“Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?” Ekki ég að minnsta kosti, ég fýla það að vera frjáls, frelsið er mér mjög ávanabindandi, og í hvert skipti sem ég verð fangi, þá keppist ég við að losa af mér hlekkina og verða frjáls sem fuglinn á ný.
Ég er frjáls í dag, ég valhoppa niður laugarveginn og sé á fólki hvað það er að hugsa; “mikið er þessi glaður, hvaðan ætli hann hafi sloppið?”, “úr gíslingu sálarkreppunnar” hugsa ég. Mér er svo sem sama hvað fólk hugsar um mig, því ég er frjáls í dag. Ég sé einhvað spennandi við allt saman, hlæ að öllu þessu hversdagslega fallega lífi fólks. Gamall kall að týna upp dósir, mikið er hann duglegar. Davíð Oddson röltar út úr alþingishúsinu, andar djúpt að sér og dáist að borginni sinni, sjálfsöryggið í réttum stað. Tælendingur að grípa gæsina, á tjörninni, fá sér góðan kvöldverð, er það ekki málið, HAHAHAHA.
Mikið getur lífið verið dásamlegt. Ég anda að mér fersku loftinu, það er nýbúið að rigna og þá er andrúmsloftið svo mmm ferskt, bragðgott, subway, nei, allt of dýrt, ég fýla miklu betur þessa heimilislegu, plastlausu staði, Bæjarins bestu, fæ mér eina með öllu.
Ég valhoppa í áttinu að fyrsta pylsubar á landinu mér sólskinsheimabros og sé þar stúlku sem ég þekki ekki. Hún er beint ekki falleg, en það er einhver ára sem lýsir hana upp og ég, frjáls maður segi einfaldlega bara; “Hæ, mikið er veðrið gott!”
“Já,” segir hún hálfhikandi, hættir við að fá sér bita og horfir undarlega á mig, hallar öðru auganu, “það er svo gott að anda þegar það er nýbúið að rigna”
“Já, það er satt” segi ég og horfi óákveðið upp í skýjin og stúlkan heldur áfram að horfa undarlega á mig.
Ég sný mér síðan snögglega að henni rétti út hendina og spyr hana hvað hún heiti. Hún lætur frá sér kókglasið sem hún hélt á í vinstri hendi og heilsar mér, með vísast til, rangri hendi “Guðlaug, en þú?”
“Áki Snær Erlingsson” segi ég öruggur og brosi blíðlega
Hún brosir líka, en samt ekki til að vera vinleg, heldur vegna þess að hún stóðst bara ekki mátið. “Áki, en sérstakt nafn, hvaðan kemuru? Ég sé það bara á þér að þú ert ekki héðan úr one o one”
“nei þar hafðiru rétt fyrir þér, ég bý nú í Grindavík en er hérna í Reykjavík í skóla”
“hvaða skóla þá?”
“MR, en ert þú ekkert í skóla?”
“Nei, ég er að reyna að safna pening, fara í skóla svo úti” það pípir í einhverju tæki hjá henni og hún tekur upp einhvers konar lófatölvu. “æ, ég verð að fara, það var gaman að tala við þig” Hún treður í sig pylsunni og þambar kókið og drífur sig svo af stað.
Ég kalla á eftir henni “það er ball á fimmtudaginn á Nasa hjá MR, kemuru?”
Á harðahlaupum snýr hún sér við og kinkar kolli því hún getur ekki talað með fullann munninn. Ég lyfti upp þumalfingri til merkis um það að það sé yndislegt, frelsið er yndislegt, núna fæ ég mér pylsu.
Frelsið víkkar sjóndeildarhringinn í mér og eftirtektina. Innblásturinn er rosalegur og ímyndunaraflið alveg í sama takt. Ég get samið um allt sem ég sé og allt sem ég hugsa og ég get líka lifað mig svo mikið inn í það að sumir, jæja flestir, halda að ég sé veikur á geði.
Ég sem sögu um fæðinguna séð frá pirruðum augum hins nýfædda barns, öskrandi á allt og alla, kvartandi og kveinandi, bara svona eins og börn eru. Ég skrifa mjög mikið þegar ég er frjáls. Ég skrifaði nú mína fyrstu sögu þegar ég frelsaðist fyrst, hékk ég þá yfir tölvunni fullkomlega einbeittur í fjölda tíma og kom svo út í veröldina hraustari en nokkurn tíma áður. Núna nýti ég hvert frelsistækifæri sem ég fæ, því eins og ég sagði, enginn er frjáls að eilífu.
Balldagur er runninn upp og hinn frjálsi ég drekk frjálsan drykk með frjálsum áhrifum í fyrirpartíi hjá bekkjarsystur minni á Seltjarnarnesinu. Ég tala við vini mína og fer að dansa öðru hverju. Grjóni og Halli tala um hvaða dömur eru flottar og hverjar skemmtilegar en Guðrún er að sjálfsögðu með langflottasta rassinn. Þeir fara að hlægja en ég næ ekki að fylgjast með, ég er að hugsa um stelpuna sem ég hitti um daginn, hvað heitir hún aftur?
Eftir eitt af fjölmörgum dyrabjölluhljómum þá eru útidyrnar opnar fyrir dömu sem glitrar af áru. Þetta er stúlkan, stúlkan mín, stúlkan sem ég hitti um daginn. Æ, djöfullinn, af hverju gleymi ég alltaf öllum nöfnum. Þetta er eini af fáu göllunum við að vera frjáls, maður gleymir oft hlutunum sem skipta máli.
Ég geng í áttina að henni. Hún er gullfalleg, í rauðum kjól og léttum hvítum jakka, ef það skildi rigna “Góða kvöldið, gaman að hitta þig hér!” segi ég frekar hátt en geri mér engan veginn grein fyrir því.
“Góða kvöldið Áki, og sömuleiðis” segir hún og brosir.
Ég veit ekki alveg hvað gerist með mig en einhvern veginn fer samtalið úr því að tala um hvort annað í að tala um hvað við erum að drekka og vandræðalegar þagnir, en við endum loks í því að dansa.
Grjóni pikkar í mig; “Áki, koddu maður, taxinn okkar er kominn”
“Er laust far hjá ykkur?” spyr Guðlaug, já Guðlaug, það var nafnið, úff, nú léttir mér.
Grjóni horfir á mig og tekur eftir örvæntingunni í augunum á mér. “Jájá, ekkert mál, það er pláss”
Við setjumst aftur í taxann og lagt er af stað. Af einhverri undarlegri ástæðu þá tek ég höndina á henni þannig að við leiðumst, hún hallar sér að mér og ég kyssi hana. Þessi koss var mikilfenglegur og ég fann hvernig frelsið varð eins og ör, einbeitt á aðeins einn hlut, stelpuna sem ég er búinn að gleyma aftur hvað heitir.
Við förum í röðina og kyssumst og káfumst þangað til við erum skilinn í sundur og þrekvaxnir gaurar fara að káfa á okkur. Þegar við erum búinn með formsatriðin þá lætur hún mig fá jakkann sinn; “viltu fara með hann í fatarekkann, ég ætla aðeins á klóstið” síðan kyssir hún mig og leggur af stað.
Ég fer með yfirhafnirnar okkar og fæ sameiginlegt númer fyrir þær. Ég geng síðan að klósettunum og bíð þar fyrir utan. Inn fara stelpur og pör og út fara stelpur og pör. Í 10 mínútur bíð ég fyrir utan kvennasnyrtinguna og aldrei sé ég Guðlaugu. “Ætli hún hafi farið út á dansgólf?” hugsa ég og legg af stað þangað.
Ég rölti í gegnum mannþröngina fram og aftur og aldrei sé ég stúlkuna mína, ekki rauða kjólinn né áruna. Ég fer að barnum og ekki er hún þar. Ég tvístíg um staðinn eins og týndur ungi.
Loksins finn ég dömuna mína og aldrei hefur frelsinu verið eins af mér svift, hún var að kyssa annan gaur. Það rann af mér á svipstundu og það lá við að ég félli á hnén og gréti.
Ég gekk í áttina að fatarekkanum, skilaði inn miðanum og fékk jakkana okkar beggja. Ég klæddi mig í jakkann minn og setti hinn undir hendina og gekk út og rölti í áttina til bróður míns sem ég gisti hjá. Á leiðinni sé ég ruslatunnu, ég opna hana og horfi ofan í hana, hún er tóm. “Hérna Guðlaug, þú átt ekki meira skilið en þetta” segi ég og set jakkann ofan í tunnuna.
Frelsi mínu lauk í kvöld, það er hlutir eins og þessir sem fangelsa mann.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey