og er hér út af íbúðinni. Já komdu með mér og þar fór ég á eftir honum niður tröppurnar og inn um kjallarahurðina. Þetta var ágæt íbúð. Fín stofa smá eldhús og ágætt herbergi og þvottaaðstaða inn á baði og meira segja baðker. Þetta var frelsið mitt. Já ég fann það að þetta væri einkvað fyrir mig.
En auðvitað þá kom sjokkið. Leigan er 50 þúsund á mánuði með hita og rafmagni. Þá var draumurinn búinn. Ég er enn í skóla og vinn með en er ekki með nema mesta lagi 80 þús út. Og ef 50 fara í leigu og þá á ég 30 þús eftir fyrir fötum skóm klippingu og smá mat. Ég gæti ekki einu sinni djammið. Hvernig fer fólk að þessu. Í strætó á leiðinni heim pæli ég í því hvernig þetta sé hægt og fæ snilldarhugmynd ég hætti í skóla og fer að vinna fulla vinnu þá hlýt ég að fá einhvern pening. Þarna er heimilið mitt hvernig á ég að segja mömmu að ég sé að flytja. Ég labba inn um dyrnar gjörsamlega að farast úr stressi. Mamma mamma ertu heima. Mamma.
Alda er allt í lagi. Já mamma ég ætla að flytja að heiman. Og hvernig ætlarðu að fara að því. Sko ég hætti í skólanum og fæ mér fulla vinnu þá hef ég efni á að leigja og gera allt sem því fylgir. Og við hvað ætlarðu að vinna elskan mín. Ég veit það ekki rækju eða einhverju.
Alda mín er virkilega svona slæmt að búa hérna? Afhverju klárarðu ekki skólann og býrð heima frítt og getur safnað smápening og haft það gott þegar þú útskrifast. Mamma ég er 18 ára gömul og ég ræð mér sjálf. Ég ætla að finna íbúð svo er ég farin. Ég hringdi í manninn sem sýndi mér íbúðina fyrr um daginn og fékk íbúðina jibbý ég er komin með íbúð. og þar sem að dótið flytur sig ekki sjálft þá þarf ég víst að pakka. Alda er það satt að þú sért að flytja. já Aron ég er að verða frjáls. Og gerum smá díl þú færð lánað sjónvarpið mitt ef ég fæ að koma á sunnudögum og horfa á formúluna í friði. Og ég skal tékka hvort að ég geti ekki flutt rúmið þitt og stóru hlutina fyrir þig. í staðin hvernig líst þér á það Alda. Takk Aron það yrði æðislegt. Og þá byrjaði ég almennilega að pakka. Vá Einar kærastinn hennar Lilju systir var að labba á boxerunum á klósettið vá hvað hann er flottur allur ljósabrúnn með dökkt hár og brún augu vá hvað hann er vel vaxin. En verst hann er kallinn hennar Lilju. Alda komdu vá hvað mamma öskrar hátt. Alda mín ég er búin að tala við pabba þinn hann mun keyra þig yfir á nýa staðin með dótið þitt og Aron kemur með stóru hlutina á kerrunni. Vá þetta var virkilega að gerast Ég er að flytja. Alda síminn til þín Mamma hver er það? ég held að það sé Tara. Hæ Tara veistu ég er að flytja já og það verður partý á föstudaginn. það er mánudagur í dag og ég ætla að halda partý á föstudaginn geggjað Vá hvað ég ætla að skemmta mér. Nú var pabbi búinn að troða öllu í bílinn og Aron búinn að setja stóru hlutina á kerruna og allt á leiðinni yfir í íbúðina mína. ég kvaddi alla og fór.
Skrítin tilfinning. Eins og hnútur í maganum. Nú var ég ein í þessari íbúð. ég Rölti af stað að kaupa mér að borða. En þegar ég er komin í búðina rennur það upp fyrir mér að ég kann alls ekki að elda ekki einu sinni egg eða kartöflur. Ég versla mér gos og smá nammi og ákveð að panta pítsu þegar ég er komin til baka. Ég fæ pitsuna og held áfram að koma öllu fyrir fatta að ég á ekki sófa eða eldhúsboð þannig ég fékk snilldarhugmynd setti rúmið inn í stofu og notaði það sem sófa og sófaborðið bara sem borð. Virkar allt. Vá hvað ég er þreytt. Á morgun er stór dagur ég þarf að fara og sækja um vinnur. Ég hátta mig og er bara á boxerum og hlýrabol þá er dinglað. Þá hafði mamma sent Einar með mat handa mér. Hæ Einar viltu koma inn. Jibbý hann er heima hjá mér. Hvað er ég að pæla hann hefur hvort eð er engan áhuga á mér hann er með Lilju. Alda já Einar. Er í lagi að ég bíði hér ég á nefnilega von á símtali og systir þín er að vinna.
Já endilega það var góð mynd að byrja í sjónvarpinu.
Hann settist í rúmið mitt sem var “sófi” í augnablikinu en ég lagðist undir sængina í rúminu. Hey þetta er geggjuð mynd Alda er í lagi að ég horfi á hana með þér. Já minnsta mál.
Vá að horfa á hann þennan æðislega mann sitja á rúminu mín og brosa þessu æðislega brosi vá. Alda áttu teppi?
Nei því miður ég er bara með sængina mína. Má ég koma undir sængina þína mér er verulega kalt. Já að sjálfsögðu. Hann lagðist fyrir aftan mig og vá hvað rakspírinn hans var góður. Ég fann andardráttinn hans á hálsinum mínum.
Vá hvað ég varð allt í einu stressuð og fékk þennan rosalega hnút í magann þá hringdi síminn hans Einars. Já þetta var símtalið sem hann beið eftir.
Hann reisti sig aðeins upp en lá samt hálfveginn fyrir aftan mig og talaði í síman svo byrjaði hann að fikta í hárinu á mér. Vá hvað þetta var þægilegt samt varð ég alveg stíf og reyndi eftir fremsta megni að horfa á sjónvarpið.
Svo skellti hann á lagði síman frá sér og lagði sig niður fyrir aftan mig og tók utan um mig vá hvað ég stressaðist upp. Myndin var sirka hálfnuð. Og fallegasti karlmaður í heimi hélt utan um mig. Svo allt í einu fann ég höndina hans hreyfast hún fór ofar og endaði á brjóstinu á mér hann smeygði sig inn undir hlýrabolin og þreifaði fyrir sér svo sneri hann mér við og kyssti mig vá hvað þetta var gott þetta var eins og í draumi. Þarna lá ég í fanginu á Fallegasta karlmanni heims og hann kyssti mig og lét mér finnast að ég væri fallegasta konan á plánetunni. Við kysstumst heillengi og þreifuðum vel á hvort öðru þar til síminn hans hringdi. Hann hoppaði upp til að svara símanum. Þetta var Lilja systir mín. Ég stóð upp og hugsaði hvað hafði ég gert ég hafði kysst og káfað á kærasta systur minnar. Hann hætti í símanum og gekk yfir til mín og kyssti mig aftur vel og lengi og hélt mér verulega vel upp að sér. Og sagði mér að þetta væri bara á milli okkar og spurði hvort hann mætti ekki koma stundum í heimsókn ég jánkaði auðvitað. Hann fór í skóna og sagðist þurfa að fara að sækja Lilju.
Vá ég gat ekki hætt að hugsa um hann. Hann hafði í alvörunni kysst mig. Mig hann kyssti mig. Vá ég svíf á rósrauðu skýi. En hvernig gat hann haft áhuga á mér. ÉG horfi í spegilinn inn á baði eina sem ég sé er ósköp venjuleg skolhærð stelpa. Ég hef séð hann á heimilinu mínu í 4 ár og þráð þetta allan tíman. Mig hefur dreymt hann á næturnar jafnt sem dagdreymt hann. Vá það er gott að vera flutt að heiman. Ég vona að hann heimsæki mig oft. Ég lagðist á koddann minn og sofnaði og dreymdi þennan atburð alla nóttina.