“Hvað þykist hann vita!, varla orðin þurr á bakvið eyrun en samt að reyna ráðskast með mína hagi.”. Það var ekki orðum aukið að segja að Guðmundur gamli væri bálreiður, reyndar svo reiður að hann vissi nú ekki annað eins. Eftir hann fékk seinna slagið og var sendur upp á Kotholtsvitjun var farið með hans eins og hann væri ósjálfbjarga hvítvoðungur.
Reiður yfir þessum heimska sonarsyni sínu settist hann upp í sótthreinsuðu rúminu og leit á hvítan vegg sjukrastofunar. “Af hverju er ég hér án allrar gæfu” hugsaði hann með sjálfum sér og skapið rann af honum. Það var nú ekki eins og lífið hefði varið mjúkum höndum um tilveruna hans Guðmundar Jónssonar Sigurðarsonar. Og hér lá hann , minnisgripur um öldina sem var, sjötugur að aldri , slyppur og snauður af öllu því sem kallast gæti gleði eða tilgangi.
Faðir hans Jón Sigurðson hafði verið sjómaður, glaumgosi sem aldrei lét á sér bilbugi finna fyrr en hann hitti verbúðarskvísuna Hallþóru, þaulvanan kvenmann að öllu sem viðkom lauslæti að sögn. Ekki vildi nú betur til en að upp úr krafsinu gat hún Guðmund. Á öðru ári var honum komið fyrir hjá pabba sínum en hún Hallþóra fluttist til Hollands að freista gæfunar og hefur ekki spurst til hennar síðan. Á fimmta ári dó síðan faðir hans úr kvefi sem hann hafði fengið einn hrímkaldan sjávarmorgun í febrúar.
Afi hans, hann Siggi tók þá við honum og var honum afskaplega góður og ekki vantaði það að hann hafði efni á því, því hann var kaupmaðurinn á Eyrinni og ríkasti maurinn í sýslunni. En Guðmundi virtist ásköðuð ógæfan því tólf ára að aldri brann kaupmannshúsið og uppi stóðu þeir Sigurður og Guðmundur án þess að eiga bót fyrir rassgatið á sér
Siggi kaupmaður á eyrinni hafði áður verið voldugur maður og hafði oftar en ekki verið með puttana ofan í sveitframfærslunni . Þess vegna gat hann ekki virðingar sinnar vegna niðurlægt sig svo með því að fara fram á aðstoð hreppsins. Svo ekki var um annað að ræða en að flytja sig um set. Lentu þeir því á hálfgerðu flakki í hálft annað ár sem endaði síðan í Reykjavík.
Sautján ára gamall fór Guðmundur á vist á sveitarbæ norður í landi sem vinnumaður. Ekki var meira um það að segja nema það að hann og heimasætan á bænum, hún Guðrún , fóru eitthvað að rugla saman reitum sínum og Guðmundi tókst meira að segja að barna hana. Bað hann hennar þá en í óþökk bóndans á bænum sem þvertók fyrir ráðahaginn. Yfirmáta af ást virða þau ekki bóndan viðlits og flýja saman til Reykjavíkur hann þá átján en hún ekki nema sextán.
Lífið í bænum var ekkert sældarlíf heldur strit endalaust til að eiga í sig og á og fyrir leigunni á kjallarahjallinum Á sólskinsdegi í júní eignast þau Guðrún síðan þennan gullfallega drenghnokka sem var svo sannarlega sumarbarn enda skírður seinna sumarliði og bar það nafn með rentu.
Árin líða eitt af öðru og alltaf reynir Guðmundur að nurla einhverjum aurum saman í von um eitthvert betra líf seinna. Sumarliði varð tólf ára og allt leit út fyrir að fleiri yrðu börnin ekki , kemur Guðmundur heim með þær gleðifréttir að hann ætti nú nóg af peníngi til að geta byrjað að byggja hús.
Valdi hann sér fallega lóð í vesturhluta Reykjavíkur og byrjaði að byggja tvílyft steinsteypu hús. Eitthvað gekk það nú seint að byggjast og aðeins eins hratt og fjármagn leyfði,því ekki var um lán að ræða, og verkamannalaunin úr slippnum buðu ekki upp á mikið. En alltaf reyndi hann að gera eitthvað til að flýta fyrir og til að spara og þess vegna gerði hann nær allt sjálfur. Hann vann nótt sem dag og í hvaða veðri sem var og hann sá á þessu tímabili mjög lítið í andlitið á fjölskyldu sinni og þetta var byrjað að slíta hann út fyrir aldur fram öll þessi vinna og hann var næstum byrjaður að hann hata húsið fyrir þær sakir.
En fjórum árum seinna, þegar Sumarliði var orðin 16 ára, var húsið loks til. Allt erfiðið hafði borgað sig. Hann sagði upp leigunni á kjallarnum og síðan gengu þau öll samferða, litla fjölskyldan ,upp að nýja húsinu. Guðmundur verður litið á andlit konu sinnar og sér að hún er byrjuð að mæðast, hún var slitinn og útkeyrð því meðan Guðmundur hafði verið að vinna endalaust hafði hún ein séð um heimilið auk þess að vinna á þvottahúsi niðrí bæ tilþess að drýgja launin. Hún var 32 og hann 34 og þau litu bæði út ein eldgamlar manneskjur. Og Guðmundi þótti svo óendalega vænt um hana og hún kveikti þvílíka gleði í brjósti hans, aldrei aftur á ævi sinni mundi Guðmundur finna slíka tilfiningu.
Þau stóðu öll þrjú fyrir framan stóra húsið þeirra, stolt í bragð eins og víkingarnir sem námu land á Íslandi og huguðu með sér ”Ég hef stritað yfir altlandshafið. Hér eru verðlaun mín!”
Glaður í bragði ætlar Gumundur að bjóða þeim glæsilega inn en hryglulegt hóstakast eiginkonu hans stoppar hann af. Hún tekur um brjóst sér, hnígur niður á hné og höðuðið sveigir að jörðu í ofsafengnu hóstakasti, blóðkökkur hrekkur á jörðina. “Komdu inn” segir Guðmundur “Nei, byrjum frekar með að fara með hana á heilsugæsluna á horninu” segir Sumarliði.
Læknirin segir að þetta séu Berklar og réttast væri eina ráði til að auka lífslíkur hennar eru að fara með beinustu leið á Vífilstaði. Seinna kemur í ljós að sjúkdómurinn hafði verið lengi í henni og væri nú á lokastigi. Tveimur mánuðum seinna um haustið deyr hún.
“Ég vildi nú aðeins óska að hún hefði fengið að sjá húsið okkar.”
Sumarliði var alvarlegur ungur maður sem bjó einn með föður sínum Guðmundi í stóra húsinu þeirra. Sumarliði var mjög gáfaður og þenkjandi og stundaði nám við MR og seinna Háskóla Íslands. Þar hreifst hann af einum bekkjarfélaga sínum og byrjuðu þau að búa saman.
Eftir stóð Guðmundur einn og yfirgefinn. Sorgin setti sitt mark á hann en hann varð aldrei neitt tiltakanlega reiður. Hann var alltaf í sama farinu, hætti að að skifta sér að neinu öðru. Hver hugsunun var honum kvöl og þess vegna hætti hann að reyna hugsa og hann gerði það bara sama dag eftir dag, mánuðum saman, ár eftir ár, í tæp fjögurtíu ár.
Þar til hann fékk fyrsta slagið. Læknirinn sagði honum að hægja aðeins á og hleypti honum aftur heim. Gumundur hló að tilhugsunninni um að hægja á. Hægja á hverju? Hann gerði aldei neitt. En þegar seinna slagið sló hann var það öllu alvarlega. Það var vita mál að hjartað var að gefa sig og þess vegna var hann vistaður á Kotholtsvitjun og settur á strangan lyfjakúr. Núna var hann orðin háður þeim því ef hann hætti á þeim myndi hjarta bara hætta slá og EITTHVAÐ myndi taka við.Hann fór bara í sama farið. Hætta að hugsa og horfði á vegginn á Kotvogsvitjun dag eftir dag.
Þar til einn daginn að hann fær heimsókn. Frá Bjarti Sumarliðsyni sonarsyni hans.
OG þá varð hans sko reiður, innbyrt reiði frá yfir fjórum áratugum braust út. Í þessa ónytjung ,barnabarn sitt. Það er skrýtið að hinn góði Sumarliði skyldi geta af sér getið slíka mannómynd. Og þó kannski ekki svo ýkja því Sumarliði tók nefnilega upp á því í miðju barnauppeldinu að deyja í bílslysi. Þess vegna hafði Bjartur hafði alltaf verið hálf föðurlaus og þesslags barnæska er eins og alkunnugt er mjög mannskemmandi. Allavega hafði Bjartur þessi lagst í þá iðju sem nú er kölluð Buisness en var yfirleitt kölluð í barnæsku Guðmundar svik&prettir. Hann rak einhverja stóra aldeilis óþarfa auglýsinga stofu og var þekktur fyrir að koma auga á allt sem arðvænlegt gæti talist.
Og hvað var það nú sem Bjartur hafði framið til að reiða Guðmundsvo rosalega.
Jæja í fyrsta lagi lagði Bjartur mjög mikla áherslu á það að hann hafði alltaf þótt fjarska vænt um afa sinn og bæri aðeins hag hans fyrir brjósti. Málið var að húsið sem Guðmundur átti á besta stað í bænum væri orðið ansi falvænlegt, og þar sem Guðmundur væri hvort sem næstum búin að flytja búferlum þarna út í Kotvogsvitjun væri þá ekki nær að fara selja húsið bara. Hann gæti fundið kaupendur sem væru tilbúnir til að greiða allt að 70 millj. fyrir húsið jafnvel meira.
“Aldrei í lífinu! Út með þig! Núna!” öskrar Guðmundur hástöfum að þessum eina afkomanda sínum. “Þú hugsar málið” var það síðasta sem Bjartur sagði áður en lokaði hurðinni.
“ÚT!” öskrar Guðmundur. Þvílíka geðshræringu hafði Guðmundu aldrei komist. Eins og honum þyki eitthvað vænt um mig , hræsni og ekkert annað en hræsni. Já nú sannast svo sannarlega máltækið að sumar óvandaðar sálir séu tilbúnar til að selja ömmu sína fyrir peninga nema í þessu tilfelli afa sinn.
Hann skal fá að sjá eftir þessu. Já á morgun þegar hann kemur að afa sínum látnum í rúminu mun hann óskað sér að hafa aldrei einu sinni hugsað út í slíkt. Það yrði hinn fullkomna hefnd.
Um kvöldið kom hjúkrunarkonan með pillurnar. Hann þóttist taka þær en geymdi þær aðeins í munni sér. Hjúkrunarkonan gengur út slekkur ljósin og lokar hurðinni. Guðmundur staulast út úr rúminu og upp að vaskinum í horni herbergi síns og hrækir út úr sér pillunum og skolar þeim niður. Síðan kemur hann sér upp í rúm aftur og finnur fyrir örum hjartslætti sínum. Honum grunar að hann eigi eftir ar eiga erfitt með svefn og tekur því eina svefnpillu.
Hann ráfar um í þoku, fyrir enda þokunar hljóma kunnulegar raddir. Þokunninn léttir og það er niðadimmt. Með eyrunum heyrir hann rödd yfir læknisins seigja: “Það hefur gefið sig á endanum, ekki einu sinni þessi sterki lyfjakokteill sem við gáfum honum gat ekki haldið honum á lífi yfir nóttina.” Og rödd barnabarns seigir: (Það hlakkar í Guðmundi núna því hinn fullkomna hefnd næðist ef Bjartur væri með mikla sekarkennd) Jájá við máttum svo sem búast við þessu, hann hefur lifa fullt líf og náttúran kippir alltaf inn í á endanum.
“NEI!!” öskrar Gumundur “Þeir vissu ekki að þetta hafði verið sjálfsvíg, allt er fyrir bý og engra undankomu er auðið”
Síðan færðist mók yfir hann og hann féll í einhvurskonar dvala.
Hávaði. Mikið skvaldur þrýsti sér inn í skilningarvit hans. Og hann opnar augun og hann sér sjálfan sig staddan á hraðbraut, mjög breiða og eftir henni fóru fullt af fólki hlaupandi af öllu þjóðerni og kynum. Umhverfið líktist gasskýi á júpíter. Fólk hélt aáfram að streyma og Guðmundur lét sig berast með straumnum. Af og til sá hann götur liggja út úr hraðbrautinni og eitthvert út í eilífðina. Guðmundur stoppar og hugsar sig um, hann átta sig á því að hann hefur ekki hugmynd hvert hann eigi að stefna. Vel útskorin vöðvum , sólbúnn ,lendarskýlu einni klæða , alhvítir arnarvængir stingast út út bakin hans, bláeygður og veltenntur, með ljósthár liðað niður á axlir, allur olíuborin. Hann heitir Ískarot og situr á flug vespu og svífur meðfram hrabrautinni. “Þú tefur umferðina manni, áfram með þig” segir hann. Guðmundur hreyfir sig ekki úr sporum. “Ertu einn af þeim rávilltu?” segir Ískarot en bíður ekki svars svífur niður og tekur Guðmund og skellir á vespuna. Og upp fljúga þeir. Þeir stoppa á rauðum sýjabólstra. “Hvert er nafn þitt?” spyr Ískarot. “Guðmundur Jónsson”svara Guðmundur fálega.” Já þú segir það, og í hvað deild eigum við að setja þig.” segir Ískarot. “Deild?” spyr Guðmundur. “Já þú veist, hvaða trúabrögð þú tilheyrir. Jájá ég sé að þú ert nú ekki við eina fjölina felldur það verður erfitt að flokka þig, þú hefur trúað á yoga, náttúruöflin og ekki neitt. En mér sýnist að best væri að flokka þig með barnatrúnni þinni.”segir Ískarot “Hver var hún?” spyr Guðmundur aðeins örrugari með sig. “Æi, þú veist, Guð, jésú, djöfulinn, himnaríki og djöfulinn og allt það dótarí.”segirÍskarot. “Fínt, ég held að mér lítist bar best á það líka” segir Guðmundur. “Frábært, ég skal skutla þér þangað.” segir Ískarot.
Þau fljúga í þúsund á einu sekundubroti. Ískarot stoppar fyrir utan eina hliðar götuna. “Ég læt þig út hér, labbaðu aðeins niðureftir og þú munt finn etta”. Guðmundur stekkur af vespunni og gengur eftir götunni. Smá saman breytasta rauðu skýin og verða hvít og verða gyrsjóttari og glittir í inn á milli bláan himin. Vegurinn tekur sveigju fram hjá einu stórri skýjaborg og þar blasir við hávaxin hvítkalkaður virkismúr byggður á skýjunum og fyrir honum miðju var gið hnæfandi gyllta hlið. Guðmundur labbaði nær og sé þá að útskorinn, málmslegni steinsæti sat maður mað mikið skegg og bók sér á hnjám, svo mikla að hún var á við helmingi mannsins þótt maðurinn væri ekkerrt í minna lagi. Maðurinn spyr: “Hvert er nafnið?” “Guðmundur Jónsson” svarar Guðmundur. Maðurinn fléttir í bókinni í svolitla stund og segir svo: “Aha Guðmundur, þú framdir sjálfsmorð er ritað hér, sem er í raunn og sann mjög miður þar sem þú hefðir hvort sem er dáið dagin eftir en ég get ekkert gert við því svo þú verðr bara bíða.”
Guðmundur töltar þá þarna til hliðar sest á bekk og enn í dag er hann að bíða.