Dagbækur Rikimaru - partur 1.2

Dagbók. Oshigama hérðað. (Árið 1214)

Það hefur rignt í níu nætur samfleytt á þessum árans skaga. Fjöllin verða mikið erfiðari yfirferðar þegar veðrið er svona þungbúið. Við höfum verið á ferðinni núna í rúmt ár held Ég þetta er þriðja sendiförin mín, Ég orðin tvítugur og enn fæ Ég ekki stöðu sem Jounin. Rollan með fyrirskipun Tokugawa ætti að vera komin, en við höfum ekki séð sendiboðann í viku, hann reið þó ekki nema þriggja daga leið. Orðrómar heyrast um að Toyatomi hafi sent þrjú hundruð manna herlið yfir Iga fjöllin, Ég óttast það þó ekki, flokkar hans eru ekkert nema kotabændur sem hann neyðir til að berjast, þó svo hann sendi sex hundruð menn myndi ég ekki óttast þá því þeir eru ekki Samurai, þó svo þeir vilji kalla sig það. Þeir eru eins og svín, ofaldir á hverfulum munaði meðan þeir bíða í tjaldbúðunum. Þeir kunna ekkert með sverð né boga að fara. Toyatomi reynir að sigra með fjöldanum. Hah! þetta eru ekki herlið sem hann sendir, heldur svínahjarðir.

Við misstum Nada í gær, hann féll og braut sig þegar við fórum yfir Gonshunu skarðið í síðustu viku. Þetta var slæmt brot, beinið stóð út og hann fékk fúa í sárið. Hann var sá eini í hópnum sem var orðin Jounin og núna er það eiginlega Ég sem er hópstjórinn þótt Ég sé bara Genin enn þá… málið er að hinir þrír sem eftir eru hafa ekkert frumkvæði, strax á þriðja degi fóru þeir að bíða eftir því að Ég segði þeim hvað þeir ættu að gera. Núna eftir að Nada er dauður líta þeir á mig sem foringja, Ég myndi þó ljúga ef Ég segði að mér myndi ekki líka það.

Maturinn er á þrotum og Ég er orðin þreyttur á að bíða eftir sendiboðanum, við leggjum á stað til þorpsins í dögun ef hann verður ekki kominn. Eitthvað hvíslar því að mér að hann sé dauður líka, hvílir í myrkum sölum Izanami líkt og Nada. Ég er farinn að sakna Ayame síðast þegar Ég sá hana hafði hún ný drepið lénsmann Toda. Þetta var fyrsta launmorðið hennar og Ég gleymi því ekki svo glatt þegar Ég kom að henni á laugarstæðinu, fötin rök eftir blautt grasið, móð og másandi að baslast við að þvo blóði drifnar hendurnar, vælandi “Ég næ því ekki af” í sífellu. Auðvitað var hún í geðshræringu, hún hvæsti á mig “Skiptu þér ekki af þessu” þegar ég benti henni á að það sé betra að þvo blóð með köldu vatni. Hún er hörð og á eftir að sinna hlutverki sínu sem Kuonichi með sóma, hún var ekki nema sautján vetra þegar þetta var.

Ég man eftir fyrstu aftökunni minni, Ég var á svipuðum aldri og hún var. Ég man sérstaklega eftir hvað skuggarnir voru erfiðir það kvöld, tunglið óð í skýjunum, skuggarnir flökkuðu með og það var mjög erfitt að halda sig í þeim. Ég gleymi aldrei lyktinni á pútnahúsinu þar sem Ég átti að drepa hana. Maddama Oni var hún kölluð, já, hvað minningarnar streyma núna. Hún hafði svikið undan skattheimtunni í 3 ár og var viðriðin morðinu á dóttur lénsherrans. Hún lá hrjótandi í rúminu þegar ég læddist inn, það hafði ekki verið borin næg fita á Fusuma hurðina og það voru mikil læti þegar Ég renndi henni til, en kerlingin svaf eins og björn í dvala. Lyktin var ógeðsleg, sviti, sæði og bjór angaði í loftinu, Ég læddist að rúminu og stakk hana í hálsinn, ef þú getur stingdu þá alltaf í hálsinn var mér kennt, þá geta þau ekki öskrað.
Hún gaf þó frá sér einhver kokhljóð áður en hún gaf upp öndina, það hljómaði meira eins og hún væri að reyna að draga andann í gegnum allt blóðið sem gusaðist út úr henni. Ég lærði það seinna að það er betra að stinga á milli rifjanna og beint í lungað, það er ekki jafn sóðalegt, en það krefst meiri tækni og reynslu sem Ég hafði ekki þarna. Ég var í mikilli geðshræringu eftir þetta man Ég… Vondir draumar í vikur á eftir, líklega karma flæðið…

*To be continued*

*************
Hef verið einlægur aðdándi Tenchu síðan fyrsti leikurinn kom út… þar sem ég ákvað að gefa leikjartölvur upp þá bætti ég fyrir það að skrifa svona “fan” sögur um Rikimaru.. Þetta er skáldskapur í bland við raunverulega sögu lénstímabilsins í Japan