- Hver er faðir þinn, hver er faðir þinn, æpti hann hástöfum.
- Hann er dauður, hálviti.
- Hvaða dónaskapur er þetta telpa, hver er faðir þinn.




Hleyp. Hleyp hraðar.
Hleyp svo hratt, allt í móðu, speglunin.
Burt. Burt frá veröldinni, hvar hún hefur gripið mig með soltnu augnarráði. Gripið mig unga, tekið mig og rifið niður í hyldýpi táranna.
Afhverju. Afhverju, hugsa ég, afhverju fór hann.
Pollur.
Rigningin, það er rigning, það er alltaf rigning, hann fór.
Ég sé hann, ég hleyp, hleyp hleyp, stoppa, nei.
Aðeins hyllingar.
Hann segir ekkert, hann er ekki til, ekki hér, hann segir að hann sé látinn.
Pollur.
Drullupollur, rigning, eilíf rigning.
Þeir spila, þeir spila Árstíðirnar, afhverju, vita þeir ekki neitt, þetta var ekki, er ekki tónlistin hans.
Hann, hann er farinn, hann liggur.
Ég horfi, horfi á hann, kyrr augu, hann liggur.
Kórinn.
Presturinn.
Hrekk upp, hugsanirnar, afhverju, afhverju hann.
Hver er að tala, presturinn, heyri ekkert.
Stekk upp, hleyp, hleyp, út, út, garðurinn, krossarnir.
Sársauki.
Ég stoppa, rekst á mann.
- Farðu frá mér mannfílf, segi ég í ömurleika.
- Hver er faðir þinn, hver er faðir þinn, æpti hann hástöfum.
- Hann er dauður, hálviti.
- Hvaða dónaskapur er þetta telpa, hver er faðir þinn.

Yndisleg veröld.
Rigning.