Ég bylti mér fram og til baka. Lá á hliðinni, lá á maganum, lá á bakinu en allt kom fyrir ekki.
Allt í einu heyrði ég kunnuleg hljóð, vindurinn gnauðaði í eyrum mínum og svo var sem einhver bankaði á gluggann. Ég klemmdi aftur augun
“Þetta var ekki að gerast, ekki aftur. Þetta var búið að gerast á hverju kvöldi síðastliðið ár, alveg síðan…”
Ég henti sænginni af mér, stóð upp og fór inn í eldhús. Ég teygði mig í glas og fékk mér vatns sopa og þar sem ég stóð þarna í eldhúsinu og dreypti á vatninu byrjaði ég að heyra betur þetta greinilega bank á gluggann. Það var bakvið mig, enég ætlaði ekki að snúa mér við.
Ég hafði gert það öll síðustu skiptin, en ekki núna, hvað myndi hún gera þá?
Ég setti glasið í vaskinn, klemmdi aftur augun þegar ég gekk fram hjá glugganum og gekk svo upp stigann.
Ég meina… það var allt í lagi að hundsa hana, sálfræðingurinn minn hafði sagt mér að gera það, það var nú ekki eins og hún væri enn… enn á lífi…
Ég fékk sting í hjartað við tilhugsunina “Það var ekki mér að kenna… og þó…”
Ég lagðist upp í rúmið og dró sængina upp yfir haus.
“frábært.. nú var ég farinn að hugsa um þetta og auðvitað gat ég ekki hætt því; ef ég hefði…? hvað ef….?” Þessar spurningar hringsóluðu í huga mínum, og hennar eflaust líka, ef hún var ekki hér til að hefna sín eða ásækja mig… hvað var hún að gera hér?…. ok, ég verð að hætta að hugsa svona, það eru ekki til draugar…” ég snéri sér á hina hliðina “svona hugsunarháttur verður til þess að ég verð vistaður á Kleppi”
Ég bjóst ekki við því að sofna þessa nótt frekar en aðrar en áður en ég vissi af var ég alveg mitt á milli svefns og vöku, en þá heyrði ég hljóð sem ég hrökk upp við… það var hátt og skerandi ískur, eins og einhver sem væri að reyna að opna hurð með ryðguðum hjörum.
Ég settist upp í rúminu, ég heyrði lágværan, skerandi hlátur og fótatök berast upp stigann. Ég teygði mig undir rúmið og greip hafnarboltakylfuna sem ég geymdi þar undir. Hurðin inn í svefnherbergið opnaðist hægt.
– ég trúði ekki sínum eigin augum, hún var komin inn í húsið! Hún stóð fyrir framan mig! Ég sat stjarfur í rúminu, hvað vildi hún? Hún stóð bara þarna.
Hún var í fallega rjómahvíta brúðarkjólnum með síða blúndu slörinu, hann var tímalaus. Hún hélt enn á bleika blómvendinum í höndunum og um stund fannst mér sem að hún brosti til mín, þetta bros þekkti ég og mér hlínaði um hjartarætur, því um stund var eins og allt herbergið lýstist bara við að sjá brosið hennar aftur.
En allt í einu var sem að myrkrið umkringdi okkur bæði. ég leit á hana og fylltist skelfingu, augun hennar voru orðin rauð af illsku, blómin orðin svört og tennurnar gular, skakkar og brotnar.
Hún hló hlátri sem aðeins geðveikri manneskju sæmdi, hún nálgist mig… hvað átti ég að gera?!….Ég greip kylfuna og henti henni í hana en kylfan flaug bara í gegnum hana… “Ég meinti ekki…. Ég vissi ekki….” stundi ég upp úr mér. ég varð að ná að láta hana vita að þetta hefði bara verið slys, því þá myndi hún kannski fara “Ég var ennþá drukkin síðan kvöldið áður” En hún stoppaði ekki, hún kom nær og nær. Hún gekk inn í tunglsljósið sem braust inn í gegnum þakgluggann og staðnæmdist þar. Um stund hélt ég að hún væri að fara, en þá sá ég það.
Hún var með glóðurauga á báðum, annað rifbeinið stóð út úr kjólnum hennar og hægrilöppin var öll rifin og tætt
“factiskt var þetta þér að kenna!” Ég fann hvernig reiðin ólgaði inní mér og yfirgnæfði óttann “þú þurftir að bjóða fyrrverandi unnusta þínum! þú vissir vel hvað ég verð afbrýðisamur!”
Hún virtist samt ekkert vera á förum, hún leit aðeins á mig og brosti hræðilegasta brosi sem ég hafði nokkurn tíma séð, það var varla hægt að kalla þetta bros heldur grettu og ef mér skjátlaðist ekki skriðu litlar köngulær inn og út í gegnum brotnu tennurnar.
Hún kom nær og nær.
Ég stökk til hliðar og teygði sig í símann, en hún var á undan mér. Ég sá símasnúruna hefjast á loft og fann hana læðast í kringum hálsinn á mér, allt í einu átti ég erfitt með andardrátt, mig svimaði og reyndi að berjast á móti með öllu afli en allt kom fyrir ekki og Það síðasta sem hann sá var brosandi andlit hennar, aftur orðið fallegt, en augun voru enn rauð full af hatri og hefnd.
Everyone believes in destiny… some just don't know it yet