Kenningar
Ég las eitt sinn sögu, þessi saga var um gamlan konung sem var alltaf ánægður og fannst svo gaman alltaf í garðinum sínum á hlýjum sumardegi, og sagði alltaf að honum langaði aldrei að deyja á svona degi, vildi deyja þegar það er vont veður því hann gat ekki hugsað sér að deyja þegar það er svona gott veður úti… Og þegar ég las þessa skemmtilegu sögu þá hugsaði ég alltaf með sjálfum mér, ég vill líka deyja svona, vont veður og svona.. Ég á líka heima á íslandi svo það er nokkurn vegin öruggt að það heppnast hjá mér..
Og núna sit ég hér, finnst eins og ég sé alveg við það að deyja, og það hentar kannski vel að deyja núna, því það er rosalega mikil rigning og það er líka rok úti, sumarið er komið og fuglannir reyna að syngja svo fallega úti en geta það ekki því að þeir fjúka út um allt. Ég ligg núna hér með allar þessar slöngur, og þessi tæki í kringum mig, og ég er að missa af öllu sem er að gerast úti.
Ég er 26 ára gamall, hef reykt síðan ég var 15 ára, og nú sagði læknirinn að ég væri með veikt hjarta, hjartað mitt á eftir að hætta að slá og ég get ekki gert margt til að hjálpa því. Nema ef ég fæ nýtt hjarta. Og ég ligg núna hérna og er að bíða, bíða eftir öðru hjarta. En mér finnst eins og þessi bið sé ekkert að bera neinn árangur.
Líkaminn minn hefur reynt sitt besta til að hjálpa mér en eins og ég er, þá er ég heimskur, og hef ekki gert mikið til að hjálpa sjálfum mér.
Svo borða ég líka frekar mikið því að ég er næstum 200 kg. Allt of þungur.
Ég reyki eins og strompur, ég er allt of þungur, mér fannst nú ekkert skrítið að ég mundi ekki lifa yfir þrítugs aldurinn. En svona er þetta, þegar maður hugsar ekki um líkaman sinn. Maður verður að bera virðingu fyrir líkama sínum. Allir sem eiga heima í líkama mínum, eru að vinna 24 klukkutíma, þá allan sólahringinn, bara vinna í því að halda mér á lífi.
En ég er klár maður, þó svo að ég sé algjörlega búinn að eiðileggja líkama minn, ég er samt mjög klár maður. Ég er með margar kenningar, og þær eru ekki svo vitlausar, nei alls en þær eru svo langar, eða alla vega flestar af þeim, svo ég nenni ekki að seigja ykkur þær allar, en ég skal segja ykkur frá einni kenningu, hún er svona hljóðandi.
Jörðin er um 4,6 miljarða ára gömul, og elsti steingervingur er ekki eldri en svona 2 miljarða ára gamall. Ég held að fólk hafði orðið rosalega þróað, eða kannski ekki mannverur, gæti verið að það hafði verið einhverjar aðrar verur, sem eru ekki lengur til. Ég held að þær hafa verið rosalega þróaðar fyrir svona 4 miljarðara árum síðan. Verið miklu þróaðar en við erum núna. En svo kom loftsteinn, eða eitthvað annað, sem gerði það að verkum að allt líf á jörðinni þurrkaðist út. Fyrir utan rottunnar, því að þær lifa allt af, það vita nú allir.
En allavega, svo þegar jörðin var búin að jafna sig, þá byrjaði lífið aftur að þróast. Og nú erum við eins og við erum í dag.
Þetta er eitt af mínum fjölmörgu merkilegu kenningum, og það geta nú fáir neitað því að þetta meikar séns.
Hvern er ég að blekkja, þetta er allt rugl, allt saman. Það er ekki séns að þetta hafði verið svona, ég er bara að bulla, kannski út af öllum lifunum sem ég er að fá. En samt þetta gæti samt alveg hafa verið svona, það er ekki hægt að útiloka neitt.
En nóg um það, ég er búinn að tala allt of mikið um þetta, og er alveg komin út fyrir efnið, málið er að nú ligg ég hér á spítalanum, horfi niður á götuna, og horfi síðan yfir borgina. Ég hef aldrei áður metið lífið svona mikið. Þegar ég var lítil, hafði ég aldrei ímyndað mér mig svona eins og ég er. Um 200 kg, alvarlega hjartveikur, og tengdur í alls konar vélar.
Mörgum dögum síðar.
Læknirinn kom í dag, hann sagði mér að þeir væru búnir að finna hjarta, hjarta sem passaði inn í minn líkama.
Núna verð ég bara að hætta að reykja, taka mig á í mataræðinu. Og ég þarf líka að fara að hreifa mig.
Núna ligg ég í rúminu, og glápi á sjónvarpið, eins og ég hef gert undanfarna daga. Hef séð sömu myndina, svona sirka hundrað sinnum. Þetta er mynd um fólk sem er fast á þessari eyju, og það er fullt að risaeðlum á eyjunni, og fólkið þarf að flýja frá þeim. Hún er mjög góð, eitt af mínum uppáhalds bíómyndum..
Ég sofna yfir myndinni, og er vakin af lækninum mínum, hann segir mér að hjartað sé komið í hús, og aðgerðin verður framkvæmd innan tveggja daga. Ég horfi á hann, og seigi honum að ég sé mjög ánægður yfir því að ég hafi fengið þetta nýja hjarta.
En hann er fljótur að grípa fram í, því að þó svo að hjartað sé komið, þá þarf það ekki að vera að líkaminn samþykir það. Gæti verið að líkaminn og hjartað ná ekki að vinna saman, allavega ekki eins vel og það ætti að gera.
Læknirinn fer eins fljótt og hann kom.
Ég ligg í rúminu þessa nótt. Andvaka eins og flestar nætur, ég er eins og köttur, eða ugla, ég vek meirihluta næturinnar og sef á daginn. Reyndar hef ég sofið frekar illa, síðan ég kom á spítalann.
Reyndar er ég núna að tala við líkama minn, ég segi honum að ég lofa, lofa því að ég mun hugsa betur um hann, bara ef að hann lofar að koma vel saman við nýja hjartað sem á eftir, vonandi, að eiga heima í líkama mínum alla mína æfi.
Vonandi eftir eitt ár á ég eftir að vera allavega ekki mikið þyngri en 120 kg. Og bara frískur.
Vonandi búinn að eignast fjölskildu.
Mér finnst ég eitthvað svo einmanna hérna, reyndar heimsækir mamma og pabbi mig. En ég enga kærustu, ég hef aldrei átt kærustu. Eða reyndar átti ég kærustu þegar ég var 14 ára gamall. Hún hét eða vonandi heitir en þá Lofthæna, þótt að nafnið sé ekki upp á marga fiska, þá var hún mjög falleg. Ég man en þá eftir því hvernig hún brosti til mín þegar við hittumst. En svo hættum við saman, aðalega út af því að ég byrjaði að hanga með fólkinu sem labbaði alltaf út á göngustíg, til að fá sér smók í fríminotum. Hún fílaði ekki þan kunningjaskap minn svo hún sagði mér upp.
En ég hef ekki átt neina einustu kærustu síðan þá, og hef verið svo einmana eftir það. Kannski er það út af því að ég hef borðað svona mikið seinustu árin. Því að ég er svo einmana.
En ég lofa, ég lofa því að taka mig á, taka mig á í mataræðinu, og heilsu.
Bara líf og heilsa, ekkert annað.
Ég vaknaði næsta dag, bara á ágætu róli, miða við að hjartað mitt er ónýtt og ég þarf að vera tengdur við allar þessar vélar.
Læknirinn minn, kom inn í herbergið, og stóð við rúmmið mitt og sagði að ég átti að fara í aðgerðina kl 4 í dag.
Læknirinn fer eins fljótt og hann kom.
Og núna er kl hálf 4, og ég bíð, bíð eftir nýju lífi, öðru tækifæri.
Hjúkrunarfræðingar koma og draga mig í burtu, burtu frá þessu herbergi sem ég hef dvalið í svo lengi. Og ég er færður á skurðarborðið.
Ég sofna, værum draumi eftir það.
2 árum síðar.
Ég er ánægður, svo rosalega ánægður með þetta allt saman. Ég er frískur, hættur að reykja, eða svona fæ mér kannski eina, við og við.
Ég er búinn að léttast um 80 kannski 90 kg.
Ég á konu, ég trúi því varla sjálfur en það er satt. Fallegustu konu í heimi, við eigum lítinn strák, aðeins 2 mánaða gamall. Ég er svo rosalega hamingjusamur.
Við eigum lítið hús, og ég held, nei ég veit að þetta er lífið sem ég vill, sem allir vilja.
Og það er gott veður, rosalega gott veður úti….