Ég held að þessi saga sé ekki mjög góð. Eða ég get ekki dæmt.

Fékk þessa hugmynd bara allt í einu upp í kollinn. Veit að þið eruð ekki nærrum því öll samála mér um þessa dómgreind.



Öðruvísi



Snjórinn fellur á gömlu, ljótu og gamaldags kuldaskóna mína. Ég reyni að verða ekki reið yfir því að blotna í gegn við það að þurfa að vaða í þessum djúpa snjó.
Síðustu dagarnir af janúar eru búnir og kaldur febrúar með klökum og snjó er að byrja. Ég hata snjóinn. En ég hata líka þegar það er enginn snjór. Ég geng áfram og reyni að blotna sem minnst. En það gengur ekkert sérstaklega vel. Þar sem er enginn snjór er, þar eru klaki og hálka. Þar virka kuldaskórnir ekki heldur. Þeir renna áfram þar til ég missi jafnvægið og dett. Það er alltaf sama sagan með snjóinn og kuldaskóna mína. Annað hvort verð ég bara að blotna eða þá að detta og meiða mig.
Ég held áfram að velta mér upp úr þessum ómögulegu hugsunum þegar að ég dett. Ég hef stigið í hálku án þess að taka eftir því og dottið. Það gat bara ekki verið betra. Ég stend upp með erfiðismunum. Ég finn til í öxlinni og er með rispu á kinninni eftir litla steina.
En þó held ég áfram. Ég vil ekki verða of sein í skólann. Mér er kalt og hef bara vettlinga úr lélegu efni. Húfan mín er prjónuð og ljót og þess vegna geng ég ekki með hana. Samt langar mig til þess að setja hana upp því mér er svo kalt.
Ég held samt áfram og reyni að vera hörð af mér.

Loks er lítið eftir að ég geti komst inn í hlýjuna. Ég held áfram og horfi í kringum mig. Snjóboltar fljúga út um allt. Það er búið að hlaða upp tveim virkjum. Vígvöllurinn er stór, allur fótbolavöllurinn. Snjóboltarnir harðir og með klökum inn í. Þetta eru strákarnir í bekknum. Þeir sem reyna að vera cool og miklir töffara. Rífa kjaft við kennarann og blanda geði við allar stelpur nema mig. Þeir fíflast með hinum stelpunum, jafnvel þótt að stelpunum líki kannski ekki suma, samt geta þau fíflast saman. Þó að mig langi að fíflast líka þá vilja þeir ekki fíflast með mér.
Ég reyni að þurfa ekki að ganga þarna inn á völlinn en ég get ekki sleppt því. Fyrir utan vígvöllinn er risastórt svell. Þess vegna þarf ég að fara inn á fótboltavöllinn. Reyndar fara allir þar.
Ég hleypi í mig kjarki. Svo hleyp ég yfir völlinn. Á leiðinni finnst mér eins og allir strákarnir reyni að hitta í mig. En með naumindum slepp ég yfir.
,,Hey, Karen.” Ég sný mér við. En það hefði ég frekar látið ógert. Snjóbolti þýtur beint í andlitið á mér og ég dett niður. Allir krakkarnir fara að hlæja að mér. En ef einhver snjóbolti hefði lent í Önnu, Röggu eða Hildi eða einhverri þá hefði enginn farið að hlæja. En þar sem þetta var ég. Þá þurftu allir að hlæja.
Ég var þó heppin. Þessi bolti hafði verið með lítið af klökum í en þó nokkuð harður. Ég stend bara upp og held áfram göngu minni í átt að skólanum.

Ég set ljótu kuldaskóna mín upp í skóhillu. Svo geng í hægum skrefum í átt að stiganum. En þá sé ég Alexöndru og Yrsu kom inn. Ég lít í aðra átt og geng aðeins hraðar og hleyp upp stigann. Ég vil reyna að sleppa því að hitta þær. Alltaf eru þær leiðinlegar við mig. Ég veit ekki ástæðuna. Ég hef aldrei gert þeim neitt. En samt eru þær jafn leiðinlegar við mig hvernig sem háttar.

Áfram geng ég og sest svo niður upp við vegginn sem við krakkarnir setjumst alltaf við áður en kennarinn kemur og hleypur okkur inn. Ég er óvenjusnemma á ferð. En þar sem engin stelpa nennir að tala við mig fer ég bara að hugsa. Ég reyni að vera jákvæð en það er bara ekki hægt. Í hugsunum mínum eru bara spurningar um hvað allt er ósanngjarnt og hvers vegna ekki er talað við mig. Jú reyndar stöku sinnum en oftast eru allir á móti mér og segja að ég hafi rangt fyrir mér. Og ef ég kem með einhverja hárgreiðslu í skólann er mjög mikið verið að spyrja um afhverju ég er með hana og bla bla bla bla bla. Ekki væri það gert við Yrsu eða Alexöndru.
En það er fleira en þetta.
Kannski er ástæðan bara fyrir því. Að ég er alltaf einhvern veginn öðruvísi. Mamma mín og pabbi skilja bara alls ekki hvernig nútíminn er.
Í fyrsta lagi eiga stelpurnar allar mjög flotta adidas skó. En ég þarf að vera í ljótum barnalegum kuldaskóm. Úlpurnar þeirra eru líka flottar. Þær eru í mörgum litum en þó allar með loðinn kraga. Svo ná þessar úlpur líka bara rétt niður fyrir mitti.
Fötin skera sig líka úr mínum. Allar eru þær í bolum sem er með playboy kanínum á eða þá með áletrununum sex eða sexy. Þessir bolir eru oftast mjög stuttir og svo eru þær í gallabuxum sem þær hafa mjög langt niðri að næstum mætti halda að sæist í hvirfilinn. Niðri á buxunum er svo brett upp og nær það svolítið upp svo að þær eru búnar að raka fótleggina. Sokkarnir eru líka hælasokkar. Og ég held að flestar gangi í streng.
En ekki eru þessi flottu föt þeirra nóg. Þær mála sig líka í framan og plokka augabrýrnar. Allar eru þær með göt í eyrun og með stóra hringi eða mjög stór og flott mynstur sem eru eyrnalokkar. Svo eru nokkrar sem eru með gat í naflanum.
Þessar stelpur eiga allar farsíma sem eru flesti mjög flottar gerðir. Með myndavél og upptökutæki og guð má vita hvað er ekki hægt að finna í þessum símum.
Flestar eru þessar stelpur allar mjög mjóar. Ef þær verða aðeins feitari fara þær í stranga megrunarkúra og endar mjög oft með anorexíu.
Fyrir mér eru þessar stelpur alveg pörfektur nútíminn.

Sömu sögu er ekki hægt að segja af mér. Í fyrsta lagi er ég ekki nógu og mjó. Svo næst eru það fötin mín sem skera mig úr. Langar úlpur sem eru ljótar og ljótir barnalegir kuldaskór. Íþróttasokkar sem ná mjög hátt og gallabuxur sem ég hef í mittinu. Bolirnir eru allir síðir og með asnalegum merkjum á. Ég má ekki mála mig og ég er mjög loðin á fótleggjunum. Augabrýrnar eru mjög loðnar og áberandi.
Reyndar á ég farsíma. En hann er svo rosalega gamall og úldinn að ég vil ekki sjást með hann.

En eitt af því sem toppa þessar stelpur algjörlega upp er að þær óhlýðnast kennaranum. Þær rífa kjaft og eru með tyggjó inn í kennslustofunum. Þær læra mjög lítið og það finnst þeim gott. Ég er búin að taka eftir því að lögmálið hér í mínum bekk og í næstum öllum bekkjum er:
,,Góður í náminu=nördi. Góður í íþróttum=frábær!”
Og þetta lögmál gildir. Ef þú ert góður í náminu er strítt þér og verið leiðinlegur við þig. En ef þú ert einn af þeim bestu í íþróttum og getur eitthvað þar þá getur þú komið í gelgju hópinn eða töffarahópinn. Það er nú hægt að sjá strax hvar ég er.
Ég læri af miklu kappi og reyni að standa mig vel. Ég er samt góð í sumum íþróttum. En þær eru víst of púkalegar til þess að tryggja mig inn í gelgjuhópinn. Svo er staðreyndin bara sú að ég er engin gelgja. En ég væri samt til í að vera með þessum stelpum. Þá fyrst væri tekið mark á mér. Stöku sinnum hlusta þær eitthvað og þykjast vera vinalegar. En þó get ég aldrei haft neinn rétt á mínum skoðunum.
Svo er vandamálið líka foreldra mínir. Ef ég fengi að ráða væri í löngu komin í megrunarkúr og farin að plokka augabrýrnar og búin að raka fótleggina og mála mig. Kaupa mér svo sexy föt og vera eins og þær.
En það er tvennt sem hindrar mig. Mamma og pabbi.
Dæmi um hvað þau þola ekki nútímann er tónlist. Mér er svosem sama hvernig tónlistarsmekk þau hafa. En ég hef rétt á því að horfa á það sem ég vil horfa á og hlusta á það sem ég vil hlusta á.
Ég byrjaði að horfa á popptíví og mér fannst það gaman. En þegar mamma kom einu sinni inn í herbergið mitt var verið að spila lag með Britney Spears sem hét Toxic. Þar var þessi söngkona klædd allskonar fötum og var meðal annars einhver mella og svo í gimsteinabúning sem hún var alveg nakin í. Eða það segir mamma. En það sem hún gerði var að hún slökkti á þessu og tók sjónvarpið frá mér. Ég skil ekki, þetta er bara nútíminn. Hálfnaktar í tónlistarmyndböndum. Það er nútíminn. Og það er eitt af því sem sannar hvað foreldrar mínir þola illa nútímann. Þeir segja að stelpur sem eru í streng og klæðast svona eins og bekkjarsystur mínar séu eins og hórur. Þeim finnst það líka ógeðslegt og ósiðlegt. Þeim finnst líka að þrettán ára stelpur ættu ekki að mála sig. Það sé allt of ungt.
Stundum reyni ég að fá mömmu til þess að mála mig smá fyrir afmæli eða eitthvað en það virkar aldrei. Ekki vill hún kaupa föt á mig sem mig langar í.
Reyndar skiptir pabbi sér ekkert mikið af þessu en ég veit að honum finnst það sama og mömmu.
Vegna þessa ósanngirna lýðræðis sem er heima hjá mér ætla ég strax að byrja að klæða mig eins og ég vil og mála mig og raka fótleggina og plokka augnhárin þegar ég verð orðin átján. Ekki geta þau stoppað mig þá.
En á meðan ég er bara þrettán ára verð ég bara að sætta mig við það að vera öðruvísi.