Svenni horfði vonsvikinn á dagatalið sitt. Enn voru margir mánuðir í það að hann myndi sjá vini sína betur. Kolur stökk upp og reyndi sitt besta til þess að kæta hann. Svenna fannst stundum eins og Kolur gæti lesið hugsanir eða bara dýr almennt. Hann leit örlítið glaðari á Kol og hló að látunum í honum. Kolur hoppaði upp niður eins og hann væri á trompólíni eða reyndi að hefja sig til flugs. Svenni tók hann upp áður en hann færi sér að voða og strauk honum gætilega um svarta, mjúka feldinn.

,,Enn eru þrír mánuðir í að ég sjá Jón og Steinu aftur, Kolur.” Sagði hann dapur og horfði í augun á honum, rétt eins Kolur skyldi hann.

Kolur starði á hann á móti með stóru hundsaugunum sínum og þar eins og hann segði með þeim:,,Hertu upp hugann. Þrír mánuðir eru fljótir að líða” og bætti síðan við: ,,Hættu þessu væli og komdu í boltaleik”! Kolur stökk nefnilega niður á gólfið og sótti bolta sinn. Boltinn var lítill, dökkrauður og með marlituðu mynstri.

,,Já hví ekki það! Við eigum skilið að lyfta okkur upp…eða ja allavega þú”! Svenni tók við boltanum úr kjafti hundsins. Hann tók síðan upp ljóslitaða bakpokann sinn og setti boltann í ásamt Koli. Hann vissi nefnilega að það þýddi ekkert að fara niður stigann, ef hann vildi sleppa við reiðilesturs frænda síns. Þessi tími átti nefnilega að fara í undirbúning undir lokaprófin.

Hann setti bakpokann á sig og þegar hann ætlaði að fara opna gluggann, heyrði hann að hurðarhúninum var snúið. Svenni hafði samt engar áhyggjur vegna þess, að hann var nógu of klókur til þess að hafa læst.

Innan skamms mátti líka heyra reiðilega rödd frænda segja:,,OPNAÐU….. ÞÚ ÞARNA….HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA…. AF ÞÉR….” inn á milli heyrðust formælingar og blótsyrði.

Svenni sagði í sínum mesta sakleysistón, til þess eins að ergja frænda sinn:,,Ég er bara að læra og þarf næði”. Hann varð að passa að skella ekki upp úr, þegar hann notaði þess augljóslegu lygi.

,,HVAÐ!!ÉG SKAL SKO…..”

En síðan tók hann upp aðeins léttara hjal eða alla vega eins mikið og honum var unnt, hálfgert tuldur:

,,Þú ert sjálfsagt ekkert að gera af þér, svo að ég fer bara”. Skóhljóð heyrðust og allt bendi til þess að hann væri farinn.

Svenni vissi samt alveg hvað myndi gerast næst, svo að hann beið rólegur eftir framhaldinu.

Enda brást það ekki. Hurðin flaug upp á gátt og frændi hans stóð bálreiður í dyrunum. Svenni lét það ekkert á sig fá og hélt enn sama sakleysissvipnum þegar frændi hans greip í hann og hristi.

Kolur skaust upp úr bakpokanum og flúði af stríðsvettvanginum. Hann faldi sig síðan undir skrifborðinu hans Svenna og teygði fram loppuna til þess að ná boltanum sem fylgdi sömu leið.

Eftir stutta stund þegar frændi Svenna hafði fengið smá útrás fyrir reiði sína, sleppti hann Svenna. Hann hafði þó enn brjálæðisglampann í augunum.

Svenni brosti á móti og það gerði frænda hans enn pirraðri.

,,Þú heldur að þú sért sloppinn, en það er sko langt því frá. Gettu bara hver er niðri?”

Það skemmti frænda hans að sjá skelfingarsvipinn á Svenna, sem hafði birst eftir þessar óvæntu fréttir, sem hlutu að vera skelfilegar fyrir Svenna, fyrst að þær höfðu glatt frænda hans svo.

Hann leit með spurnaraugum og óttasleginn á frænda sinn. Það var aðeins eitt sem hræddi Svenna og ef það var það sem hann grunaði, væri hann í heilmiklum vandræðum.

Honum skjátlaðist heldur ekki í þetta sinn, á bak við Ólaf birtist hann í eigin persónu enginn annar en, afi hans.

Svenni reyndi að komast að glugganum, en áður en hann svo mikið sem gat blikkað auga, hafði afi hans þrifið í hann.

,,Sæll Svenni”. Sagði hann með illilegu glotti.

Ef Kolur var hræddur áðan, var það ekkert miðað við hvernig hann lét núna. Hann flúði út um opnar dyrnar, út í frelsið. Áður sneri hann sér samt við, eins og hann segði: ,,Kvíddu engu ég fer og næ í hjálp”.

Svenni horfði á síðustu von sína hverfa út um dyrnar.

,,Jæja, þá hundspottið horfið. Það sparar mér ómakið að eyða því”. Sagði afi hann grimmilega og herti takið á Svenna, sem kveinkaði sér undan því.

,,Hvað..hvað ertu að gera hérna…afi?” Spurði Svenni, þrátt fyrir að hann grunaði svarið og reyndi að fella óttann sinn en árangurslaust.

,,Það þarf alltaf af hafa hemil á svona kvikindum eins og þér.” Sagði afi hans reiðilega og henti honum út í vegg.

Svenni reyndi nudda meiddu öxlina, án þessa að til hans sæist. Að hugsa sér fyrir andartaki leiddist honum! Nú hafði bjarti vormorguninn breyst í hans verstu martröð. Hann var þess fullviss að veðrið hefði breyst úr fallegu sólskinveðri í brjálað óveður. En þegar hann leit út um gluggann reiddist hann, þegar hann sá að svo var ekki. Fallegur spörfugl sat út á trjágrein fyrir utan herbergisglugga hans og söng. Svenni æpti á hann til þess að fá útrás reiði sinnar:,,ERT ÞÚ LÍKA Á MÓTI MÉR!” Fuglinn var furðulostinn út af þessum klikkaði dreng að vera ásaka hann fyrir eitthvað sem átti engan þátt í. Hann snarþagnaði því og flaug þangað sem hann var velkominn.

Skyldmenni hans voru á engan hátt brugðið við spaugilega og barnalega hegðun hans, enda var hún í þeirra augum, einn hans versti löstur.

,,Er nú verið á níðast á fuglunum. Það lýsir þér vel Svenni!” Sagði afi hans reiðilega milli gnístra tannanna og þreif í hann aftur. Hann tók í viljandi í meiddu öxlina hans.

Aaaáá! Niðurbæld sársaukaóp barst frá Svenna.

,,Nú kemur þú í smá bíltúr með mér og ég held að þú vitir fullvel hvert”!

,,Æ nei. Ekki þangað!” Með þessum orðum reyndi Svenni að biðjast miskunnar sem var með öllu ógerlegt og hann vissi það líka.

,,Ójú, einmitt þangað!” Sagði afi hans sigrihrósandi og dró hann með sér út úr herberginu.

Ólafur fylgdi á eftir og hafði sjaldan verið eins hamingjusamur.
Rosa Novella