Mannstu sumarið? Mannstu sumarið sem við vorum saman, sumarið sem að var tíminn okkar? Sá tími er nú löngu liðinn. Úrið uppfinning mannanna hefur þurrkað hann út enn hann lifir enn í huga mínum. Tíminn okkar. Ég man hvernig hönd þín var viðkomu. Hvað það var gott að kúra hjá þér fyrir svefninn. Hvernig rödd þín hljómaði. Hvernig augu þín ljómuðu þegar þú horfðir á mig. Hvernig við hlógum saman. Hvernig þú stríddir mér og brostir góðlátlega. Hvernig þú áttir það til að halda fast utan um mig eins og þú værir hræddur um að misa mig. Og ég man hvað ég elskaði þig mikið. Sumu hefur mig þó langað að gleyma en hugur minn vill ekki þurrka út atburði fortíðarinnar. Hvorki góða né slæma. Ég hef reynt en varð þó að lokum að sætta mig við ósigur. Ég get ekki gleymt hvernig þú særðir mig. Þú sveikst mig. Þú tókst það traust sem ég bar til þín og reifst það í tvennt. Ég get ekki gleymt hvernig sál mín dofnaði þegar ég vissi hvað þú hafði gert. Ég var ekki tilbúin til að finna allan þann sársauka sem þú ollir. Sársaukinn kom seinna og er enn að sveima í sál minni. Ég man ennþá vel eftir því hvernig þú eyddir öllu sjálfstrausti sem ég átti til og traðkaðir á því.
Mannst þú ennþá eftir sumrinu okkar?