Kannski er betra að ég kynni mig áður en áfram er haldið. Ég heiti Ragnar og ég eyði öllum mínum stundum í að gera ekki neitt. Ég er ekki í skóla, ekki í vinnu, ekki neitt. Ég vakna á morgnanna, fæ mér að borða og hugsa bara allan daginn. Stundum fer í út að hugsa. Það er gott. Ég finn hvernig loftið streymir um mig eins og andar veraldarinnar. Stundum fylgist ég með fólki á gangi mínum og einnig ef ég skrepp á kaffihús. Ég panta samt aldrei neitt. Ég ímynda mér hvað fólk er að hugsa, reyni að vera það. En ég hef samt engann sérstakann áhuga á því. Fólk fattar ekki hve gott það er að gera ekki neitt. Ég bý einn. Foreldrar mínir hurfu bara einn daginn. Ég heyrði aldrei meira frá þeim. Ættfólki mínu er sama um mig. Lætur eins og ég sé ekki til. En alla vega… líf mitt breyttist um nýlega. Hver hefði nú haldið það? Og auðvitað var það vegna stelpu.
Það var á sunnudegi. Ég sat á bekk langt í burtu frá heimili mínu, veit ekki einu sinni hvað staðurinn heitir. Það var gott veður og sólin hafði laumað sér bakvið skýin. Ég starði út í loftið og naut fegurðar náttúrunnar kringum mig. Ég heyrði eitthvað skrjáf vinstra megin við mig. Það var stelpa sest á bekkinn. Við hliðina á mér. Hjá mér! Þetta hafði aldrei gerst áður. Fólki finnst ég venjulega of skrítinn, heldur kannski að ég meiði það. En þessi stelpa var falleg. Hún var með dökkt hár sem var nokkuð sítt niður á bak. Það er verndari líkama hennar. Gnæfir yfir honum og gætir hans. Hún var í mjög dökkum fötum. Flest fólk er ekki í dökkum fötum í svona veðri, nema ég. Ég er þá ekki einstakur eftir þetta allt saman. Stelpan leit á mig með brúnum og hlýlegum augum sínum rétt á meðan hún fletti á næstu blaðsíðu bókarinnar sem hún hélt á. Eftir nokkrar langar og undarlega óþægilegar, en samt unaðslegar mínútur stóð hún upp og gekk í burt. Ég leit niður og hún hafði gleymt bókinni. Ég kallaði á hana og leit bakvið mig. Þá sá ég hana labba upp í strætisvagn. Glæsilegt! Ég missti af henni! Fyrsta áhugaverða manneskjan sem ég sé í mörg ár. Ég tók upp bókina og út úr henni rann miði. Á honum stóð: “Ef þú hefur áhuga þá verð ég á kaffihúsinu um áttaleytið í kvöld. Þetta sem þú ert stundum á. Ég hef oft séð þig þar. Komdu þá vinsamlegast með bókina.” Ég ákvað að fara. Undarlegt, ég hafði ekki gert mér áætlanir í langan tíma. Mér leið vel. Ég fann fyrir ákveðni tilfinningu. Eftirvænting. Hvað skyldi gerast?
Ég hitt hana á tilsettum tíma um kvöldið. Við töluðum saman, vandræðalega í fyrstu en það lagaðist fljótt. Ég skilaði henni bókinni. Hún varð ánægð. Ég varð ánægður. Við töluðum um allt, okkur kom vel saman. Hún sagðist heita Linda. Eftir tveggja klukkutíma spjall á kaffihúsinu og úti á gangi okkar heim kvöddumst við. Við áttum heima nokkuð stutt frá hvort öðru. Við ákváðum að endurtaka leikinn á sama tíma daginn eftir. Þannig gekk það í næstum því tvær vikur. Við urðum virkilega náin og kysstumst fyrir utan húsið hennar eitt kvöldið. Ég hafði aldrei verið svona hamingjusamur. En sú hamingja dvínaði fljótt.
Ég var á mínu daglega síðdegisrölti um hverfið daginn eftir kossinn. Ég fór framhjá húsi Lindu og ég sá hana í glugganum. Hún var að kyssa einhvern mann, þetta var augljóslega kærasti hennar. Hún hafði aldrei sagt mér að hún ætti kærasta! Hvers vegna kyssti hún mig? Ég fann fyrir ótrúlegum sársauka. Þau skyldu sko fá að gjalda! Ég strunsaði að aðaldyrum hússins og hringdi bjöllunni. Maðurinn kom til dyra. Ég kýldi hann fast í andlitið. Hann datt og fór inn í eldhús þar sem Linda var skelfingu lostinn. Ég náði í hníf og hrinti Lindu frá áður en hún gat stöðvað mig. Maðurinn hljóp í áttina að mér og ég stakk hann beint í maginn. Svo hélt ég áfram að stinga hann eins og brjálæðingur. Var ég brjálæðingur? Blóð lak eftir gólfinu og ég horfði á Lindu. Hún grét. Ég vildi meiða hana en gat það ekki. Ég leit aftur á manninn og gerði mér loksins grein fyrir því hvað ég hafði gert. Ég var ógeðslegur. Hvernig gat ég gert þeim þetta? Hvernig gat ég gert Lindu þetta? Ég hljóp út og ráfaði um götur borgarinnar lengi. Ég gekk eftir göngustíg framhjá Höfða. Ég hafði aldrei verið hér áður. Ég stoppaði við lítinn foss. Þetta var fallegur foss. En ef ég færi of nálægt þá myndi ég detta og stórslasa mig, ef ekki deyja. Ég starði lengi vel á fossinn og tók upp þessa litlu bók sem ég tek með mér hvert sem er. Bara til að skrifa eða teikna í. En ég hef aldrei notað hana.
Nú skrifa ég bréf til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum mínum. Ef ég skil þetta eftir þá finnurðu þetta kannski Linda. Þetta er fallegur staður. Hér væri gott að deyja. Ég á ekki lengur skilið að lifa og ég get ekki horft í fallegu, djúpu, brúnu augu þín lengur. Ég vona að þú hatir mig ekki. Ég elska þig ennþá. Fyrirgefðu mér Linda.