Sumarást-kafli 3
Um leið og labba in um hurðina, kemur mamma á móti mér.
-Og hvar hefur þú verið Olga? spyr hún
-Bara úti. Svara ég
-Já og viltu gjöra svo vel og segja mér hvar þú varst.
-Mamma, ég var bara á rúntinum með vinkonum mínum ok.
-Já, ok, en annars, þú átt að fara að vinna, það var verið að biðja þig um að koma og vinna til 4.ok.
-Já, ok ég er þá farin.
Ég nennti ekki að fara að rífast í mömmu eina ferðina enn. Svo ég fer að vinna, sem betur fer eru þau að fara til New York í dag.
Þegar ég mæti á bensínstöðina, þar sem ég átti víst að vinna í dag, var fundið handa mér kuldagalla og hanska. Það er víst alveg helvíti kalt að standa úti og dæla bensíni allan daginn.
Þetta er einstaklega leiðinlegt, ég gæti aldrei unnið við þetta á hverjum degi, eða 3 í viku eða eitthvað álíka. Ég gæti aldrei unnið við þetta.
En um 4 leytið þá losna ég, og þá fer ég heim. Mamma og Pabbi eru á leiðinni út um hurðina. Segja mér að passa húsið og haga mér vel og þetta venjulega.
Ég sest niður í sófann og fer að horfa á tívíið, eftir smástund sofna ég.
Mig dreymir svo asnalega, það er verið að hringja í mig frá Aðalstöðinni. Og ég ákveð að sleppa því að svara þessu símtali. Ég ætla ekki að fara að vinna, ekki búin að sofa í sólahring.
En ég vakna samt, og lít á símann minn, 15 missed calls stendur á honum. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman, það var hringt í mig frá Aðalstöðinni og ég sé að Gísli hefur líka verið að hringja. Þar sem ég get ekki hringt í hann, þá verð ég að bíða þar til hann hringir aftur. Ég byrja að horfa á sjónvarpið aftur, aðeins meira vakandi í þetta skiptið. Síminn hringir, og ég sé að það er Gísli. Ég fæ undarlegan hnút í magann, hvað er eiginlega að mér. Má strákur ekki sýna áhuga á mér án þess að ég fari öll í hnút eða? Ég nenni ekki að hugsa um þetta og svara í símann.
-Góðan daginn. Heyrist hinum megin á línunni.
-Góðan daginn, segi ég, hvað segiru?
-Bara allt það fína, afhverju svaraðiru ekki áðan?
-Æ, ég var sofandi, og mig dreymdi að það var einhver að hringja í mig sem mig langaði ekkert að tala við, svo ég sleppti því.
-Já, soleiðis, ég hélt að þú væri að forðast mig eða eitthvað? Ég meina, eftir að við kysstumst í morgun, og þú vildir ekkert hitta mig aftur.
-Svo þú hélst að ég hefði orðið hrædd eða eitthvað álíka, ha? Segi ég og brosi, nei ekki alveg, þú hræðir mig ekkert, svo að þetta er allt í lagi.
-Er það? Frábært, en hérna, viltu koma með mér í sund?
-Já já, ekki málið, ég hitti þig bara niðrí sundlaug.
-Jams, okey ég sé þig eftir sona 20 mín þá, bless bless
-Já bless.
Ég tek saman sundfötin og fer niður á sundmiðstöð. Gísli bíður þarna fyrir utan, og við förum inn.
Eftir sundið, erum við eitthvað að spjalla, og ákveðum að fara heim til mín, þar sem að enginn er heima.
Við förum heim, og horfum á sjónvarpið. Erum ekkert að gera neitt, bara að kúra og hafa það kósý. Ég hrekk allt í einu upp við að hann er að segja eitthvað við mig.
-Ha, hvað sagðiru? segi ég
-Ég var að spyrja þig hvort þú þyrftir að fara að vinna á eftir?
-Nei, er í fríi í dag, *geisp*
-Frábært, þá þurfum við ekkert að fylgjast með klukkunni er það. segir hann og brosir til mín.
-Nei, þurfum ekkert að hafa áhyggjur af henni, eigum við ekki að klára að horfa á myndina.
Þetta er einhver ömurleg frönsk mynd, ég skil ekki rassgat, og eftir smá stund sofna ég. Ég vakna aftur einhvern smá tíma, við það að hann er að horfa á mig. Hann segir mér að klukkan sé orðin 03:00, og spyr hvort ég ætli að sofa í sófanum, eða hvort við eigum að fara inn í herbergi.
Við förum inn í herbergi, og höldum áfram að kúra. Erum að tala saman um hvort annað, hann segir mér frá ævi sinni og ég er eitthvað að segja honum frá minni. Og við sofnum aftur.
-þetta er endir á 3 kafla-
spotta/01