“Free I am!”
Hvað er í gangi? Já fjárans útvarpið.
Jóel Georgsson fálmar blindur af þreytu eftir vekjaraútvarpinu. Hvað er hann að hlusta á fm? Hann er ekki einn af þessum hnökkum með sín svitabönd, gel og scooter tónlist. Ekki nálægt því. Stundum væri það gaman. En hann er það ekki, kannski verður það hans næsta hlutverk en nú verður hann að standa sig vel í þessu hlutverki.
Hann klæðir sig og opnar ískápinn. Allt sem er þar inni fékk mjög friðsælann dauðadaga fyrir talsvert löngu.
Hann tekur það út sem lítur út fyrir að hafa verið jarðsungið fyrir sem stystum tíma.
Nokkrar kartöflur frá því í fyrra dag og mjólk. Hann verður að gjöra svo vel að borða það á leiðinni.
Hverfið er stórt og aukablöðunum troðið miskunarlaust upp á hann.
Þegar hann kemur heim er enn einn og hálfur tími þangað til að hann þarf að fara í skólann. Hann lyftir upp dýnunni og tekur fram stílabók.
Best að fela hlutina vel á þessu heimili. Þegar pabbi hans dettur í´ða þá leitar hann um allt hús að peningum.
Hann er búinn með um helminginn af stílabókinni. Leikrit í nokkrum þáttum. Stórt en ekki næstum því jafn stórt og aðal leiksýningin: Leiksýning lífsins. Leikararnir eru allir sem hann sér en áhorfendur sjást ekki. En þeir fylgjast með alltaf. Dást að huguðum, hlæja að klaufum, vorkenna eða fyrirlíta þá huglausu.
Jóel er nú að leika í sýningunni Jóel Georgsson.
Mjög mikilvægt hlutverk þó það líti ekki út fyrir það.
Hann gengur frá bókinni klukkutíma seinna og labbar í blokk sem er nokkrar blokkir frá þessari.
Snörlandi dyrabjöllurödd svarar honum.
“Hæ hver er þetta?”
“Hæ þetta er Jóel ert þú virkilega byrjaður að svara í dyrasímann Ragnar?”
Ragnar er frændi Jóels. Georg faðir Jóels á bara einn bróður Ingvar sem er um það bil jafn drykkfelldur.
“Neits ég má það ekki neitt. En mamma og pabbi er sko bara sko sofandi.” svarar Ragnar.
“Ætlarðu ekki að koma niður þú ert að verða of seinn í skólann?” segir Jóel.
Hár skellur heyrist þegar tólinu er skellt að og nokkrum sekúndum seinna heyrist hratt fótatak í stiganum.
Ragnar tekur í hönd Jóels og þeir labba að skólanum. Jóel hefur komið Ragnari í stað foreldra og Ragnar hefur verið sá eini sem að hefur einhvertíman elskað Jóel.
“Hvenær verður leikdritið þitt tilbúið Jóel,” segir Ragnar og leikur sér að hoppa án þess að stíga á strik.
“Það er leikrit ekki drit Ragnar,” segir Jóel áminnandi en samt ánægður.
“Já ég vissi það alveg.”

Krakkarnir í skólanum fyrirlíta Jóel allir sem einn. Mest hata þeir hann fyrir að hafa drepið gullfiskinn. En það er ekki satt, Jóel drap hann aldrei.
Það var verkefni í bekknum. Hver og einn fékk að hugsa um Gulla í eina viku. Jóel hafði talið dagana þangað til hann fengi að hugsa um hann.
En svo kom pabbi eina nóttina með nokkrum vinum sínum pöddufullur. Skyndilega gekk einn inn í herbergið hans Jóels. Hann riðaði þannig að það rann úr flöskunni ofan í kúluna með Gulla. Þetta gerðist fyrir um hálfu ári. Jóel man efitr því að hann langaði að gera einhvað en var of hræddur. En hann var ekkert hræddur í alvörunni, bara til að áhorfendur myndu halda það.
Um leið og hann var farinn út skaust Jóel út úr rúminu. Hann greip kúluna og hljóp í eldhúsið.
Hann kveikti á krananum og setti Gulla í glas með vatni til að bjarga lífi hans.
En þá voru fyllibytturnar greinilega þarna ennþá. Einn þeirra sló Jóel þannig að hann datt og glasið brotnaði.
Jóel vissi að þetta var ekki alvöru gullfiskur nú lág bara plastfiskur á gólfinu. Samt grét ann til að láta áhorfenduna sjá að honum var alvara.
Hann laug að hann hefði óvart misst skálina. Síðan þá hötuðu krakkarnir hann enn meira.

Jóel situr við borðið sitt og kreppir hnefana. Hann ætlaði ekki að ráðast á Smára en það var skrifað í handritið. Hann sá leikstjórann Herra Guð gægjast fram á sviðið og gefa honum merki. Nú þarf hann að sitja eftir.
Allt í einu tekur hjartað á honum salíbunu niður í maga. Eða þannig sviður verður á andliti hans þannig að áhorfendur skilji óttann.
Hann er vanur að sækja Ragnar í gæsluna á þessum tíma. Hann veit hvað hann á að gera. Herra Guð gægist fram undan einu borðinu.
“Hlauptu,” hvíslar hinn frábæri leikstjóri herra Guð. “Stystu leið.”
Jóel opnar gluggan og stekkur út áður en að kennarinn lítur svo mikið sem upp.
Tveggja metra fall. Hann finnur ímyndaðann sársauka en bara útaf því að hann er svo góður leikari. Hann leikur svo vel að hann trúið því sjálfur.
Hann hleypur að hraðbrautinni sem er á milli skólans og blokkahverfisins.
Hann sér silfurlitaðann Golf keyra í burtu.
Þarna liggur hann. Ragnar. Þakinn í blóði.
“Nú hljóta áhorfendur að taka andköf,” hugsar Jóel “Þeir vita ekki að þetta er gerviblóð.”
Jóel ber Ragnar útaf götunni og leggur hann á bekk og biður fyrsta mann sem hann sér að hringja í neyðarlínuna.
“Ég sá engann bíl hann kom svo hratt svo bara búmm,” hóstar Ragnar.
“Það er allt í lagi núna,” segir Jóel.
“Þú ert besti vinur minn Jóel,” segir Ragnar. Svo lokar hann augunum.
Jóel horfir á hann. Hálsinn þurr. Eins og sandpappír.

Kistan var þakin blómum þegar hún seig ofan í jörðina. En Jóel veit betur, það er bara gervi ofan í kistunni. Ragnar bíður baksviðs eftir að hlutverki Jóels ljúki líka.
Pabbi, Ingvar og konan hans labba í burtu. Jóel stendur við leggsteininn.
Hann veit hvað hann á að gera.

Krakkarnir flæða út af diskótekinu. Skyndilega taka þau eftir veru sem stendur upp á skólanum.
“Hei er þetta ekki Jóel,” segir ljóshærður langur strákur. “Ertu að pissa upp á þaki stauli?”
Jóel snýr sér að krökkunum en einnig að áhorfendunum sem hann ekki sér.
“Góðir hálsar nú líkur sýningunni Jóel Georgson.” segir hann. “Gaman að fá ykkur.”
Hann hallar sér fram. Dregur andann djúpt og lætur svo vaða. Hann finnur vindinn í hárinu þetta er hár skóli. Hann vindur upp á sig, heljarstökk en lendir svo á maganum.
Hann finnur sársauka. Þessi sársauki er bara ímyndun. Gerviblóðið frussast út um allt. Krakkarnir hafa myndað hring í kringum hann. Einhver talar andstuttur í síma.
Jóel heyrir eitt og eitt orð á stangli.
“Sjúkrabíl… Fram af þaki…”

Jóel verður léttari nú er hann ósýnilegur. Hann gengur að baksviðinu og labbar þangað inn. Herra Guð sýnir honum tvo þumla.
“Frábært Jóel,” segir hann ánægður og faðmar hann.
Jesús faðmar hann líka. Jóel hefur heyrt hans getið. Leiksýning hans vakti líka mikla umfjöllun.
Ragnar litli hleypur í fang hans.
“Jóel þú varst frábær.”
“Ekki eins frábær og þú.”
Nú er því lokið.
Leiksýning lífsins.