Einu sinni langt inni í niðdimmum skógi, bjuggu dvergar sem voru risavaxnir. Af hverju voru þeir þá kallaðir dvergar? Jú, þeir voru dvergar en urðu fyrir stökkbreytingu þannig að þeir stríddu gegn stærðarlögmálum allra dverga. Við fæðingu voru þeir gerðir útlægir og olli það móðurinni ákafri hjartasorg. Hún lést stuttu síðar og var það veigamikil athöfn, enda eiginkona höfðingjans.Þeir dvergar voru sendir í útlegð til risanna, sem vildu ekki hafa þá heldur, í núna var það vegna þess að þeir voru of litlir. Þeir fluttu því inn í niðdimman skóginn.
Einn dag sáu þeir yndisfríða stúlku sem var af tegundinni Ljótar kerlingar. Ljóta kerlingin, var með gullið hár, sjávarblá augu, rósrauðan munn og leit semsagt út eins allar aðrar stúlkur, sem teljast fríðar.
Eldri dvergurinn ( sem kom mínútu á undan út, en þeir voru tvíburar) var kallaður því algenga nafni Jósatat ( í heimi dverga á þessum tíma var það afar algengt nafn) en sá yngri bar óalgengara nafn Glámur. Jósatat varð yfir sig ástfanginn af gullnu hári Ljótu kerlingunni, enda elska dvergar gull. Hann þreif því skæri og klippti lokk úr hári hennar, er hún beygði sig niður til þess að tína blóm. Hún varð að sjálfsögðu brjáluð og hrifsaði skærin úr hendi Jósatat. Til að hefna sín klippti hún allt skeggið af honum og tók hárið í kaupæti.
Bróðir hans varð þá fokreiður og hrifsaði skærin úr hendi hennar og………gat ekkert gert. Ljóta kerlingin horfði á hann með þvílíkum sakleysis augum að hann lét skærin detta. Hann klöngraðist síðan aftur á bak inn í runna og faldi sig, dauðfeimin við töfraveruna.
Hún hló og sveiflaði hári og skeggi Jósatat í sitt hvorri hendinni. Æfur af reiði þreif Jósatat hárið og skeggið sitt úr fíngerðum höndum hennar og skellti því á hausinn á sér. Það tolli ekki lengi og féll sífellt í jörðina, sama hve lengi hann þrýsti á það. Hann vafði því að lokum utan um hausinn á sér eins og húfu. Að endingu sló hann Ljótu Kerlinguna á afturendann , nokkrum sinnum (niðurlægði hana semsagt, eins og hvert annað barn), fast og flýtti sér síðan til bróður síns. Hún varð fokreið og hljóp í áttina til þeirra. Þeir höfðu þá lagst á eitt og sveigt trjágrein eins langt og þeir gátu. Þegar hún hljóp á hraðspretti til þeirra, slepptu þeir greininni þannig að hún skall á helaumum afturendanum ( Ljótar Kerlingar hlaupa aftur á bak og dvergar eru verulega handsterkir og enn sterkari eftir stærð ( En Jósatat og Glámur voru einu risavöxnu dvergarnir sem vitað var um)).
Hún flaug beinustu leið í skógartjörnina og sást ekkert meir. Bræðurnir tókust í hendur og Glámur baðst afsökunar á að hafa fallið fyrir töfrum ljótu kerlingarinnar. Jósatat hafði fyrirgefið honum fyrir löngu síðan, enda féll hann fyrir þeim sjálfur. Sáttir gengu þeir enn lengra inn í skóginn.
Endi
Rosa Novella