Ég er Korka Þórólfsdóttir og er á þessum tímapunkti á flótta. Ég hef drepið mann sem nauðgaði mér og ætlaði að koma upp um það að ég væri eigi ólétt. Hjálpaði ég systur minni sem heitir Gunnhildur. Hún var í vanda stödd. Hún hafði legið með þræli sem heitir Hrafn og var komin langa leið með að eignast barnið. Eignaðist hún barnið og fóstraði ég það, barnið var stúlka sem fékk heitið Hrafnhildur. Þótti mér mjög vænt um hana.
Mér þótti afar sárt að þurfa að hverfa á brott frá henni því að ég hafði tekið ástfóstri við hana, var hún mér sem mín eigin dóttir. Ég fann móðureðlið streyma í gegnum mig og gat ég ekki hugsað um annað en það hvort að Hrafnhildur mín væri óhult.
Úlfbrún amma mín ætlaði að drepa barnið áður en það kæmi en ég stöðvaði hana. Ég hafði komið með þá uppljómun að þykjast vera ólétt í stað systur minnar. Hafði það gengið vel þar til þetta fjárans fífl hann Hallur Illugason, megi hann brenna í eldum heljar. Hann ætlaði að koma upp um þetta, þannig að ég drap hann.
Hefði það komist upp að Gunnhildur hefði legið með þræli þá hefði heldur betur komið blettur á nafn fjölkyoldunnar sem orðið hefði mikil smán. Ég henti líki Halls í fossinn með hnífnum hans.
Faðir minn hann Þórolfur fann lík hans Halls þegar að því skolaði að árbakkanum. Sá hann þar hnífinn sem ég hafði hent. Hann hélt að hann ætti hnífinn en kom honum svo ekki í slíðrið sitt. Þá sá hann að þetta var hnífurinn hans Halls.
Játaði ég sök mína og var læst inni í smiðjukofanum þar sem myrkrið eitt var hjá mér. Var stórum steini velt fyrir hurðina eins og gerðist fyrir heilagan Jesús Krist.
Allt í einu sá ég ljós og fékk ég þá gleðitilfinningu, ég hélt að mér yrði sleppt. Sá ég þá ljós lífs míns og var það Hrafnhildur. Henni var hent til mín og greip ég hana, faðmaði og huggaði því að litla stelpukindin háskældi. Eftir smá tíma var hún búin að róast og svaf djúpum svefni.
Etir stutta stund komu Gunnhildur og Hrafn til mín. Þau hjálpuðu mér að sleppa úr kofanum og komast í burtu. Gunnhildur tók Hrafnhildi vegna þess að hún var hennar dóttir og ég fékk ég ekki að sjá hana aftur. Úlfbrún var búinn að útvega mér far með Sæhrímni þar sem Hafsteinn er stýrmaður. Gunnhildur og Hrafn hjálpuðu mér að að komast á Sæhrímni. Úlfbrún hafði látið Gunnhildi fá nælu sem hún átti og næluna að launum átti Hafsteinn að fá fyrir að fara með mig til Noregs. Ég er núna á hápunkti flótta míns, alveg að koma til Noregs.
Úlfbrún amma mín var ávallt góð við mig og hjálpaði mér í gegnum erfiða tíma. Var hún mér stoð og stytta, var alltaf mætt til að leysa öll málin sem geysuðu á heimilinu. Kunni hún rúnalestur og vissi mátt lækningajurtanna. Hún var kölluð Úlfbrún forna því að hún var göldrött. Hún gat átt við örlögin og veðurfarið.
Kenndi hún mér að lesa rúnir og fékk ég þá að vita að mín rún værir kölluð Kaun. Rún ömmu minnar var Úr. Ég hjálpaði Fjónu við fæðinguna og ömmu minni við að nota lækningarjurtirnar. Vefuðum við saman margar stundir og einnig dúka, einn dúkurinn var með skip framan á sem táknaði sjóför mína um veröldina alla.
Rúnirnar sögðu svo margt, þær sögðu um örlög manna og framtíð þeirra. Þær sögðu bæði illt og gott og gátu hjálpað mörgum. Færni minni í rúnalestri hefur farið fram og get ég nú sagt til um hið ókomna.
Ég vona að þetta verði ekki síðasta skipti sem ég sé mína ástkæru systur, fósturdóttur og ömmu mína. Vonandi er hún en á lífi og ekki að dauða komin. Hún var á dánarbeðinu þegar ég þurfti að flýja landið sem ég hafði búið á í sextán ár.
Við erum allavega að koma að Kaupangi segir Hafsteinn stýrimaður. Ég vona að mér eigi eftir að vegna vel í fjarlægu landi sem er minnn næsti áfangastaður. Gunnhildur sýndist ekki vera hamingjusöm þegar að hún fór með Gunnbirni eiginmanni sínum vestur. Tóku þau Hrafn með sér í stað þess að deyða hann. Hann átti dauðadóm og útlegð fyrir sér eins og ég. Ætli hjónabandið verði farsælt eður ei. Ég sé land fram undan sem þýðir að ég er komin á lokastað.
Menntun er það sem situr eftir þegar þú hefur gleymt öllu sem þú hefur lært