“Afhverju sagðiru?“…..!!!!

þetta er saga sem ég gerði og ég vona að hún fái góð ummæli..!!

ég er að skipta á milli þriggja persóna, soninn, mömmuna og pabbans.

Enjoy

Hann lá upp í rúminu sínu úrvinda. Hann hafði gengið aðra þolraun, hann hafði reynt að ráða við kallinn aftur.
Það var vandamál heima hjá honum. Allt í rugli. Pabbi hans kom heim á næturnar pissfullur og barði mömmu hans útí eitt!! Hann reyndi að ráða við pabba sinn enn einu sinni í nótt!! Djöfullinn var kallinn sterkur maður!! Var á sjónum í nokkra mánuði, kom heim nautsterkur eftir að hafa verið að draga helvítis fiskinn uppúr vatninu eins og pabbi hans sagði.
Hann hataði pabba sinn! Barði mömmu hans útaf engu.
Mamma hans var mjög góð kona, hún var samt best við hann sjálfan.

Hún hataði manninn sinn þegar að hann var fullur. Alltaf að berja hana til óbóta. Hún skildi ekki afhverju hún fór ekki bara frá honum, þá gæti hann barið aðrar konur. Það var eitthvað í henni sem gat ekki farið frá þessum manni. Hann var algjör Dýrlingur þegar að hann var ekki fullurm, gaf henni rósir af og til, eldaði matinn, var í Playstasion með stráknum, verslaði henni og var meira að segja þolinmóður. Hún elskaði hann þá en hún gat ekki horft upp á það að sonur hennar reyndi að ráða við hann á hverju kvöldi þegar hann var fullur. Strákurinn var alltaf með glóðurauga og marbletti útum allan líkama daginn eftir í skólanum, eins og mæður barnanna sem voru með honum í bekk voru ekki farnar að sjá hvað væri í gangi, þessir krakkar í dag sögðu foreldrum sínum allt, en ekki strákurinn hennar, hann sagði ekkert lengur. Hann sagði annað hvort nei eða já eða ég er farinn út ég kem ekki seint heim, hann sagði ekkert meira en þetta. Hún tók ákvörðun, hún gat ekki gert honum þetta. Hún gekk hægum skrefum að lögreglustöðinni.


Hún hafði tilkynnt lögreglunni um að það væri heimilis ofbeldi heima fyrir, fyrr um daginn. Henni leið samt illa í garð mannsins síns. En henni fannst að þetta væri eitthvað sem að hún hefði átt að gera fyrir löngu.
Hún var að pakka fyrir manninn sinn. Lögreglan ætlaði að sækja hann seinnipartinn þegar að hann kæmi heim úr vinnunni.

Hann var í aukavinnuþegar að hann var ekki á sjónum. Hann vann í Byko á lagernum.
Hann hataði að vera fullur á næstum því hverju kvöldi, en hann gat ekkert af því gert, hann gat ekki hætt að drekka. En hann var þakklátur við son sinn, sem reyndi að stoppa hann á hverju kvöldi þegar að hann kom heim fullur. Honum leið illa að fara í skrokkinn á syni sínum og konu, þess vegna reyndi hann alltaf að bæta fyrir það deginum eftir. Hann þakkaði syni sínum alltaf fyrir að stoppa sig og hann fór í Playstasion með honum. Hann gaf konu sinni rósir og eldaði kvöldmatinn.
Hannraulaði lítið lag með útvarpinu í bílnum sínum á leiðinni heim. Hann var glaður afþví að hann hafði ekki verið að drekka.
HAnn setti lykilinn í skráargatið og snéri. Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Hann sá ferðatöskur á miðju gólfinu og konu hans sitja á stól fyrir aftan þær. Kona hans stóð upp þegar hún sá hann og hún virtist hrædd.
Í sömu andrá og hann ætlaði að spyrja hvað væri að þá dróu fjórir Lögreglumenn hann á gólfið og miðuðu allir byssum sínum að honum.
“ þú er handtekinn fyrir heimilis ofbeldi “ sagði einn lögreglumanna.“ þú átt rétt til þess að þegja og…..“. En orð lögreglumannsins drukknuðu í öskrum mannsins, “HELVÍTIS DRUSLAN ÞÍN, SAGÐIRU FRÁ? EFTIR ALLT SEM ÉG HEF GERT FYRIR ÞIG OG JÓEL..!!! ÉG Á EFTIR AÐ DREPA ÞIG EIMSKA KELLINGAR TÍK!! ÉG Á EFTIR AÐ ELTA ÞIG UPP OG DREPA ÞIG OG TAKA JÓEL, HANN ER LÍKA SONUR MINN HÁLVITINN ÞINN“, öskrapi maðurinn. Hann meinti þetta ekkert en hann var svo reiður við hana.
Lögreglumennirnir tæoku hann burt og lokuðu útidyrahurðunum á eftir sér.

Henni leið illa, hún grét stanslaust. hvað átti hún að segja við verslings Jóel.

Hann opnaði dyrnar og sá mömmu sína í hnipri á gólfinu. “hvað er að?“, spurði hann. “barði hann þig aftur?“ spurði hann reiður.

Hún horfði á son sinn. H'un sá að hann var reiður þegar að hann spurði síðustu setninguna. “Nei Jóel minn, hann er farinn og kemur aldrei aftur“. Hún vissi að hann skildi þetta. Hann hljóp að henni og þau föðmuðust lengi………..



Takk fyrir mig og ég veit að þetta var svolítið löng smásaga(hehe). En endilega segjið ykkar álit en ekki vera með nein skítköst….


Agla