Allt var svo fagurt þegar hún vaknaði þennan morgunin. Henni var hvorki of heitt né of kalt þegar hún vaknaði, það var eins og einhver hefði eytt mörgum dögum í að gera hitastigið mátulegt í herberginu.
Það heyrðist ekki vanalega ískrið í rúllugardínunum þegar hún dró þær upp heldur smullu þær upp hljóðlaust.
Meira að segja súrmjólkin sem var vanalega svo kekkjótt og bragðvond bragðaðist dásamlega.
Þegar hún gekk út blés heitur vindur á andlit hennar og niður hálsmálið.
Tara vissi að þetta væri einn af fallegri dögum sem til voru.
Það var ágúst og skólinn byrjaður en á svona yndislegum degi gerði það ekkert til. Bara gott að hitta krakkana. Á grámollulegum vetrardegi hefði hún þurft að fara í valdabaráttu við fæturnar á sér til að geta dragnast í skólann en þennan dag lág við að hún valhoppaði meðfram götunni í átt að skólanum.
Það var smíðatími. Ekki endilega tími til að vinna heldur tími til að hugsa. Tara lagði frá sér pússukubbinn og lét hugann reika til seinasta laugardags. Hún og nokkrir fleiri krakkar höfðu verið að hanga nálægt menntarskólanum. En þá kom hann. Páll. Strákurinn sem var næstum of sætur til að hugsa um. Hann var glæsilegur menntarskólanemi á fyrsta ári en hún var einungis ómerkilegur níundubekkingur.
Samt sem áður sagði hann hæ. Vinir hennar vissu að þetta var stund sem þeir ættu ekki að trufla og skakklöppuðust hlæjandi í burtu.
Þau horfðu á hvort annað. Augnaráðið var rafmagnið. Margir kölluðu þennan strák hnakka og ekkert nema lúkkið en hún vissi betur.
Þau töluðu saman og hann spurði hana hvort hún vildi koma með honum á The Village.
Hún hafði engann áhuga á myndinni en það var ekki aðalmálið. Aðalmálið var að vera með honum.
Þetta var nú sumardagur. Sumardagur fagur.
Hún lætur hugann enn reika. Þegar myrkrið er að yfirbuga hana lætur hún hugann reika.
Það var desember, sá nítjándi nánar tiltekið.
Það voru nákvæmlega fimmtíu og átta dagar frá því að fréttirnar komu og nítján dagar frá því að áfallið reið yfir.
Klara besta vinkona Töru frá því einhvertíman fyrir seinustu heimstyrjöld var greind með krabbamein í heila. Hún Klara var sterk stelpa og dugleg en það dugði bara ekki til. Aðeins Tara sá hvað var að gerast. Það var sagt að hún væri að læknast en Tara vissi betur. Sjúkdómurinn hafði étið hana að innan. Hún var visnuð, tóm. Það var líklega það sem dró hana til dauða.
Hún þorir ekk að loka augunum. Þá sér hún fyrir sér kinnfiskasogað andlit Klöru starandi á hana. Líkið úr kistulagningunni. Klöru sofandi svefninum langa með krosslagðar hendur.
En Páll. Hann var voða góður. Huggaði hana dögum saman eftir dauða Klöru. En hann sagði að ef hún elskaði hann myndi hún fórna meydómnum fyrir hann. Hann hafði útvegaði áfengi, annars hefði hún líklega aldrei látið verða að því, hún var ekki tilbúin. En áfengið slævaði skilningarvit hennar og lét hana gleyma stað og stund. Þetta gerðist þrem dögum eftir dauða Klöru.
Eftir þetta sagði hann henni upp. Hún mundi aldrei eftir því að hafa notað neina verju og næstu blæðingar voru stuttar og sársaukafullar svo hún ætlaði að fullvissa sig um að hún væri ekki ólétt með að kaupa próf.
En þar hafði hún rangt fyrir sér. Og hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja foreldrum sínum frá.
Núna sat hún úti í köldum snjónum. Eftir dauða Klöru missti hún löngunina til að umgangast fólk. Svo hún sat bara hér í snjónum og fraus. En hún herti upp hugann. Það var vetur, haustið var liðið. Svo kæmi vorið og loks sumarið. Og þá kæmi sumardagur, sumardagur fagur.